Allt að verða vitlaust

euro 

Nú styttist óðum í að þau Regína Ósk og Friðrik Ómar fái gamlan draum uppfylltan og fá að stíga á svið í Eurovision keppni. Þau verða fyrst keppenda á svið á fimmtudagskvöld, og öll íslenzka þjóðin mun standa á öndinni og með þeim um leið.

Við Sverrir Júlíusson verðum með Eurovison upphitun í dag á Útvarpi Sögu milli kl. 16 til 18, þar sem við veltum fyrir okkur möguleikum íslenska lagsins, ásamt Þórði Helga Þórðarsyni. Við spilum gömul og ný Eurovision lög, og að sjálfsögðu verður opið fyrir símann og hlustendur endilega beðnir að taka þátt í þessu með okkur.

Eurovision upphitun á Útvarpi Sögu milli kl. 16 og 18 í dag.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Vel lukkuð veisla Eurobandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Hvar er útvarp saga, á hvaða bylgjulengd ? Það væri gaman að breyta til og hlíða á nokkur júrólög.

Linda litla, 20.5.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það gæti orðið gaman. Saga er á 99.4 í Reykjavík, en svo er allstaðar hægt að hlusta á netinu á www.utvarpsaga.is

Markús frá Djúpalæk, 20.5.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir linkinn Markús.

Hehe, þegar ég sá nýja færslu hjá þér í borðinu mínu og sá Sverrir þá hélt ég "for a fraction of a second" að það væri Sverrir Stormsker!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sem gamall júrófari(2)....þá vona ég líka að þeta gangi hjá þeim

Einar Bragi Bragason., 20.5.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Linda Pé

Sæll Markús.

Mátti til með að kommenta hjá þér, en gat ekki kommentað á þá færlsu sem ég vildi:  "Bréf - Söfnun" dags. 16.4. sl.  sjá hér

Þið talið svo mikið um í kommentunum að þetta séu svik og prettir. En ég vildi bara segja ykkur að svo er ekki.

Hún Rakel er til í alvöru og er fötluð af heilalömun. Þið getið skoðað heimasíðuna hennar, og skoðað myndir af henni.

Slóðin er www.ra.bloggar.is 

Endilega gefið ykkur tíma til að lesa um þessa stúlku.

Linda Pé, 21.5.2008 kl. 10:03

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Linda Pé, ég er búinn að taka viðtal við hana á Útvarpi Sögu og veit allt um að hún er ekki að svíkja nokkurn mann. Takk fyrir athugasemdina samt.

Markús frá Djúpalæk, 21.5.2008 kl. 10:12

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hér er færslan sem tengist umfjölluninni og viðtalinu við hana á Sögu: http://markusth.blog.is/blog/markusth/entry/534835/

Markús frá Djúpalæk, 21.5.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband