Draumur um Nínu | |
Núna ertu hjá mér, Nína | |
Strýkur mér um vangann, Nína | |
Ó... haltu í höndina á mér, Nína | |
Því þú veist að ég mun aldrei aftur | |
Ég mun aldrei, aldrei aftur | |
Aldrei aftur eiga stund með þér | |
| |
Það er sárt að sakna, einhvers | |
Lífið heldur áfram, til hvers? | |
Ég vil ekki vakna, frá þér | |
Því ég veit að þú munt aldrei aftur | |
Þú munt aldrei, aldrei aftur | |
Aldrei aftur strjúka vanga minn | |
| |
Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott | |
Og ég vildi ég gæti sofið heila öld | |
Því að nóttin veitir aðeins skamma stund með þér | |
| |
Er ég vakna, Nína þú ert ekki lengur hér | |
Opna augun engin strýkur blítt um vanga mér | |
| |
Dagurinn er eilífð, án þín | |
Kvöldið kalt og tómlegt, án þín | |
Er nóttin kemur fer ég, til þín | |
| |
Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott | |
Og ég vildi ég gæti sofið heila öld | |
Því að nóttin veitir aðeins skamma stund með þér | |
| |
Er ég vakna Nína, þú ert ekki lengur hér | |
Opna augun engin strýkur blítt um vanga mér | |
| |
Er ég vakna ó... Nína, þú ert ekki lengur hér | |
Opna augun engin strýkur blítt um vanga mér |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.