Þetta eru göngubomsur

nancy&leeÁ sjöunda áratugnum sló dóttir Franks, hún Nancy rækilega í gegn í tónlistarheiminum með lagi eftir ungan mann að nafni Lee Hazlewood. Allir sem eru komnir til vits og ára muna eftir þessu lagi og sem betur fer heyrist það af og til, ýmist með Nancy eða öðrum minni spámönnum. Þetta er auðvitað lagið These boots are made for walking, djassskotið popplag í göngutakti. Eða eitthvað.

Allavega. Ástæðan fyrir þessarri pælingu er sú að höfundur lagsins hvarf til feðra sinna núna um verzlunarmannahelgina, sennilega saddur lífdaga. Líklega búinn að fá nóg af baráttunni við krabbameinið.

En örugglega ekki búinn að fá nóg af hljómplötugerð og tónsmíðum. Síðasta plata kappans kom út í fyrra og hét Cake or death. Hvað svosem það ný þýðir. Sú plata var sennilega hin 28. í röðinni hjá honum. Þar af voru þrjár þar sem hann vann með Nancy.

Tónsmíðar Lee Hazlewoods hafa verið gefnar út af hinum ýmsu, ólíku listamönnum auk Nancyar Sinatradóttur, meðal annarra Dean Martin, Nick Cave, Primal Scream, Einztursende Neaubauten og Megadeth. Óneitanlega mjög  margvíslegur hópur að taka lög eftir gamlan kántrýbolta.

En á meðan fólk hlustar á tónlist, hvaða tæki svosem verða notuð, verður Hazlewood heitins minnst, þó ekki sé nema fyrir þetta eina lag. These boots are made for walking.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband