Rosalega varð ég pirraður

Ég var nefnilega í miðjum klíðum að semja færsluna um Lee og Nancy þegar allt sló út, en bara í sekúndubrot. Samt var það nóg til þess að allt sem ég hafði skrifað hvarf og eyddist út. Sem að sjálfsögðu veldur því að það sem þarna stendur er varla svipur hjá sjón. Og ekki svipur á Sjón.  Pirrandi þegar svona gerist. Ég hefði haldið að rafmagn væri alveg til friðs nú til dags, að ég tali nú ekki um um hásumar í blíðskaparveðri. En hvað veit ég? Hef ekki minnsta vit á rafmagni. Veit bara að ég þarf á því að halda.

Samt er svolítil nostalgía í því að rifja upp rafmagnsleysisstundir í gamla daga. Þegar allt varð rafmagnslaust kannski í nokkrar klukkustundir. Þá myndaðist einhver stemmning sem ekki er auðvelt að lýsa með orðum - og þó. Gæti kannski heitið baðstofustemmning. Það var kveikt á kertum (ef þau fundust í myrkrinu) og sest niður og spilað eða lesið við bjarmann frá ljósinu.

Mér fannst alltaf pínuleiðinlegt þegar öll rafmagnsljósin kviknuðu aftur og allt varð skjannabjart.  Svona getur maður verið skrýtinn.


mbl.is Rafmagnslaust víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband