Valur flytur heim - Rauði herinn verður til
18.5.2008 | 20:05
Nú er komið að því, Valur er að flytja HEIM. Vodafonevöllurinn Hlíðarenda verður vígður 25.maí á 140 ára fæðingarári sr. Friðriks Friðrikssonar.
Vígslan fer fram klukkan 17:00 og í kjölfarið verður boðið upp á léttar veitingar áður en opnunarleikur milli VALS og FJÖLNIS í Landsbankadeildinni fer fram klukkan 19:15. Valsmenn langar til að lyfta grettistaki í félagslegu umhverfi Vals. Þeir ætla að kalla sjálfboðaliða Vals RAUÐA HERINN hóp stoltra Valsmanna. Hvað á Rauði herinn að gera? Það er von Valsmanna að fólk taki þátt á sínum forsendum. Það þarf að ná utan um þann hóp sem vill taka þátt í starfinu þannig að hægt sé að deila störfum niður á fjöldann. Hverjir geta verið með? Allir Valsmenn og -meyjar eru að sjálfsögðu velkomin. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á skrifstofu Vals, 414 8000, eða senda tölvupóst á joilange@valur.is hvort sem það eru stjórnarmenn, foreldrar, gamlir leikmenn, stuðarar, leikmenn yngriflokka eða aðrir. Hvaða störf þarf að vinna? Afgreiða kaffi, grilla pylsur, annast dyravörslu, uppsetningu á auglýsingakerfi, kynna leikmenn, sjá um tónlist, skrifa fréttir, taka myndir, annast þrif, stjórna bílaumferð, afgreiða miða, fylgjast með yngri flokkum og margt fleira.
Það eru óþrjótandi möguleikar á að gera umgjörðina á Hlíðarenda þá glæsilegustu á landinu!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þið segið tíðindin!
18.5.2008 | 14:32
Leikskólakennarinn Aðalheiður Steingrímsdóttir kölluð Heiða og bensínafgreiðslumaðurinn Pétur Vilhjálmsson, kallaður Pési, gengu í hjónaband á heimili foreldra hennar í Torfufellinu, í Reykjavík í gær. Faðir brúðarinnar Steingrímur Njálsson gaf brúðhjónin saman og var systir hennar Jófríður brúðarmeyja. Reyndar hefur Steingrímur ekki leyfi til hjónavígslna enda telja þau skötuhjúin Heiða og Pési að hjónabandið muni ekki endast lengi hvort eð er.
15 gestir munu hafa verið viðstaddir brúðkaupið sem var að sögn með skírskotunum í söguna um Mola flugustrák. Þá mun brúðurin hafa verið klædd brúðarkjól sem frænka hennar Dóra blinda hannaði og með hálsmen og eyrnalokka sem hún keypti í Kolaportinu.
Heiða, sem er 23 ára, og Pési, sem er 28 og afgreiðir bensín hjá Olís tóku saman haustið 2006 og opinberuðu trúlofun sína, kófdrukkin í partíi 12. apríl. Í kjölfar þess fóru á kreik sögusagnir í fjölskyldunni um að eina ástæða trúlofunarinnar hafi verið sú að Pési barnaði Heiðu, en þau hafa bæði neitað því, en segjast ætla að fá sér páfagauk. Pési greyið þykir með ófríðari mönnum, en Heiða er alveg ágæt þrátt fyrir skyldleika foreldra hennar.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ashlee Simpson giftir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ljóð dagsins
18.5.2008 | 14:20
Man in black
Well, you wonder why I always dress in black,
Why you never see bright colors on my back,
And why does my appearance seem to have a somber tone.
Well, there's a reason for the things that I have on.
I wear the black for the poor and the beaten down,
Livin' in the hopeless, hungry side of town,
I wear it for the prisoner who has long paid for his crime,
But is there because he's a victim of the times.
I wear the black for those who never read,
Or listened to the words that Jesus said,
About the road to happiness through love and charity,
Why, you'd think He's talking straight to you and me.
Well, we're doin' mighty fine, I do suppose,
In our streak of lightnin' cars and fancy clothes,
But just so we're reminded of the ones who are held back,
Up front there ought 'a be a Man In Black.
I wear it for the sick and lonely old,
For the reckless ones whose bad trip left them cold,
I wear the black in mournin' for the lives that could have been,
Each week we lose a hundred fine young men.
And, I wear it for the thousands who have died,
Believen' that the Lord was on their side,
I wear it for another hundred thousand who have died,
Believen' that we all were on their side.
Well, there's things that never will be right I know,
And things need changin' everywhere you go,
But 'til we start to make a move to make a few things right,
You'll never see me wear a suit of white.
Ah, I'd love to wear a rainbow every day,
And tell the world that everything's OK,
But I'll try to carry off a little darkness on my back,
'Till things are brighter, I'm the Man In Black.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hörð átök í Jóhannesborg |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eurovision
18.5.2008 | 09:39
Hvernig skyldi nú ganga í undankeppninni? Ætli Friðriki og Ómari takist að brosa sig upp úr undankeppninni þetta árið? Ég er ekkert of sannfærður, en það kemur í ljós á fimmtudaginn. Ég setti smá skoðanakönnun hér til hliðar og spyr bara hvort Ísland komist upp úr undankeppninni á fimmtudaginn eða ekki. Endilega takið þátt!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Íslendingar kynna sig í Belgrad |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)