Valur flytur heim - Rauði herinn verður til

hlidarendi 

Nú er komið að því, Valur er að flytja HEIM.  Vodafonevöllurinn Hlíðarenda verður vígður 25.maí – á 140 ára fæðingarári sr. Friðriks Friðrikssonar. 

Vígslan fer fram klukkan 17:00 og í kjölfarið verður boðið upp á léttar veitingar áður en opnunarleikur milli VALS og FJÖLNIS í Landsbankadeildinni fer fram klukkan 19:15. Valsmenn langar til að lyfta grettistaki í félagslegu umhverfi Vals.  Þeir ætla að kalla sjálfboðaliða Vals „RAUÐA HERINN“ –hóp stoltra Valsmanna.    Hvað á Rauði herinn að gera?  Það er von Valsmanna að fólk taki þátt á sínum forsendum.  Það þarf að ná utan um þann hóp sem vill taka þátt í starfinu þannig að hægt sé að deila störfum niður á fjöldann. Hverjir geta verið með?  Allir Valsmenn og -meyjar eru að sjálfsögðu velkomin.  Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á skrifstofu Vals, 414 8000, eða senda tölvupóst á joilange@valur.is hvort sem það eru stjórnarmenn, foreldrar, gamlir leikmenn, stuðarar, leikmenn yngriflokka eða aðrir. Hvaða störf þarf að vinna?  Afgreiða kaffi, grilla pylsur, annast dyravörslu, uppsetningu á auglýsingakerfi, kynna leikmenn, sjá um tónlist, skrifa fréttir, taka myndir, annast þrif, stjórna bílaumferð, afgreiða miða, fylgjast með yngri flokkum og margt fleira. 

Það eru óþrjótandi möguleikar á að gera umgjörðina á Hlíðarenda þá glæsilegustu á landinu!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

piff!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...þú heyrir að ég er afar langrækin....

...en ókey - til hamingju með nýja völlinn - sagði konan með semingi! 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

 Takk báðar tvær...

Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kaldur hattur? Er ekki agalega erfitt að vera með svona kaldan hatt?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En þetta er ekki kúluhattur sko...

Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alveg vissi ég að það þætti þetta fleirum vera svalt átfitt.  Og sammála Dúunni; fótbolti hvað? Það er pottþétt ekkert sem klæðir þig, auk þess sem Valur er ránfugl og rauði herinn... well, never mind.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 21:19

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Amm.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 22:44

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Áfram Valur! 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:40

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Áfram Valur! Ég hef öskrað mig hása oftar en einu sinni á leik með þeim!

Sporðdrekinn, 19.5.2008 kl. 02:07

11 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Áfram Njarðvík!

Þórður Helgi Þórðarson, 19.5.2008 kl. 09:40

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Koma svo, Forrest!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.5.2008 kl. 12:58

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Helga, Gump? Doddi, Njarðvík.. Njörður P. þá?

Markús frá Djúpalæk, 19.5.2008 kl. 13:02

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Eða bara Nottingham Forest. Friday 19th October 2007 at 1421 Nottingham Forest top  but not very goodNottingham Forest

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.5.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband