Pirr yfir heiðursmannasamkomulagi
2.4.2008 | 19:29
Forsætisráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað vegna leigu á einkaþotu undir Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgdarlið þeirra til Búkarest. Þetta staðfesti Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í dag.
Kann þetta fólk ekkert annað en eyða peningunum okkar? Mér skilst að nú sé svo komið að það sé of mikil tímasóun fyrir þau að bíða á flugvöllum þannig að einkaþota á leigu leysti það vandamálið.
Það mun víst vera heiðursmannasamkomulag sem veldur því að ekki má upplýsa þjóðina um hvað er verið að eyða peningunum okkar í. Að sögn á þessi gjörningur ekki að hafa kostað meira en almennt farþegaflug en einhverjir hafa reiknað út að kostnaðurinn hafi verið 6 milljónum króna hærri.
Ég fyrir mitt leyti gæti gert margt gott fyrir sex milljónir króna, og efast ekki um að flestir séu sammála mér um það! En það er víst betra að nota féð til að koma ráðherrum milli staða. Enda kannski eins gott að hafa þá nógu langt í burtu. Er Björn Bjarnason annars kominn frá Chile, og til hvers í ósköpunum fór hann þangað, hvað kostaði ferðin? Og þarf hann nokkuð að koma til baka?
Pirr.is
![]() |
Evrópu ekki skipt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrsti apríl
2.4.2008 | 15:35
Þessi frétt var á heimasíðu Vals í gær:
Patrekur Jóhannesson (35) hefur ákveðið að ganga til liðs við Knattspyrnufélagið Val, Patrek þarf ekki að kynna fyrir handknattleiksáhugamönnum enda átt hann glæstan feril með íslenska landsliðinu. Patrekur gerir 4 ára samning við Hlíðarendaliðið og verður kynntur til leiks á Hlíðarenda á opnum blaðamannafundi klukkan 11:30. Patrekur mun spila með liðinu ásamt því að þjálfa kvennalið Vals. Patrekur vakti athygli á dögunum þegar hann bauð fram krafta sýna ásamt Bogdan Kowalczyk til að taka við Íslenska landsliðinu. Patrekur hefur verið mikið meiddur þetta tímabilið en telur að hann geti komið sterkur inn í boltann næstu 4-5 árin. Óhætt er að segja að Patrekur sé sannkallaður hvalreki á fjöru okkar Valsmanna, bjóðum við hann svo sannarlega velkominn í félagið....
![]() |
Patrekur tekur við þjálfun Stjörnunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóð dagsins
2.4.2008 | 15:14
Almost heaven, west virginia
Blue ridge mountains
Shenandoah river -
Life is old there
Older than the trees
Younger than the mountains
Growin like a breeze
Country roads, take me home
To the place I belong
West virginia, mountain momma
Take me home, country roads
All my memories gathered round her
Miners lady, stranger to blue water
Dark and dusty, painted on the sky
Misty taste of moonshine
Teardrops in my eye
Country roads, take me home
To the place I belong
West virginia, mountain momma
Take me home, country roads
I hear her voice
In the mornin hour she calls me
The radio reminds me of my home far away
And drivin down the road I get a feelin
That I should have been home yesterday, yesterday
Country roads, take me home
To the place I belong
West virginia, mountain momma
Take me home, country roads
Country roads, take me home
To the place I belong
West virginia, mountain momma
Take me home, country roads
Take me home, now country roads
Take me home, now country roads
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það þarf að tryggja hamingju barnanna sinna
2.4.2008 | 12:53
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlu konunni bréfið frá dóttur sinni.
Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð".
Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Dagblaðinu síðar um kvöldið.
En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð.. ávallt seðjandi".
Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttur sinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar til gömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni.
Þar stóð aðeins "Ingvar og Gylfi". Kella var nú fljót að leita að Dagblöðunum og fann að lokum
auglýsingu frá Ingvar og Gylfa þar sem stóð "Nýi rúmgaflinn frá okkur..King size og extra langur".
Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttur sinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellu fjórum vikum eftir brúðkaupið.
Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir".
Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Dagblaðinu og á endanum fann hún eina.
En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kerlinguna því þar stóð: "Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!!!!!!!!
Búkarest...
2.4.2008 | 11:41
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn einn lækkar
2.4.2008 | 11:40
![]() |
Fleiri lækka eldsneytisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eyjólfur að hressast - aðrir kannski óhressari
2.4.2008 | 10:36
Þetta er auðvitað góð tíðindi en betur má ef duga skal. Vonandi réttir krónugreyið meira úr kútnum, það er gott fyrir þjóðina.
En hvernig dettur ráðamönnum þjóðarinnar í hug að ætla að taka lán til að redda gæjunum sem eru búnir að vera að græða á góðærinu, byggjandi sumarhallir, haldandi afmælisveislur fyrir hundruð milljóna, kaupandi einkaþotur og annan óþarfa meðan lýðurinn horfir á? Eigum við nú að bjarga mönnunum sem fengu bankana og önnur fyrirtæki á silfurfati?
Verða menn sem gekk svona vel fyrir hálfu ári ekki bara að bjarga sér sjálfir, það þarf sá að gera sem horfir á húsnæðis- og bílalánið sitt hækka um helming á örstuttum tíma. Hvers vegna ekki hinir?
Hvar er réttlætið?
![]() |
Krónan styrkist um 2,36% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)