Færsluflokkur: Sjónvarp
Afurganga Mikjáls útskýrð
11.7.2009 | 13:06
Þúsundir minnast Jacksons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan bata...
29.4.2008 | 10:44
...gamli vinur.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Kunnur breskur leikari slasaðist í bílslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki sama gæfa og gjörvileiki
13.4.2008 | 18:41
Mark Speight er þekktastur fyrir að hafa stjórnað listaþætti fyrir börn, SMart, á BBC frá árinu 1994.
Eftir að unnusta hans, Natasha Collins fannst látin á heimili þeirra snemma í janúar síðastliðnum var Mark handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá lögreglu en var fljótlega sleppt því ekkert virtist bendla hann við andlát hennar. Ofneysla eiturlyfja hafði orðið henni að aldurtila. Hann hefur að sögn barist við mikla sektarkennd vegna andláts unnustunnar en þau höfðu setið að sumbli í eiturlyfjum og áfengi kvöldið áður en hún lést. Þann 8. apríl síðastliðinn var tilkynnt um hvarf Marks eftir að hann hafði látið hjá líða að mæta á fund daginn áður. Í dag þann 13. apríl fannst lík á afskekktum hluta Paddington lestarstöðvarinnar í London sem talið er að geti verið Mark Speight.
Hann hafði slökkt á farsímanum sínum þannig að engin leið var að ná í hann en tveir lögreglumenn höfðu gengið fram á hann nærri Kilburn og höfðu boðið honum aðstoð sína því þeim leist ekki á útlitið á honum. Hann þáði það ekki. Þessar myndir eru taldar þær síðustu sem náðust af Mark Speight rétt áður en hann steig um borð í neðanjarðarlest á Bakerloo línunni, skömmu eftir að hann hafði tekið út peninga í hraðbanka.
Síðustu daga hafa foreldrar hans og móðir Natöshu með aðstöð fjölmiðla beðið Mark að hafa samband en án árangurs. Rannsókn á eftir að leiða í ljós hvað varð honum að fjörtjóni en fyrir liggur að hann varð ekki fyrir lest.
Örlög þessa fólks sýnir okkur svart á hvítu að það er ekki nóg að hafa allt til alls, frama og peninga, ef þeim vágesti eiturlyfjunum hefur verið boðið heim.
Breskur sjónvarpskynnir fannst látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ótrúleg breyting á 18 árum!
27.3.2008 | 15:00
Mannaveiðar
24.3.2008 | 19:59
Á fáeinum dögum eru þrír gæsaveiðimenn myrtir og lögreglan stendur frammi fyrir því að raðmorðingi gengur laus. Sú skoðun staðfestist þegar lögreglunni berst orðsending frá morðingjanum sem segir: "Ég veiði menn og sleppi aldrei ...
Fyrsti þáttur íslensku glæpaþáttaraðarinnar Mannaveiðar hefst í ríkissjónvarpinu í kvöld. Ég er mikill aðdáandi glæpasagna og -þátta, einkum af breska skólanum. Það sem ég hef séð úr þessum þætti lofar góðu þó ekki sé efnið mjög breskt að sjá, fínir leikarar og greinilega allmikil spenna á ferðum. Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson leika aðalhlutverkin, lögreglumennina Hinrik og Gunnar sem annast rannsókn málsins.
Björn Brynjúlfur Björnsson leikstýrir Mannaveiðum en hann gerði spennumyndina Köld slóð árið 2006 og sjónvarpsmynd byggða á Njálssögu árið 2003.
En þá er komið að smá játningu. Ég verð þrátt fyrir áhuga minn á glæpasögum nefnilega að viðurkenna að ég hef ekki lesið Aftureldingu, bók Viktors Arnars Ingólfssonar frá 2005, sem Mannaveiðar eru byggðar á. Ástæðan er sú að ég reyndi að lesa Flateyjargátu eftir sama höfund og mér leiddist. Hrikalega. Samt hafði sagan sú fengið mjög fína dóma þannig að kannski gef ég henni bara annan séns. Og höfundinum. Kannski verður líka ágætt að kynnast sagnaheimi hans á sjónvarpsskjánum.
Viktor Arnar sem er menntaður byggingatæknifræðingur hefur gefið út nokkrar glæpasögur, þá fyrstu árið 1978 og aðra árið 1982. Síðan liðu 16 ár þar til hann kvaddi sér hljóðs á ný, þá með sögunni Engin spor sem hlaut mjög góðar viðtökur lesenda. Flateyjargáta kom út 2003 og Afturelding 2005. Hann hefur tvívegis verið tilnefndur til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Bækur hans hafa verið gefnar út víða í Evrópu, meðal annars í Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og Sviss.
Heimasíða eða vefdagbók Viktors Arnars er hér: http://www.mmedia.is/vai/vaidagbok.htm
Til gamans eru hér útdrættir úr ritdómum um Aftureldingu:
*Bókin byrjar firnavel á spennandi lýsingu á skotbardaga morðingjans og fyrsta fórnarlambsins. Viktor grípur lesandann traustataki, tekur á rás og gerir sig ekki líklegan til að sleppa . . . Viktor Arnar slær sjaldan slöku við og heldur lesandanum á tánum allt til loka. Viktor Arnar hefur enn sem komið er vaxið með hverju verki sínu og Afturelding gefur enga ástæðu til annars en að hlakka til næstu bókar. Bergsteinn Sigurðsson Fréttablaðið 23. nóvember 2005.
*Afturelding er vel skrifuð skáldsaga . . . með því að gera dýraveiðar að umgjörð frásagnarinnar tekst Viktori á snjallan hátt að réttlæta notkun skotvopna og sviðsetningu skotbardaga. Björn Þór Vilhjálmsson Mbl. 15. nóvember 2005.
*Fléttan er ekki eins stórkostleg og í Engin spor, persónur ekki eins lifandi og skemmtilegar og í Flateyjargátu, en samt er hér um fyrirtaks skemmtun að ræða. Alls konar smærri atriði hjálpa frásögninni áleiðis en verða aldrei fyrirferðarmikil. Höfundur lætur ekkert trufla sig í þeirri viðleitni að skrifa góða glæpasögu. Niðurstaðan er enda sú að Afturelding er góð glæpasaga. Aðdáendur Viktors munu þó hugsanlega sakna skrýtilegheitanna úr hinum sögunum, þessara atriða sem lyftu þeim upp en færðu þær kannski um leið í átt frá hefðbundnum glæpasögum. En þessi lesandi hérna var eldfljótur að gleypa í sig Aftureldingu og naut lestursins í hvívetna.
Ingvi Þór Kormáksson, nóvember 2005.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sláandi fréttir!
8.3.2008 | 12:28
Nú er aldeilis verið að svindla á okkur sjónvarpsáhorfendum. Allt það sem við höfum haldið um lifandi sjónvarp er hjóm eitt og eiginlega bara vörusvik. Skemmtileg gretta eða áhugavert andsvar er þaulæft og löngu upptekið leikrit. Þetta er hræðilegt!
Logi í beinni ekki í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Glæpurinn
2.3.2008 | 11:32
- síðasti dagurinn
Í kvöld mun það upplýsast hver framdi glæpinn, eða glæpina í samnefndum dönskum spennuþáttum. Margir hafa setið límdir við skjáinn á sunnudagskvöldum, vikum saman, og fylgst með hvernig hvert skref sem virtist færa rannsóknarlögreglumennina nær ódæðismanninum reyndist vera skref í snarvitlausa átt. Í hvert skipti sem rannsókninni átti að vera lokið birtist nýtt sönnunargagn sem hreinsaði þann mest grunaða í það skiptið og færði gruninn yfir á einhvern annan.
Þegar þáttaröðin hófst gerði ég mér ekki grein fyrir að allir 20 þættirnir ættu að vera um rannsókn sama málsins, ég sá fyrir mér hina hefðbundnu bresku uppbyggingu þar sem hvert mál væri leitt til lykta í 2 þáttum - en ónei ekki aldeilis. Þarna hefur dönunum tekist að búa til magnaða fléttu glæparannsóknar og þess mannlega harmleiks sem hlýtur að snerta alla sem lenda í miðju slíkrar rannsóknar, hvort sem það eru aðstandandur fórnarlambsins, rannsóknarmennirnir eða þeir sem grunaðir eru. Þannig er kafað djúpt undir yfirborðið sem okkur er yfirleitt látið nægja að sjá í öðrum þáttum sömu ættar. Hver einasta persóna þáttanna er orðin nátengd áhorfandanum og örlög hvers og eins skipta orðið miklu máli.
Taktu þátt í þessarri litlu skoðanakönnun sem ég hef verið með hér á síðunni, hvern telur þú vera morðingjann í Glæpnum?
Það verður spennandi að fylgjast með í kvöld, en þegar málið verður til lykta leitt veit ég að það myndast ákveðið tómarúm þegar þessir danir hverfa af skjánum. Þó þetta sé bara sjónvarp.
Nú má vorið koma.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Glæpurinn
29.2.2008 | 12:39
Ertu einlægur aðdáandi dönsku þáttanna um glæpinn? Hefur þú núna velt fyrir þér í gegnum 19 þætti hver geti hugsanlega verið morðinginn? Taktu þátt í þessarri litlu könnun sem ég setti hér til hliðar - hver er eiginlega morðinginn?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Forbrydelsen
25.2.2008 | 20:11
Ertu einlægur aðdáandi dönsku þáttanna um glæpinn? Hefur þú núna velt fyrir þér yfir 19 þáttum hver geti verið morðinginn? Langar þig að setjast niður og spjalla við aðra um hvernig þér finnst þættirnir og hver geti hugsanlega verið morðinginn? Ef þú ert á þessarri línu langar mig að biðja þig að hafa samband við mig því mig langar að fá tvo forfallna Glæps-aðdáendur í Síðdegisútvarpið á Sögu á morgun til að spjalla um þættina, hugsanlegan morðingja og annað sem tengist þessum frábæru þáttum. Hafðu samband við mig hér, eða í netfangið markusth@internet.is .
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hetjur og skúrkar
16.2.2008 | 05:30
Ég rakst á skemmtilegan lista á síðu Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar (AFI) yfir 100 mestu hetjur og 100 verstu skúrka (bandarísku) kvikmyndasögunnar. Ef við byrjum að líta á skúrkana vekur það athygli að af fimm verstu fúlmennunum eru tvær konur:
5.sæti - Ratched hjúkrunarkona úr Gaukshreiðrinu, sem Louise Fletcher lék. Myndin er frá 1975. Sennilega ein illkvittnasta hjúkrunarkona sögunnar.
4.sæti - Hin illa norn vestursins sem Margaret Hamilton túlkaði í Galdrakarlinum í Oz árið 1939.
3.sæti - Svarthöfði úr Stjörnustríðsbálkinum. David Prowse var í búningnum en James Earl Jones léði honum rödd sína. Ég held að allir muni þegar þeir sáu Svarthöfða fyrst, ekki beint árennilegur og illskan lak af honum.
2.sæti - Norman Bates úr Psycho eftir Hitchcock frá 1960. Anthony Perkins leikur brjálæðing sem geymir múmíu móður sinnar og fer stundum í hlutverk hennar til að slátra syndum spilltum ferðalöngum sem láta sér detta til hugar að gista á móteli fjölskyldunnar, Bates-mótelinu.
1.sæti - (Og kemur kannski ekki á óvart) Dr. Hannibal Lecter sem fyrst sást í túlkun Anthony Hopkins í Silence of the lambs árið 1991. Brian Cox hafði þó túlkað mannætuna í kvikmyndinni Manhunter, byggðri á bókinni Red Dragon árið 1986.
Og þá eru það hetjurnar:
5.sæti - Will Kane úr kvikmyndinni High Noon frá 1952. Gary Cooper leikur lögreglustjórann Kane sem lendir því á brúðkaupsdaginn sinn að þurfa einn og óstuddur að mæta versta óvini sínum.
4.sæti - Rick Blaine úr Casablanca, þarf að segja meira, þetta er einn af þeim svalari.
3.sæti - James Bond; á síðu AFI er Sean Connery nefndur sérstaklega en eins og við vitum eru þeir allnokkrir sem hafa túlkað ofurnjósnararann James Bond. Mér finnst Daniel Craig t.d. tiltölulega góður sem Bond þó svo ég hafi alist upp með Roger Moore Bondinum.
2.sæti - Indiana Jones. Við vitum öll hver hann er og hver leikur hann. Í fyrstu myndinni var Harrison Ford 39 ára en í myndinni sem frumsýnd verður í vor er það 66 ára Harrison sem þarf að sveifla svipunni. Spurning hvernig það virkar, maðurinn er náttúrulega erkitöffari sama hve mörg ár hann á að baki. Hann er samt 6 árum eldri núna en Sean Connery var þegar hann lék hálf ósjálfbjarga föður Indiana Jones í Síðustu krossferðinni árið 1989.
1.Sæti - (Þetta kann að koma einhverjum á óvart) Lögmaðurinn Atticus Finch, í fyrsta óskarsverðlaunahlutverki Gregory Peck í kvikmyndinni To kill a mockingbird. Atticus Finch tekur að sér það vanþakkláta verkefni að verja blökkumanninn Tom Robinson sem er ranglega sakaður um að hafa nauðgað hvítri konu. Myndin er byggð á metsölubók Harper Lee, og er eftir því ég best veit eina bókin sem hún skrifaði. Til gamans má geta þess að myndin verður sýnd í Ríkissjónvarpinu næstkomandi sunnudagskvöld og er skylduáhorf allra kvikmyndaáhugamanna og raunar allra held ég barasta. Til enn meira gamans má nefna það að það voru nokkrar vísanir í To Kill a Mockingbird í myndinni Mr. Deeds sem sama stöð sýndi í gærkvöldi, föstudagskvöld. "Boo" Radley var nefndur og þegar persónan sem Wynona Ryder leikur mætti nágranna sínum og hundi hennar sagði hún:"Sæl frú Finch og Atticus" .
Svo má ekki gleyma því að Jodie Foster í hlutverki Clarice Sterling er sjötta mesta hetja kvikmyndasögunnar samkvæmt þessum lista. Það sýnir okkur að það þarf ekki mestu hetjuna til að takast á við versta skúrkinn.....
Bíó getur verið svo skemmtilegt.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)