Færsluflokkur: Sjónvarp
Spaugstofu hörmung...
16.9.2007 | 10:00
..eða er það bara ég? Þrátt fyrir stórorðar yfirlýsingar um að horfa ekki á Spaugstofuna eftir brottrekstur Randvers stóðst ég ekki mátið og kíkti. Og sé eftir því. Ég sannfærðist um að þeir hefðu allir átt að rísa upp sem einn maður og ganga út eftir að dagskrárstjóri ohfsins ákvað að láta einn þeirra fara. Það sem borið var á borð fyrir landsmenn í gærkvöldi í gervi Spaugstofunnar var röð af fimmaurabröndurum, hver öðrum fyrirsjáanlegri og ófyndnari. Að mínu mati, auðvitað hafa ekki allir sama húmorsmekk og það kann að vera að einhverjum hafi fundist þetta grenjandi snilld og ný upphafning á húmor, eða í besta lagi fyndið. Mér stökk aldrei bros, punchið var komið í kollinn á mér löngu áður en það birtist á skjánum - ef það gerði það á annað borð. Mér fannst þá félaga sem eftir standa vanta þennan neista sem oft hefur einkennt þá, það var eins og þeim þætti þetta brambolt ekkert sérstaklega skemmtilegt. Meira að segja mistakahrinan í lokin var litlaus og dull, eins og hún hefði bara verið búin til, til þess eins að hafa eitthvað til að brosa að. Virkaði ekki.
Hvað fannst ykkur?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)