Færsluflokkur: Dægurmál

Er Miley ekki stúlka?

Samt heldur mbl.is því fram að hún hafi setið fyrir hálfnakinn.  Eða eins og segir orðrétt í fréttinni:

Ljósmyndarinn Annie Leibovitz sem tók myndina af Cyrus fyrir Vanity Fair hefur beðist afsökunar á myndinni og segir að hún skammist sín hræðilega fyrir hana. Á myndinni er Cyrus, sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Hannah Montana, hálfnakinn. 

Er eitthvað málum blandið hér?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hefner vill nektarmynd af Cyrus í Playboy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakob gestur minn annan í hvítasunnu

 Jakob

Næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu mun nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar, Jakob Frímann Magnússon, stuðmaður með meiru verða gestur minn á Útvarpi Sögu. Við setjumst niður saman til skrafs kl. 15 og spjöllum meðan okkur dugir örendi - eða tími að minnsta kosti.

Jakob er bráðskemmtilegur maður, hvað sem fólki kann að finnast um hið nýja starf hans. Ég hvet fólk til að hlusta á Sögu næstkomandi mánudag, tíðnir um land allt er eftirfarandi: 

FM 99.4 - Höfuðborgarsvæðið
FM 93.9 - Akureyri og nágr.
FM 99.1 - Selfoss og nágrenni
FM 93.7 - Skagafjörður
FM 101.0 - Ísafjörður
FM 104.7 - Vestmannaeyjar
FM 104.5 - Egilsstaðir
FM 102.1 - Dalvík
FM 96.7  - Blöndós
Fm 103.0 - Húsavík

Svo er einnig hægt að hlusta hér www.utvarpsaga.is .

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ögrandi og spennandi verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumardagskráin hefst á Sögu

Eins og dyggir hlustendur Útvarps Sögu hafa tekið eftir höfum við Sverrir Júlíusson verið með léttan þátt á stöðinni frídagana 1.maí og sumardaginn fyrsta. Þetta þótti heppnast svo ljómandi vel að sú ákvörðun hefur verið tekin að við verðum með svipaðan þátt vikulega í sumar, á laugardögum. Við ætlum að gera okkar besta til að skemmta landsmönnum og fá þá til að skemmta sér með okkur. Það verður opið gestaboð þannig að fólk getur hringt inn, eða jafnvel komið í heimsókn ef svo liggur á. Við ætlum að fá landsfræga gesti og rándýra skemmtikrafta að sunnan til að halda uppi fjörinu með okkur, auk þess sem við verðum á þeytingi út um allar koppagrundir.

Fyrsti þátturinn verður á morgun kl. 13-16 á Útvarpi Sögu. Okkur langar til að þetta verði þáttur fyrir hlustendur þannig að við tökum öllum uppástungum um efni fegins hendi. Verið ófeimin að hringja á Sögu eða senda okkur tölvupóst á studio@utvarpsaga.is eða markusth@internet.is .

Við hlökkum til að vera með ykkur í sumar!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Framkvæmdastjóri Brøndby í stjórn Nyhedsavisen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. maí 2008

Dagskráin á Útvarpi Sögu 

Kl. 08:00 verður endurfluttur morgunþáttur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra þar sem hún ræddi
við Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og Jörund Guðmundsson farastjóra á La Gomera eyjunni en þar hafa geisað skógareldar síðustu daga.

Kl.09:00 verður endurflutt viðtal hennar við Egil Helgason sjónvarpsmann úr Silfi Egils en þau ræða helstu fréttir undanfarna daga svo sem viðbrögð stjórnvalda við efnahagsástandinu.

 Kl.10:00 -12:00 verður endurfluttur þáttur Sigurðar G. Tómassonar og Guðmundar Ólafssonar hagfræðings og lektors en eins og þeim er einum lagið fara þeir alveg á kostum í umræðunni um stöðu efnahagsmála. Kannski ber Rússland eitthvað aðeins á góma líka.

Kl.12 á hádegi eru fréttir frá Fréttastofu

Kl.12:30 Skoðun dagsins 1. maí. Eiríkur Stefánsson fyrrum verkalýðsleiðtogi flytur erindi í tilefni
dagsins

Kl. 13:00-16:00 Markús Þórhallsson og Sverrir Júlíusson bregða á leik með hlustendum og fylgjast með því helsta sem verður um að vera. Síminn verður að sjálfsögðu opinn.

Kl.16:00-18:00 Ásgerður Jóna Flosadóttir fær til sín góða gesti m.a. Hjörleif Guttormsson náttúrfræðing og
fyrrum alþingismann en þau munu spjalla um íslenska náttúru og ferðamál.

Kl.21:00-23:00 Hermundur Rósinkranz talnaspekingur og miðill  tekur á móti símtölum frá hlustendum í síma 588 1994 og les í tölurnar þeirra.

Endurflutningur um nóttina til kl.07:00 föstudaginn 2.maí en þá mætir Arnþrúður Karlsdóttir hlustendum í
morgunútvarpinu

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Kröfugöngur víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talið niður í Eurovision

Í gær hófst á Útvarpi Sögu niðurtalningin fyrir Eurovision söngvakeppnina í maí. Við Sverrir Júlíusson fengum góða gesti í hljóðver sem fóru hreinlega á kostum.

Helga Möller og Valgeir Guðjónsson voru gestadómarar í þættinum í gær. Þeim leið fremur illa framan af því þeim þótti hvorki lagasmíðar né flutningur þeirra mjög heillandi, svo vægt sé til orða tekið. Það var samt glatt á hjalla og stutt í hláturinn, enda bráðskemmtilegt fólk á ferð. Niðurstaðan varð þó sú að Helga gat ekki séð nema 9 lög áfram en Valgeir var öllu jákvæðari og 12 lög hlutu náð fyrir augum hans. Hann sagði þó að honum yrði ekki skotaskuld úr því að skera listann verulega niður. Enda verða það ekki nema 10 lög sem komast áfram af hvoru undanúrslitakvöldi, þannig að þau eru á réttu róli svona að meðaltali. Niðurstaða þeirra skötuhjúa er þessi:

Helga valdi:

San Marino með lagið Complice

Noreg með lagið Hold on be strong

Írland með lagið Irlande douze points

Andorra með lagið Casanova

Armenía með lagið Quele Quele

Holland með lagið Your heart belongs to me

Rúmenía með lagið On the edge of the world

Rússland með lagið Believe

Grikkland með lagið Secret Combination

Og Valgeir valdi:

San Marino með lagið Complice

Belgía með lagið O Julissi

Slovenia með lagið Vrag naj vzame

Noregur með lagið Hold on be strong

Írland með lagið Irlande douze points

Andorra með lagið Casanova

Armenia með lagið Qele Qele

Holland með lagið Your heart belongs to me

Finnland með lagið Missa miehet ratsastaa

Rúmenía með lagið On the edge of the world

Rússland með lagið Believe

Grikkland með lagið Secret Combination

Helga og Valgeir voru sammála um að gríska lagið væri það besta á fyrra undanúrslitakvöldinu. Við hvetjum hlustendur til að fylgjast með okkur næsta þriðjudag þegar lögin á seinna úrslitakvöldinu lenda undir smásjánni. Þar á meðal íslenzka framlagið This is my life

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Góðan bata...

Kris 

...gamli vinur.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Kunnur breskur leikari slasaðist í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsið í Rödd Alþýðunnar

Í fyrramálið kl. 7 verður Rödd Alþýðunnar, Bloggþátturinn á Útvarpi Sögu, á dagskrá eins og alla mánu- og miðvikudaga. Meðal gesta verður Skúli Skúlason sem nýlega var gert að loka hjá sér bloggsíðu á mbl.is vegna ásakana um atlögur að islam. Ásamt honum kemur Guðsteinn Haukur Barkarson sem ætlar að tjá sig um meinta ritskoðun á blogginu, og um málfrelsið almennt.  Það er óhætt að lofa lesendum hér, og hlustendum þar snörpum og skemmtilegum umræðum um grundvöll mannréttinda, hvað svo sem fólki kann að finnast um lokunina á bloggi Skúla Skúlasonar.

Auðvitað verður tekið á fleiri málum á morgun, við fáum að heyra í þingmanni sem lætur sig málefni öryrkja og aldraðra miklu máli skipta. En auðvitað verður léttleikinn ekki langt undan heldur, enda nokkurskonar auka föstudagur, meistari Jón Kr. Ólafsson kemur í heimsókn við annan mann, þannig að það borgar sig svo sannarlega að hlusta.

Munið að stilla á Útvarp Sögu í fyrramálið kl. 7.


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki kemur fram í fréttinni

Strax að loknum viðræðum Abbasar við Ólaf Ragnar Grímsson mun George Bush dansa fyrir þá félaga. Hann mun vera búinn að æfa dansinn sem hann kallar "Dance of Peace - a little piece of Israel" í tæpt ár og telur sig vera búinn að ná fullkomnum tökum á þeim hreyfingum sem framkvæma þarf til að fullkomna dansinn.

Að sögn forsetaskrifstofu hlakka menn mikið til að berja dansinn augum.


mbl.is Abbas á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu plebbi?

 

Fylgistu með kosningavökum til að sjá skemmtiatriðin?

Ert þú vandræðalegur innan um vangefið fólk?

Ferðu út á bensínstöð til þess eingöngu að skoða grill?

Viti menn, þú ert strax orðinn gott efni í plebba.


mbl.is Ástarleikurinn barst út á bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Særandi, illgirnislegt og óviðeigandi

RogerOld 

Ég hafði hugsað mér að nota myndina sem fylgir þessarri færslu með Ljóði dagsins hér að neðan. En þá uppgötvaði ég í hugskoti mínu að hún gæti verið særandi, illgirnisleg og algerlega óviðeigandi. Þannig að ég ákvað að hætta ekki á að verða bannaður hér og birti öllu hugglegri mynd af viðfanginu, leikaranum Roger Moore.

Ég var nefnilega að komast á snoðir um það hér: http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ að það styttist óðum í að allar skopmyndir og háðsádeila verða bönnuð (allavega á moggablogginu og þá styttist í að fleiri bregðist við með sama hætti). Ástæðan virðist vera sú að einhver sérfræðingurinn var að uppgötva að slíkar myndir gætu hugsanlega sært eða móðgað einhvern. Nú hljóta ljóskubrandararnir, brandararnir um klaufsku karlmanna, hafnfirðinga, Árna Johnsen, pólverja, finna, ameríkana, lækna, bankamenn, drauga, dýr, fína fólkið, forngripi, íþróttir, lögfræðinga, hótel, jólin, leikara, foreldra, sálfræðinga, lögguna, Guð og Jesú og síðast en ekki síst múslíma (þorði ekki að segja þetta mjög hátt) að heyra sögunni til.

Mikið rosalega verður þetta tómlegur heimur sem við lifum í eftir það. En öllu skal fórnað á altari pólitískrar rétthugsunar, út með allt sem gæti hugsanlega valdið einhverjum tilfinningaviðbrögðum hjá okkur, hvort sem það er gleði, sorg, hatur eða ást.

Það má vissulega glotta að þessari mynd en hún er engu að síður meiðandi. Eða hvað?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband