Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Ríkisstjórnin
31.3.2008 | 13:39
Fangi stunginn með sporjárni í rasskinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er reynsla fánýti?
31.3.2008 | 11:14
Byr hefur gert starfslokasamning við fjórtán konur á miðjum aldri frá áramótum. Níu þessara kvenna eru á sextugsaldri og hafa lengi starfað hjá fyrirtækinu.
Það er talað um að þessar konur hafi fengið starfslokasaming en ég spyr nú bara hvað er það annað en uppsögn," segir Valgerður Marinósdóttir, sem í fjörutíu ár starfaði hjá sparisjóðunum sem nú eru sameinaðir undir heitinu Byr. Þessar uppsagnir voru í raun eins og aftaka fyrir margar af þessum konum. Þetta kom líka mjög í bakið á þeim því þegar titringur var að myndast í bankageiranum sannfærðu yfirmennirnir fólk um að það þyrfti engar áhyggjur að hafa og réðu inn ungt fólk í fyrirtækið þannig að allt virtist í lagi. Svo gerist þetta og mér þykir það sýna að þessir ungu menn virðast ekki vilja hafa svona kerlingar við störf sama hvað við gerum," segir Valgerður.
Já, reynslan er einskis virði.
Bylting!
28.3.2008 | 13:58
Eins og fólk hefur hugsanlega orðið vart við hefur gengi krónunnar hríðfallið á undanförnum vikum. Í kjölfarið hafa ýmsar nauðsynjar og ónauðsynjar hækkað mikið í verði og eiga að sögn eftir að hækka meira. Það sem hefur líka gerst og er kannski skelfilegasti fylgifiskur þessarra gengisbreytinga fyrir heimilin í landinu er hækkunin á gengistryggðu lánunum sem ótalmargir hafa verið að taka undanfarin ár, hvort sem það er til íbúða- eða bifreiðakaupa. Sumir tóku meira að segja svona lán til að kaupa sér hlutabréf, sem flest hafa hríðfallið í verði á sama tíma og gengið féll. Í sumum tilfellum virðist vera sem höfuðstóll slíkra lána hafi hækkað upp undir 50% á þessu tímabili, og greiðslubyrðin um það sama þar með. Mörg heimili í landinu eru á barmi taugaáfalls og jafnvel gjaldþrots ef svona heldur áfram og gengi krónunnar styrkist ekki. Vaxtahækkun Seðlabankans hafði einhver áhrif fyrsta daginn til styrkingar krónunnar en hún hefur veikst allmikið í dag, þannig að ástandið lítur ekki vel út fyrir almenning.
Einhverjir græða þó á þessu; bankarnir sjálfir sem seðlabankastjóri einn ónefndur hefur ýjað að að standi að einhverju leyti að baki þessu hruni krónunnar með miklum viðskiptum með krónur. Peningaeigendurnir eru að sjálfsögðu að reyna að tryggja peningana sína með öllum mögulegum ráðum. Skítt með pakkið. Þjóðina. Jafnvel hagnast kaupmenn og viðskiptajöfrar sem hækka gamla lagera í kjölfar gengissveiflunnar. Svo má ekki gleyma því að ríkissjóður, hvers forkólfar þegja næfurþunnu hljóði yfir þessum atburðum öllum og kalla til ekki-funda í gríð og erg, hagnast líka á þessu. Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti munu aukast töluvert, t.d. reiknaði FÍB út að hagnaður ríkisins af hækkun eldsneytisverðs undanfarið ár væri 2700 milljónir króna.
Hverjir borga brúsann? Við! Neytendur - fólkið og fjölskyldurnar súpa seyðið af þessu öllu en enginn segir neitt. Ekki upphátt. Nema nokkrir trukkakallar og kellur sem kalla ekki allt ömmu sína. Í öðrum þjóðfélögum sem horfðust í augu við almennt hrun hjá ótrúlegum fjölda venjulegra fjölskyldna yrðu læti. Uppþot. Jafnvel bylting. En við steinþegjum og vonum að það verði eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu um helgina.
Verðum við ekki að standa upp og krefjast viðbragða, lausna? Verðum við ekki að heimta að heildargjaldþroti íslensku þjóðarinnar verði forðað? Eða eigum við kannski skilið að fara á hausinn öll sem eitt?
Ég held ekki!
Óku á 3 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er mikið til í þessu
11.3.2008 | 21:48
Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41.
Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu.
Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.
Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?
Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.
Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.
Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?
Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara.
Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern vegin mín sök.
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.3.2008 kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig er með birgðir??
20.2.2008 | 12:31
Yfirleitt hefur reyndin verið sú að þegar olía lækkar á mörkuðum eru allt í einu til svo ógurlega miklar birgðir eldsneytis í landinu að ekkert svigrúm er til lækkana. Nú hækkar eldsneyti á mörkuðum og íslensku olíufélögin dansa með, á hverjum degi í takt við hækkunina. Eru þá engar birgðir í landinu og nýjar sendingar að koma á hverjum degi, eða eru olíufélögin að borga af síðustu sendingum á hverjum degi á nývirði hvers dags? Ég bara spyr, því ég get engan veginn skilið þessar endalausu hækkanir hérna heima.
Og hvenær ætlar ríkisstjórnin að lækka álögur sínar á þessa nauðsynlegu dropa? Eða er kominn tími til að við tökum höndum saman og hættum að nota ökutækin okkar? Mér var að detta eitt í hug sem gæti reyndar valdið þeim sem það framkvæma ákveðnum vandræðum og útgjöldum. Það væri að keyra þangað til bíllinn verður eldsneytislaus og skilja hann bara eftir þar sem hann stendur. Þetta gæti hundvirkað ef nógu margir þora að taka þátt í þessu. En eins og ég sagði - þá getur þetta kostað vesen.
En kannski viljum við bara vera laus við vesen og láta allt yfir okkur ganga...
Bensínverð aldrei verið jafnhátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Huggun harmi gegn
19.2.2008 | 09:13
Svona til að minnka tregann yfir því að Keira kom (hugsanlega) ekki verð ég að segja ykkur frá því að Kelly McKnightley varði Valentínusardeginum hér á landi, en kærasti hennar Robert McFerrin, sem vinnur á póstdreifingarmiðstöðinni í Perth kom henni rækilega á óvart með að bjóða henni hingað.
Þau dvöldu á gistiheimilinu Svöluhreiðrinu, fóru á American Style og Players og skemmtu sér víst konunglega á Íslandi. Robert keypti handa henni litla Grýlu-styttu í Rammagerðinni og hún gaf honum knús.
Þau eru að hugsa um að koma hingað aftur eftir svona tuttugu ár þegar þau hafa náð að safna sér fyrir annarri ferð hingað. Þeim fannst nefnilega pínulítið dýrt að dvelja hér.
Kom Keira Knightley ekki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rödd Alþýðunnar
9.2.2008 | 08:59
Ertu bloggari? Viltu taka þátt í umræðunni? Hjálpaðu okkur við að taka púlsinn á því sem er að gerast í heiminum, hvort sem er heima eða erlendis. Ef þú vilt koma þínu á framfæri við Rödd Alþýðunnar - bloggþáttinn á Útvarpi Sögu, sendu okkur póst á saga@utvarpsaga.is eða markusth@internet.is
Rödd Alþýðunnar má aldrei þagna - Bloggþátturinn á Útvarpi Sögu