Færsluflokkur: Tónlist

Sálin hans Jóns míns

Einu sinni bjuggu saman karl og kerling; var karlinn heldur ódæll og illa þokkaður og þar að auki latur og ónýtur á heimili sínu; líkaði kerlingu hans það mjög illa, og ámælti hún honum oftlega og kvað hann eigi duga til annars en sóa því út, er hún drægi að, því sjálf var hún síúðrandi og hafði alla króka í frammi til þess að afla þess, er þurfti, og kunni jafnan að koma ár sinni fyrir borð við hvern, sem um var að eiga. En þótt þeim kæmi eigi vel saman í sumu, unni þó kerling karli sínum mikið og lét hann ekkert skorta. Fór nú svo fram lengi.

En eitt sinn tók karl sótt og var þungt haldinn. Kerling vakti yfir honum; og er draga tók af karli, kemur henni til hugar, að eigi muni hann svo vel búinn undir dauða sinn, að eigi sé vafamál, hvort hann nái inngöngu í himnaríki. Hún hugsar því með sér, að það sé ráðlegast hún reyni sjálf að koma sál bónda síns á framfæri. Hún tók þá skjóðu og hélt henni fyrir vitin á karli, og er hann gefur upp öndina, fer hún í skjóðuna, en kerling bindur þegar fyrir. Síðan fer hún til himna og hefur skjóðuna í svuntu sinni, kemur að hliðum himnaríkis og drepur á dyr. Þá kom Sankti Pétur út og spyr, hvað erindi hennar sé. "Sælir nú," segir kerling, "ég kom hingað með sálina hans Jóns míns; þér hafið líklega heyrt hans getið, ætla ég nú að biðja yður að koma honum hérna inn." "Jájá," segir Pétur; "en því er verr, að það get ég ekki; reyndar hef ég heyrt getið um hann Jón þinn, en aldrei að góðu." Þá mælti kerling: "Það hélt ég ekki, Sankti Pétur, að þú værir svona harðbrjóstaður, og búinn ertu nú að gleyma, hvernig fór fyrir þér forðum, þegar þú afneitaðir meistara þínum." Pétur fór við það inn og læsti; en kerling stóð stynjandi úti fyrir.

En er lítil stund er liðin, drepur hún aftur á dyrnar, og þá kemur Sankti Páll út. Hún heilsar honum og spyr hann að heiti; en hann segir til sín. Hún biður hann þá fyrir sálina hans Jóns síns; en hann kvaðst eigi vilja vita af henni að segja og kvað Jón hennar engrar náðar verðan. Þá reiddist kerling og mælti: "Þér má það, Páll; ég vænti þú hafir verið verðari fyrir náðina, þegar þú forðum varst að ofsækja guð og góða menn. Ég held það sé best, að ég hætti að biðja þig." Páll læsir nú sem skjótast.

En er kerling ber í þriðja sinn að dyrum, kemur María mey út. "Sælar verið þér, heillin góð," segir kerling, "ég vona þér lofið honum Jóni mínum inn, þótt hann Pétur og hann Páll vilji eigi lofa það." "Því er miður, góðin mín," segir María, "ég þori það ekki, af því hann var þvílíkt ótæti, hann Jón þinn." "Og ég skal ekki lá þér það," segir kerling, "ég hélt samt þú vissir það, að aðrir gæti verið breyskir, eins og þú; eða manstu það nú ekki, að þú áttir eitt barnið og gast ekki feðrað það?" María vildi ekki heyra meira, heldur læsti sem skjótast.

Í fjórða sinn knýr kerling á dyrnar. Þá kom út Kristur sjálfur og spyr, hvað hún sé að fara. Hún mælti þá auðmjúk: "Ég ætlaði að biðja þig, lausnari minn góður, að lofa vesalings sálinni þeirri arna inn fyrir dyrnar." Kristur svaraði: "Það er hann Jón, - nei, kona; hann trúði ekki á mig." Í sama bili er hann að láta hurðina aftur, en kerla var þá eigi sein á sér, heldur snaraði hún skjóðunni með sálinni í inn hjá honum, svo hún fauk langt inn í himnaríkishöll, en hurðin skall í lás. Létti þá steini af hjarta kerlingar, er Jón var eigi að síður kominn í himnaríki, og fór hún við það glöð heim aftur, og kunnum vér eigi meira frá henni að segja né heldur, hvernig sál Jóns reiddi af eftir það.

En við vitum allt um það:

http://www.youtube.com/watch?v=wPOhyAEN0J8


Ég heiti Markús og ég er Eurovision nörd

Já, ég viðurkenni það fúslega. Ég er yfirlýstur Eurovision nörd. Af einhverri dularfullri ástæðu fíla ég þessa ofur hallærislegu keppni alveg í tætlur. Hér í gamla daga (æm óld) var gaman að fylgjast með þeim mikla metnaði sem oft lá að baki framlaga þjóðanna en ég sakna þó svona yfirmáta hallærislegra keppnismyndbanda sem voru eins og kynningarmyndband frá ferðamálaráði viðkomandi lands - nú um stundir er bara boðið upp á uppstoppaða kalkúna á sviði eða eista (þjóðina en ekki líffærið) í sjóræningjabúningum og alvaran og keppnisskapið hefur að eins vikið. Eða hvað?

Frá upphafi var mikið lagt í keppnina af hálfu þeirra þjóða sem tóku þátt. Hljómsveitir sem ætluðu að meika það reyndu hvað þær gátu að taka þátt  í Eurovision. Meira að segja fólk eins og Cliff Richard, Olivia Newton-John, Lulu og Julio Iglesias sýndu hvað í þeim bjó með þátttöku í Eurovision. Abba gerði tvær atrennur að keppninni, sem var sannarlega stökkpallur fyrir tónlistarmenn í tónlistarheiminn. Svo breyttist eiginlega allt eins og hendi væri veifað þegar MTV varð til, snemma á níunda áratugnum. Þá varð til grundvöllur fyrir flytjendur að koma tónlist sinni á framfæri með nýjum og öflugum hætti. Um tíma voru menn  meira að segja að velta því fyrir sér í alvöru að leggja keppnina af. Árið 1997 breyttist svo allt aftur. Það má segja að símakosningin, þeas bein þátttaka áhorfenda heima í stofu hafi blásið nýju lífi í Eurovision. Til gamans má segja frá því að Páll Óskar fékk enga náð fyrir augum hinna hefðbundnu dómnefnda en halaði inn haug af stigum í símakosningunni.

Keppnin er alltaf að þróast, eins og núna eru tvær undankeppnir því það eru bara 5 þjóðir öruggar á úrslitakvöldinu, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Spánn ásamt sigurvegara síðasta árs Serbíu. Tíu þjóðir komast áfram úr hvorri undankeppni og þeim hefur verið stillt upp þannig að minni hætta verði á nágranna og vinaþjóðakosningu en verið hefur. Ísland keppir á seinna undanúrslitakvöldinu 22. maí og mætir þar m.a. Danmörku, Hvíta-Rússlandi, Tyrklandi og Albaníu. Aserbadjsan og San Marino eru að taka þátt í fyrsta skipti í ár og keppa á fyrra kvöldinu. Við skulum vona að þetta nýja fyrirkomulag blási nýju lífi í keppnina, ekki veitir af, eftir allt umtalið um svindl og svínarí í atkvæðagreiðslum.

Verst er að hinn bráðskemmtilegi norræni spekingaþáttur verður sennilega ekki á dagskrá þetta vorið. Þar var alltaf hægt að ganga að áhugaverður nördapælingum vísum. En vonandi snýst mönnum hugur og hætta við að hætta við að hætta....


mbl.is Evróvisjónáhugi sem aldrei fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð dagsins

Boten Anna
Jag känner en bott, hon heter Anna, Anna heter hon
Och hon kan banna, banna dig så hårt
Hon röjer upp I våran kanal
Jag vill berätta för dig, att jag känner en bott
Jag känner en bott, hon heter Anna, Anna heter hon
Och hon kan banna, banna dig så hårt
Hon röjer upp I våran kanal
Jag vill berätta för dig, att jag känner en bott
Som alltid vaktar alla som är här
Och som ser till att vi blir utan besvär
Det finns ingen take-over som lyckas
Kom ihåg att det är jag som känner en bott
En bott som ingen, ingen annan slår
Och hon kan kicka utan att du får
Hon gör sig av med alla som spammar
Ja, inget kan slå våran bott
(Ready for take off)
(Are you ready?)
Jag känner en bott, hon heter Anna, Anna heter hon
Och hon kan banna, banna dig så hårt
Hon röjer upp I våran kanal
Jag vill berätta för dig att jag känner en bott
Då kom den dagen, jag inte trodde fanns,
Det satte verkligen kanalen ur balans
Jag trodde aldrig att jag hade så fel
Men när Anna skrev och sa:
"Jag är ingen bott
Jag är en väldigt, väldigt vacker tjej"
Som nu tyvärr är väldigt främmande för mig
Men det finns inget som behöver förklaras
För I mina ögon är hon alltid en bott
Jag känner en bott, hon heter Anna, Anna heter hon
Och hon kan banna, banna dig så hårt
Hon röjer upp I våran kanal
Jag vill berätta för dig att jag känner en bott
Som alltid vaktar alla som är här
Och som ser till att vi blir utan besvär
Det finns ingen take-over som lyckas
Kom ihåg att det är jag som känner en bott
En bott som ingen, ingen annan slår
Och hon kan kicka utan att du får
Hon gör sig av med alla som spammar
Ja, inget kan slå våran bott
(Ready for take off)
(Are you ready?)

Maðurinn er snillingur

Takk fyrir að vera til, Ómar Ragnarsson.
mbl.is Ómar rímar við Kírgistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision lokafærsla - í bili

Eigum við að gamni að fara yfir þau lög og flytjendur sem við Íslendingar höfum sent í Eurovision keppnina og hvernig okkur hefur gengið hingað til?  Skoðum þetta aftur á bak:

2008 - This is my life - Eurobandið - keppir í síðari undanúrslitaþætti 22.maí næstkomandi.

2007 - Valentine Lost - Eiríkur Hauksson - 13.sæti undanúrslita með 77 stig.

2006 - Congratulations - Silvia Night - 13. sæti undanúrslita með 62 stig.

2005 - If I had your love - Selma Björns - 16.sæti undanúrslita með 52 stig.

2004 - Heaven - Jónsi - 19. sæti með 16 stig.

2003 - Open your heart - Birgitta Haukdal - 8. sæti með 81 stig.

2002 - Vorum við ekki með.

2001 - Angel - Two Tricky - 22. sæti með 3 stig.

2000 - Tell me - Einar Ágúst & Telma - 12. sæti með 45 stig.

1999 - All out of luck - Selma Björns - 2. sæti með 146 stig.

1998 - Vorum við ekki með.

1997 - Minn hinsti dans - Páll Óskar - 20. sæti með 18 stig (öll fengin frá þjóðum sem kusu með símakosningu).

1996 - Sjúbídú - Anna Mjöll Ólafsdóttir - 13. sæti með 51 stig.

1995 - Núna - Björgvin Halldórsson - 15. sæti með 31 stig.

1994 - Nætur - Sigga Beinteins - 12. sæti með 49 stig.

1993 - Þá veistu svarið - Ingibjörg Stefánsdóttir - 13. sæti með 42 stig.

1992 - Nei eða Já - Sigga Beinteins & Sigrún Eva - 7. sæti með 80 stig.

1991 - Draumur um Nínu - Stebbi & Eyvi - 15. sæti með 26 stig.

1990 - Eitt Lag enn - Stjórnin - 4. sæti með 124 stig.

1989 - Það sem enginn sér - Daníel Ágúst - 22. sæti með ekkert stig.

1988 - Þú og Þeir (Sókrates) - Sverrir Stormsker & Stefán Hilmarsson - 16. sæti með 20 stig.

1987 - Hægt og Hljótt - Halla Margrét - 16. sæti með 28 stig.

1986 - Gleðibankinn - ICY - 16. sæti með 19 stig.

Og eigum við ekki að láta vangaveltum um Eurovision lokið fram í maí?


Veðmálið

0socrates0Palli2Hann var nú alveg ágæt skemmtun, þessi löngu tímabæri lokaþáttur Laugardagslaganna. Gísli var ekkert alltof pínlegur og Ragnhildur Steinunn var í eftirtektarverðum kjól. Selma lék Silvíu Nótt ágætlega og Eyvi var ágætur Grétar Örvars. Annað kom nú ekki neitt verulega á óvart. Nema kannski Stefán Hilmarsson...

Eða hvað? 

Málið er nefnilega það, að nú skuldum við Sverrir Stormsker Páli Óskari sinn hvorn konfektkassann nr. 5 frá Nóa Síríus. Hann var sá eini okkar sem hafði rétt fyrir sér um hver hefði sigur í þessarri umdeildu keppni eftir viðtalið í Síðdegisútvarpi Útvarps Sögu síðastliðinn föstudag. Það kom svosem ekki á óvart að þau þrjú lög sem tróndu á toppnum skyldu gera nákvæmlega það. Röðin á þeim kom afturámóti (hugsanlega) mörgum í opna skjöldu, ég held að flestir hefðu veðjað á sigur Merzedes Club og Hey-lagsins Hó, það gerði Sverrir allavega. Ég veðjaði á sigur Doktoranna tveggja, kannski meira af vilja en mætti.  En Palli stóð með sínu fólki og uppskar eftir því. Nú á hann von á tveimur risastórum og rándýrum konfektkössum að launum fyrir það. Það verður að hrósa íslenzku þjóðinni fyrir að stuðla að því að Palli fengi konfektið sitt með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni.  Palli fær allavega slikkeríið í næstu viku. Kannski í beinni.

Nú verður bara að vona að Eurobandið standi sig í Serbíu og hverfi ekki innan um svipaða flytjendur með keimlík lög. Krossleggjum fingur og vonum það besta!

Ef illa gengur gætum við leitað til Stefáns Hilmarssonar í Vogunum að ári, hann virtist luma á ágætis lagi. Það þarf bara aðeins að vinna í textanum.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að verða vitlaust

Nú hefur þeim Merzedes Club liðum borist liðsinni frá þekktu fólki. Myndband þar sem Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson lýsa yfir stuðningi við lagið er nú að finna á YouTube.

Egill  Einarsson, einn forsprakka sveitarinnar, segir þá félaga afar hrifna af laginu, enda sé það stórgott, með afar grípandi texta.

Þeim Merzedes-mönnum er full alvara með framlaginu, og leiðist samanburðurinn við Silvíu Nótt. „Við leggjum mikinn metnað í þetta. Við ætlum ekkert að haga okkur eins og fífl þarna úti og verða þjóðinni til skammar" segir Egill, sem ætlar alla leið með lagið. „Eurovision 2009 verður haldið í Kórnum í Kópavogi ef við förum út."

Metnaðurinn nær ekki bara til söngæfinga og tónlistanáms. „Liturinn þarf að smella. Við vorum of brúnir síðast og ætlum ekki að láta það ekki gerast aftur," segir Egill, sem hefur þó langt því frá lagt vaxtarræktarbrúnku brúsann frá sér. „Það var ein umferð í gær, ein í dag, og önnur á morgun," segir Egill um smurningsáætlunina. Hann bætir við að það sé þó helmingi minna en síðast.

Hvert verður framlag Íslendinga í Eurovision 2008?

0palli0sverrirFramlag íslendinga í Eurovision verður valið í Laugardagslögunum næstkomandi laugardagskvöld. Eins og vanalega hafa allir skoðun á keppninni, og hvaða lag er best til þess fallið að keppa í þessarri söngvakeppni allra söngvakeppna.

En hver sem verður fyrir valinu verðum við öll meira og minna spennt fyrir keppninni.

Til að ræða málin fæ ég Sverri Stormsker og Pál Óskar til að spjalla, í síðdegisútvarpinu á Sögu milli kl. 16 og 18 á m orgun. Þeir verða hressir!


Rammfalskt...

0ABBAWaterloo...samt skemmtilegt. Ég hef nú lúmskan grun um að þjóðarsálin, hvaða fyrirbæri það svosem er, sé búin að ákveða að þetta lag beri sigur úr býtum á laugardaginn kemur. Og ef ekki Hey hey hey þá gæti hugsanlega sjómannalag þeirrar Doktoranna, Spock og Gunna unnið. Þriðja lagið sem virðist vera í uppáhaldi er svo lagið með Júróbandinu. Þessi þrjú eru sennilega líka þau lög sem eru nógu skrýtin, eða nógu 21.aldar-eurovision-leg til að ná athygli þeirra sem greiða að lokum atkvæði í stóru keppnunum. Svo má auðvitað lengi deila um það hvort það séu betri lög í keppninni, sem eigi frekar skilið að hafa sigur. Það skiptir bara ekkert alltaf máli.

Næstkomandi föstudag 22.febrúar mun ég verða með Eurovision upphitun í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu. Þangað koma góðir gestir og spá í niðurstöðurnar á laugardaginn, við stiklum á stóru í þátttökusögu okkar Íslendinga sem hófst 1986 með Gleðibankanum, og síðar með lögum eins og Sókrates, Eitt lag enn, Nínu, Núna, Minn hinn hinsti dans, All out of luck, Congratulations og Valentine's lost. Við ætlum líka að spá í möguleika okkar í keppninni og ef tími vinnst til fá hlustendur að greiða atkvæði um hvaða lag þeir vilja sjá áfram fyrir Íslands hönd.

Megi sigurstranglegasta lagið vinna!


mbl.is Hey Hey Hey heillar útgáfurisann EMI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalli Tomm

0kallitomm...ekki leikurinn, heldur maðurinn, var gestur í Rödd Alþýðunnar í morgun. Hann talaði auðvitað aðeins um leikinn góða. Ef einhver fattar ekki hvað ég á við með því er þetta leikur sem hefur gengið hér á blogginu og gengur út á það að einn hugsar sér mann og aðrir reyna að giska á hvern átt er við. Það vita allir hvað þetta er.

Svo töluðum við að sjálfsögðu um Gildruna, stjórnmálin og Mosfellsbæ. Að ógleymdu öllu hafaríinu í kringum Álafoss-kvosina á sínum tíma. Sem var að sögn Karls ekkert raunverulegt hafarí heldur byggt á misskilningi. Enda vegurinn á góðri leið með að klárast og á að verða tilbúinn síðsumars.

Kalli Tomm er  jafnskemmtilegur og bloggið hans bendir til.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband