Færsluflokkur: Bloggar

Snillingurinn

0BowieImanDavid Robert Jones er fæddur árið 1947, þann 8. janúar nánar tiltekið. Sama dag og Elvis Presley og André Bachmann. Hann hefur verið viðriðinn tónlist jafnlengi og ég hef verið til, og hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni. Hann hefur aldrei verið hræddur við að prófa eitthvað nýtt og yfirleitt verið á undan sinni samtíð í tónlistarsköpun, og aldrei látið segja sér hvernig hann á að gera hlutina.

Hann er kvæntur sómölsku ofurfyrirsætunni Iman, en í upphafi ferilsins og langt fram á 9. áratuginn voru menn eitthvað að velta fyrir sér kynhneigð kappans. Enda gerði hann dálítið út á það að vera ekki eins og fólk er flest (eða var flest á þeim tímum).

Árið 1966 breytti hann nafni sínu því margir rugluðu honum saman við Davy Jones úr The Monkees. Nafnið Bowie varð fyrir valinu í höfuðið á hetjunni Jim Bowie sem barðist í orrustunni um Alamo. 

David Bowie hefur haft gríðarleg áhrif í sköpun sinni og hefur til allrar hamingju mjög sjaldan misst flugið. Snemma á ferlinum var hann á sömu línu og margir ungir menn á hans tíma, samdi beat tónlist og söng blús. Það var svo árið 1969 að hann öðlaðist frægð með laginu um majórinn Tom sem fór í geimferð; Space Oddity. Áttundi áratugur síðustu aldar einkennist af ákveðinni tilraunastarfsemi og hlutverkaleikjum. Þá urðu líka einhverjar bestu plötur tónlistarsögunnar til, eins og glamrokk platan um Ziggy Stardust, Soul platan Young Americans og Berlinarsnilldarverkin Low og Heroes.  Ég gæti auðvitað talið upp allt sem hann gerði á þessum tíma, því að mínu mati ber hvergi skugga á, alveg frá Hunky Dory frá 1971 til Ashes to Ashes frá 1980.  Reyndar er dálítið merkilegt að segja frá því að David Bowie sjálfur segist muna mjög lítið hvað hann var að gera á þessum tíma, sökum eiturlyfjavímu, en honum tókst sem betur fer að koma sér upp úr því.

Sumir hafa haft horn í síðu diskóplötunnar Let´s dance sem út kom 1983 sem Bowie vann að ásamt Nile Rodgers úr diskósveitinni Chic. Þó svo að platan sé kannski ekki með hans bestu verkum seldist hún gríðarlega vel og olli því að miklu fleiri kynntust meistara Bowie en ella hefði kannski orðið. Í kjölfar Let´s dance komu svo Tonight og Never let me down sem út kom 1987. Sumir segja að sú plata sé hans lélegasta en aðrir að þar sé vanmetnasta verk David Bowie á ferð.

Á þeim rúmu tveimur áratugum síðan sú plata kom út hefur hann gert eitt og annað í tónlist, án þess að ná kannski sömu hæðum í vinsældum og á níunda áratugnum, en hann hefur alltaf notið mikillar virðingar, einkum kannski fyrir að þora að prófa alltaf eitthvað nýtt. Það sýnir tildæmis rokkbandið Tin Machine sem starfaði á árunum 1989 til 1991 og sú staðreynd að engin af plötum hans frá 10. áratug síðustu aldar er eins. Þar gælir hann við raftónlist, jungle og drum´n´bass og fleira með ljómandi fínum árangri. Svo má ekki gleyma því að hann fyllti Laugardalshöllina árið 1996 og myndi án efa gera það aftur ef hann kæmi í heimsókn.

Seinasta plata Bowies kom út árið 2003, og heitir Heathen. Í kjölfar útgáfunnar fór hann í tónleikaferð sem varð reyndar styttri en ætlað hafði verið því kappinn þurfti að gangast undir minniháttar hjartaaðgerð um mitt ár 2004. Hann kennir þetta miklum reykingum og löngum ferðalögum. Hann virðist nú hafa náð sér ágætlega eftir þetta en hefur eins og fyrr sagði ekki gefið út stóra plötu síðan árið 2003. Hann hefur unnið með mörgum listamönnum síðan þetta var, tók til dæmis lagið á sviði með hljómsveitinni Arcade fire og með söngkonunni Aliciu Keys svo einhverjir listamenn séu nefndir. Hann söng tvö lög á tónleikum með David Gilmour úr Pink Floyd, og var annað þeirra Arnold Layne gefið út á smáskífu árið 2006.

Nú hefur hann ákveðið að aðstoða sönkonuna Scarlett Johanson og það er óneitanlega áhugavert að sjá og heyra niðurstöðuna úr því, enda verða flest lögin eftir annan snilling, Tom Waits.


mbl.is Bowie hjálpar Scarlett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan fellur fóturinn langt frá rúminu

0tim-steel_200x276Heather Mills, hélt framhjá Paul í hálft ár með kvikmyndagerðarmanninum Tim Steel.  Steel segir í viðtali að þau hafi meðal annars lesið skilaboð frá bítlinum ástfangna meðal þau lágu saman í rúminu 

Mills hafi verið algjörlega óþreytandi, og ástarleikirnir hafi verið fjórir - fimm á nóttu.

Ekki er víst að uppljóstranir Steel séu vel þegnar hjá Mills. Hjónin fyrrverandi eru að útkljá skilnað sinn, og standa nú yfir réttarhöld til að ákveða hve stóran hlut af hundrað milljarða auðæfum Pauls falla Mills í skaut.


mbl.is Mills hyggst flytja frá Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldur sá er á heldur

Þetta er útdráttur úr frétt á visi.is. Auðvitað eiga fullorðnir menn ekki að leggja hendur á börn, en stundum er uppivaðslan og dónaskapurinn þvílík að það getur orðið erfitt að hemja ungdóminn.  

Fjórtán ára stúlka þurfti að leita á slysadeild á laugardagskvöld eftir viðskipti sín við strætisvagnstjóra í Breiðholti. Foreldrar stúlkunnar hafa fengið áverkavottorð og hyggjast kæra vagnstjórann.

Þrjár stúlkur voru á leið í teiti með strætisvagni og létu nokkuð ófriðlega, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þær höfðu fætur sína uppi á sætum, sem hugnaðist vagnstjóranum ekki, auk þess sem áhöld voru uppi um það hvort skiptimiði var í gildi eða ekki.

Viðskiptum vagnstjórans við stúlkurnar lyktaði þannig að hann vísaði tveimur þeirra á dyr, hringdi á lögreglu og hélt þeirri þriðju fastri á meðan hann beið lögreglu. Að sögn vitna tók hann stúlkuna hálstaki, sat á henni til þess að hún hreyfði sig ekki og sneri upp á handlegg hennar.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang tóku þeir skýrslu af vagnstjóranum, sem settist síðan undir stýri og hélt för sinni áfram. Skýrslur voru síðan teknar af stúlkunum þremur og voru þær síðan sóttar af forráðamönnum.

Að sögn fósturföður stúlkunnar verður vagnstjórinn kærður fyrir athæfið. Það sjái á stúlkunni auk þess sem aðfarirnar hafi haft sálræn áhrif á hana. Hann segir móður stúlkunnar hafa kvartað yfir vagnstjóranum við Strætó bs. og hlotið góðar viðtökur.

Hvað finnst ykkur?


Frábær söngleikur

0spamalot...og góðir menn sem að baki standa, bæði frábærir húmoristar og mannvinir. Ég sá Spamalot í London í fyrra og hló allan tímann. Þetta var svo fyndið að ég gleymdi strax óþægilegum, þröngum leikhúsbekkjunum og háa miðaverðinu. Nei það var reyndar ekkert svo hátt. Mæli með þessu.
mbl.is Monty Python gerir ekki grín að Spears
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama?

Írski póstburðarmaðurinn Kelly McKnightley mun verja Valentínusardeginum, sem er næstkomandi fimmtudag, hér á landi, en kærasti hennar Robert McFerrin, sem vinnur á póstdreifingarmiðstöðinni í Perth mun hafa komið henni hrikalega á óvart með því að bjóða henni hingað.

„Það hljómar eins og þetta hafi kostað heil ósköp. Allavega meira en venjulegur póstburðarmaður hefur ráð á. Ég held að þetta hafi allt komið henni á óvart. Mér fannst hún reyndar frekar fúl yfir þessu því bjór er svo dýr á Íslandi og Guinness fæst varla,” sagði Gladys vinkona Kellýar sem vinnur líka á pósthúsinu.

Hún sagði kærustuparið gerði mikið af því að fara á afvikna staði í vinnunni til að njóta þess að vera saman, því Kelly býr í tveggja herbergja íbúð ásamt foreldrum sínum og 8 systkinum.  Hún er kaþólsk.

Parið kynntist þegar Kelly var að bera út póst á Bath Avenue í Perth árið 2005 og mun Róbert iðulega hafa raðað vitlaust í pokana hennar til að ná að kynnast henni. Kelly lýsti því nýlega yfir að þau hefðu ekki í hyggju að ganga í hjónaband á næstunni, og mun Róbert vera miður sín yfir því, því Kelly McKnightley ER kaþólsk.


mbl.is Knightley á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rödd Alþýðunnar talaði í morgun

Í Bloggþættinum á Útvarpi Sögu í morgun heyrðum við aðeins í henni Önnu Kareni Símonardóttur sem kallar sig Halkötlu. Hún bloggar um allskonar skrýtna hluti, eins og t.d. munasöfnun Kaþólsku kirkjunnar. Skemmtilegt spjall við Norðfirðinginn unga og knáa.

Á seinni klukkutímanum sátu þau Halla Rut og Gísli Freyr, bæði Moggabloggarar, hjá mér. Við töluðum um það sem efst er á baugi í þjóðfélaginu núna, eins og mál innflytjenda og REI málið ógurlega. Þau voru bæði mjög skelegg og skemmtileg og aldrei að vita nema ég plati þau í heimsókn aftur við tækifæri.

Ef þú ert bloggari sem vilt koma skoðunum þínum á framfæri í Rödd Alþýðunnar skaltu ekki hika við að hafa samband við mig.


Það var árið 2000 - Fyrir átta árum



Ennþá brennur mér í muna
meir en nokkurn skyldi gruna,
að þú gafst mér undir fótinn.
Fyrir sunnan Fríkirkjuna
fórum við á stefnumótin.

En ég var bara, eins og gengur
ástfanginn og saklaus drengur.
Með söknuði ég seinna fann, að
við hefðum getað vakað lengur
og verið betri hvort við annað.

Svo var það fyrir átta árum,
að ég kvaddi þig með tárum,
daginn sem þú sigldir héðan.
Harmaljóð úr hafsins bárum
hjarta mínu fylgdi á meðan.

En hver veit nema ljósir lokkar,
lítill kjóll og stuttir sokkar
hittist fyrir hinumegin.
Þá getum við í gleði okkar
gengið suður Laufásveginn.

       Tómas Guðmundsson

Til gamans...

Ég sá viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í gærkveldi, þar sem verið var að ræða ástandið í umferðinni í tengslum við veðurhaminn. Hann missti útúr sér að þeir hjá lögreglunni hefðu að gamni sínu komist að því að árekstrar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið öllu fleiri en vanalega. Man ekki alveg hvernig hann orðaði þetta en mér fannst það hálf ankanalegt. Gamnið sko.
mbl.is Um 300 árekstrar á viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ég

0garfield

Úti er alltaf að snjóa

0veturMér finnst nú yfirleitt mjög gaman þegar náttúruöflin gera vart við sig með þeim hætti sem þau hafa gert undanfarið. Það er búið að snjóa nokkuð hressilega í all nokkurn tíma, og snjókoman í nótt var alveg ekta. Það fór allt á kaf. Morguninn fór í að ýta bílum sem er alltaf ánægjulegt, einkum þegar maður er í svona góðu formi.

Mér finnst alltaf jafn magnað þegar menn reyna að leggja af stað út í umferðina á vanbúnum bílum, jafnvel afturhjóladrifnum sportbílum á sumardekkjum. Það er ekki nóg með að þeir sem láta sér detta slíkt í hug tefli sínu lífi og limum í hættu heldur er hættan sem samferðamönnum þeirra er búin jafnvel meiri. Þegar veðrið er eins og það er búið að vera undanfarið eiga menn bara að skilja bílinn eftir heima og taka leigubíl eða strætó.

Það er samt voða auðvelt að tala hátt um að taka strætó eða önnur almenningsfarartæki, því oft er nú ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum þegar veðrið verður svona. Það hverfa auðvitað flestir leigubílar og strætó gengur hægt og jafnvel illa.

Svo gerist ég bara bjartsýnn og vona að í kjölfar svona vetrar komi dásamlegt sumar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband