Færsluflokkur: Bloggar

Dýr væri Hafliði allur

Hvað skyldi þessi kona vera með í laun? Fjórar og hálf milljón fyrir 10 sekúndur gerir 27 milljónir á mínútu sem þýðir 1620 milljónir á klukkustund. Ef hún vinnur 8 tíma á dag gerir þetta 12.960 milljónir á dag.

Ég legg ekki í að reikna þetta lengra en er þetta ekki fullgróft.... ? Ha...?


mbl.is Útvarpskona höfðar mál gegn White Stripes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjöfin sem gleymdist...

... nei oj, þetta er of ósmekkleg hugmynd.
mbl.is Innpakkað lík fannst í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfseðils er þörf


Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.
"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér."

"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir apótekarinn, "jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér."

Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil."



Grunnur að nýrri ensk-íslenskri orðsambandabók

Stolið, stælt og skrumskælt:

1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar
Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki
dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til
skógar
26. Mountain handsome = fjallmyndarlegur
27. Are you from you = Ertu frá þér
28. What s on the small fish? - Hvað er á seyði


Sprengidagur

0sprengidagSprengidagur er á þriðjudegi 7 vikum fyrir páska. Kjötát á sprengidegi á rætur í kaþólskum sið enda var þetta síðasta tækifærið að borða kjöt fyrir föstuna. Helsti veislukosturinn var lengstum hangikjöt þar sem salt var af skornum skammti. Frá síðari hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð almenn í dag.

 

Enginn mátti nefna ket
alla föstuna langa;
hver það af sér heyra lét,
hann var tekinn til fanga.

Meiri fróðleik um sprengidag má lesa í bók Árna Björnssonar Saga daganna


Karl Væl

0hnifasettÉg hef aldrei horft á Sjónvarpsmarkaðinn, eða heitir það Vörutorg? Fyrr en í morgun.  Þá datt ég inn á þetta fyrirbæri fyrir hreina tilviljun. Þarna stóð skrækróma karlmaður og hvatti áhorfendur til að kaupa hitt og þetta eldhúsdót frá einhverjum Karli Væl, sem er líkast til frændi þess sem talaði ef marka mátti röddina. Væl var víst búinn að framleiða dótið síðan á 19. öld. Með góðum árangri að sögn. Karl Væl var meira að segja tilbúinn að veita þeim sem voru tilbúnir að kaupa græjurnar á stundinni, strax í dag, ábyrgð næstum fram á miðja 21. öldina. Þetta hljóta að vera góðir pottar og pönnur. Og meira að segja umhverfisvænir eins og vælandi karlinn benti nokkrum sinnum á í útsendingunni. Þarna var líka í boði hnífasett (ég ætla ekki einu sinni að segja Framsóknarflokkurinn). Ég held að Karl Væl hafi líka búið það til. Meginástæða áhorfenda fyrir að kaupa hnífana var ekki sú að þarna gætu þeir eignast flugbeitta hnífa sem bíta vel, jafnt á tómata sem nautasteikur, onei. Aðalástæða þess að fólk skyldi eignast hnífasettið var sú að þá myndi það slá svo rækilega í gegn í grillveislunum í sumar! Ég greip andann á lofti og hugsaði "Vá!"

En svo hugsaði ég hvort yfirborðsmennsku fólks væru engin takmörk sett og slökkti. Held ég kveiki ekki aftur.

 


Rödd Alþýðunnar - Mannanafnanefnd og réttindi transgender fólks

Síðan í október hefur mannanafnanefnd hafnað sex umsóknum um skráningar en samþykkt ellefu. Eiginnafninu Pia var hafnað þar sem það tekur ekki eignarfallsendingu og rithátturinn er ekki í samræmi við íslenska hefð.

0radio3 Rödd alþýðunnar - Bloggþáttur Útvarps Sögu verður á dagskrá í fyrramálið milli kl. 7 og 9. Þangað fæ ég góðan gest, Önnu K. Kristjánsdóttur sem ætlar að tala um réttindi transgender fólks, vandamál í sambandi við nafngiftir og fleira.  Anna skrifað góðan pistil um þetta mál á bloggið sitt í dag og eins í mars á síðasta ári. Í tengslum við þetta ætlum við að skoða reglur um mannanöfn á Íslandi og vitna í bloggfærslur í því sambandi.

Í þættinum verður auðvitað líka kíkt inn á fleiri blogg og fylgst með hvað fólk er að taka sér fyrir hendur í bloggheimum.

Stillið á Útvarp Sögu í fyrramálið milli klukkan 7 og 9.


mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórir strákar fá raflost...

 Örútgáfan með góða endinum:

Þeir hringdu í morgun og sögðu að Lilla væri orðin góð....


Aðilar íslenskunnar

Þessi frétt birtist á visi.is fyrir örskömmu:

James Spears faðir Britney Spears er nú lögráðaaðili yfir dóttur sinni og eigum hennar samkvæmt úrskurði dómstóls í Los Angeles.

Þarna er verið að búa til heljarlanga setningu sem hefði getað orðið helmingi styttri og skilmerkilegri:

Dómstóll í Los Angeles hefur skipað James Spears, föður Britney Spears lögráðamann dóttur sinnar.

Án þess að ætla að hljóma eins og málfarsfasisti þá hljómar setningin af vísisvefnum alveg hræðilega og ég get engan veginn skilið þessa aðilavæðingu tungumálsins.

Eða er þetta kannski bara nöldur?

 


Færeyjar

Tekið af Wikipedia 

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema ein, en mjög fátt fólk er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þar eð norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var Grímur kamban.

Höfuðborg Færeyja er Þórshöfn á Straumey (Streymoy) með rúmlega 20 þúsund íbúa. Heildaríbúafjöldi eyjanna er tæplega 50.000 (árið 2004). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en þeir hafa haft eigin sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 32 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðibarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.

Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband