Veldur sá er á heldur

Þetta er útdráttur úr frétt á visi.is. Auðvitað eiga fullorðnir menn ekki að leggja hendur á börn, en stundum er uppivaðslan og dónaskapurinn þvílík að það getur orðið erfitt að hemja ungdóminn.  

Fjórtán ára stúlka þurfti að leita á slysadeild á laugardagskvöld eftir viðskipti sín við strætisvagnstjóra í Breiðholti. Foreldrar stúlkunnar hafa fengið áverkavottorð og hyggjast kæra vagnstjórann.

Þrjár stúlkur voru á leið í teiti með strætisvagni og létu nokkuð ófriðlega, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þær höfðu fætur sína uppi á sætum, sem hugnaðist vagnstjóranum ekki, auk þess sem áhöld voru uppi um það hvort skiptimiði var í gildi eða ekki.

Viðskiptum vagnstjórans við stúlkurnar lyktaði þannig að hann vísaði tveimur þeirra á dyr, hringdi á lögreglu og hélt þeirri þriðju fastri á meðan hann beið lögreglu. Að sögn vitna tók hann stúlkuna hálstaki, sat á henni til þess að hún hreyfði sig ekki og sneri upp á handlegg hennar.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang tóku þeir skýrslu af vagnstjóranum, sem settist síðan undir stýri og hélt för sinni áfram. Skýrslur voru síðan teknar af stúlkunum þremur og voru þær síðan sóttar af forráðamönnum.

Að sögn fósturföður stúlkunnar verður vagnstjórinn kærður fyrir athæfið. Það sjái á stúlkunni auk þess sem aðfarirnar hafi haft sálræn áhrif á hana. Hann segir móður stúlkunnar hafa kvartað yfir vagnstjóranum við Strætó bs. og hlotið góðar viðtökur.

Hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Í takti við yfirskriftina þína... "... sjaldan veldur einn, þá tveir deila" en í þessu tilviki væri það kannski "... sá vægir sem vitið hefur meira"

Smá, Markús: > útdráttur (ekki úr... (það er að gera minna úr e-u)) þú veist, það er bara gaman að gauka svona að þeim sem eru góðir fyrir, hinir myndu hvort eð væri ekki kunna að nýta tilsögnina.

Beturvitringur, 13.2.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Argh já auðvitað. Þetta var eitthvað trufla mig.

Markús frá Djúpalæk, 13.2.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Búinn að leiðrétta, þakkir skalt þú hafa, Beturvitringur.

Markús frá Djúpalæk, 13.2.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband