Færsluflokkur: Bloggar
Enn ein ritskoðunin
19.5.2008 | 12:22
Eins og bloggarar eflaust muna var mikið fjallað um það fyrir um það bil mánuði þegar lokað var fyrirvarlítið á blogg Skúla Skúlasonar, eftir "ítrekaðar kvartanir" einhverra ótilgreindra einstaklinga. Margir bloggarar risu þá upp á afturfæturna og létu í ljósi andúð sína á ritskoðunarstefnunni sem mbl.is hélt uppi með þeirri ákvörðun, öðrum virtist finnast ritskoðunin eðlileg. Nú hefur leikurinn verið endurtekinn, að þessu sinni með lokun á möguleika bloggara eins til að tengja greinar sínar við fréttir. Þetta er ekki hægt að kalla annað en skoðanakúgun, að einhverjir geti komið því til leiðar að ákveðnar skoðanir séu kveðnar í kútinn með því einu að væla og kvarta undan þeim. Nú fer fyrir alvöru að verða spurning um að yfirgefa Moggabloggið.
Hér er síðasta bloggfærsla hans Óskars Helga Helgasonar þar sem hann greinir frá þessarri ákvörðun blog.is og mbl.is:
"Barst mér; í pósti, frá Mbl. kl. 10:28, í morgun !
''Ágæti bloggari.
Vegna endurtekinna kvartana hefur verið tekið fyrir að þú getir bloggað um fréttir á mbl.is
Kveðja,
blog.is''
Var nú reyndar; á útleið, hér af spjallsíðum, sökum margskonar annríkis, en,........... hvet ykkur öll; til að vanda sérstaklega frásagnir ykkar, um SANNLEIKANN, hverju sinni, því hann getur svo oft verið kvörturunum óþægilegur, sem mýmörg dæmin sanna.
Vonum; að þeim Hádegis móa mönnum og öðrum ''ritfrelsis vinum'' líði nú, nokkuð skár, þá þeim hefir tekist, að þagga niður í mér, að nokkru.
Heimurinn verður mun betri, þá við kjaftforir Kveldúlfs niðjar, erum útdauðir, eða það skyldum við ætla; gott fólk.
Hverjir hneykslast svo; á skoðanakúgun, eins og í gömlu Sovétríkjunum - Spáni - Kína, og í dag; hjá Mugabe gamla í Zimbabwe (gömlu Rhódesíu) - Búrma o. fl. plássum ? Vandið ykkur; mjög, í orðræðunni, svo Hádegis móa menn geti sofið svefni, hinna réttlátu, í framtíðinni.
Þakka ykkur öllum; samveruna og tryggð ykkar, við alla mína sérvizku, gegnum tíðina. Þessi síða hélt þó út; allt frá 29. Apríl 2007, og hlýtur að teljast nokkuð gott, í vaxandi ritskoðun ''lýðræðissinnanna''.
Árnesþingi 19. V. MMVIII "
Takið eftir því að athugasemdin til Óskars en undirrituð af blog.is, ekki manneskju, hvað veldur því? Hvað finnst bloggurum um þetta? Á bara að segja: Þetta stendur í reglum bloggsins og við verðum bara að vera stillt? Eða eigum við að rísa upp og mótmæla þessarri dusilmannlegu aðför að því að fá að hafa skoðanir?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Dregur úr viðskiptaferðum | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gestagangur í Rödd Alþýðunnar
14.5.2008 | 10:47
Það var gestkvæmt í Rödd Alþýðunnar í morgun. Skúli Helgason framkvæmdastjóri Samfylkingunnar kom og kynnti nýjan þátt þeirra sem hefst á Sögu á morgun. Eins og fólk eflaust man var Skúli einn af frumbýlingunum á Rás 2 í árdaga þeirrar stöðvar og starfaði við útvarp óslitið í 15 ár.
Við gerðum Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ rúmrusk á Englandi, hún var í fínu stuði, talaði um Eurovision, skrímslið Fritzl og margt fleira áhugavert.
Lára Hanna Einarsdóttir http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ sem hefur verið að berjast gegn virkjun á Ölkelduhálsi kíkti við og sagði frá sinni baráttu og því sem verið er að fórna á þessu fagra svæði fyrir skyndigróða.
Að lokum fengum við Dagbjörtu Rós Halldórsdóttur www.dagbjort-ros.bloggar.is og Olgu Helgadóttur í heimsókn, en sú síðarnefnda stendur fyrir stórtónleikum á NASA á morgun til að styrkja Dagbjörtu í hatrammri forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Einnig hefur Olga gengist fyrir fjársöfnun henni til handa sem gengur ágætlega, en betur má ef duga skal. Reikningsnúmerið hennar verður birt hér og á heimasíðu Útvarps Sögu www.utvarpsaga.is innan skamms.
Rödd alþýðunnar tekur næst til máls mánudagsmorguninn næstkomandi kl. 7.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dansar hvað?
13.5.2008 | 19:13
Dansar uppi á borði fyrir manninn sinn og vini hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Styttist í 100.000
28.4.2008 | 13:44
Þó ég sé nú ekki meðal þeirra allra vinsælustu styttist í að hundraðþúsundasti gesturinn kíki í kaffi. Nú sýnir teljarinn 86096 .. þannig að ef ég verð duglegur að blogga og þið dugleg að kíkja við gæti 100.000 gesturinn verið hér í byrjun júní.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér finnst...
28.4.2008 | 11:11
...þetta vera ein af þeim fréttum sem óþarfi er að hægt sé að blogga um.
Drottinn blessi gömlu konuna sem lést, og hjálpi hinum við að ná bata.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lést af völdum brunasára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gallinn fer honum vel...
26.4.2008 | 13:26
..flottur Ólafur!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hreinsunarátak í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pínulítið spúkí
22.4.2008 | 22:34
IP-tölur í dag: 666
Nei segi nú bara svona...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skrýtin tilfinning
20.4.2008 | 11:05
9 Finnar létu lífið í slysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvers virði er málfrelsið?
18.4.2008 | 09:42
Þau tíðindi hafa borist að moggabloggið hafi lokað á bloggara að því er virðist, ef marka má tíðindi af málinu, eingöngu vegna skoðana hans. Skoðana sem munu þó ávallt hafa verið vel rökstuddar og settar fram á málefnalegan hátt. Sem betur fer finnast þannig skrifarar, sem hafa skoðanir á málum og horfa gagnrýnum augum á samfélag sitt. Nú hlýt ég að spyrja hvort það sé stefna moggabloggsins að útiloka alla sem hafa skoðanir, eða hvort það verði bara sérvaldar skoðanir sem verða bannaðar. Eins væri gott að vita hvort það sé þeim hugnanlegast að moggabloggið verði byggt upp af lýsingum á bleyjuskiptum og barnauppeldi (sem er auðvitað allra góðra gjalda vert) og einu fréttirnar sem fólk þorir að skrifa um eru fréttir eins og þessi um þotuliðið í útlöndum.
Ef ritskoðun á að tíðkast verðum við bloggarar að fá ítarlegar leiðbeiningar um hvað má segja og hvað ekki, við þurfum að fá reglur um hvað er leyfilegt og hvað ekki, því það er meginstoð réttarríkisins. Menn verða að vita ef yfir þeim hangir refsing hvaða háttsemi er refsiverð. Það er grundvallaratriði. Við eigum heimtingu á að mbl.is og Morgunblaðið setji fram skýrar reglur um hvernig þeir ætlast til að menn skrifi hér. Er það ekki?
Í 73. grein Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands segir:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Moggabloggið slær líka sterkan varnagla og firrir sig í raun ábyrgð á skrifum bloggara með því að segja: Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Það þýðir að ef einstaklingi eða hópi manna finnst að sér vegið með orðum boggara skulu þeir leita réttar síns gagnvart viðkomandi skrifara, ábyrgðin er ekki Morgunblaðisins eða mbl.is.
Það er aldrei hægt að vera sammála öllum alltaf, sá sem þannig hegðar sér er ekki sjálfstæð manneskja. En ef moggabloggið heimtar að allir þeir sem hér skrifa syngi alltaf í sama kórnum eru dagar þess senn taldir. Fólk lætur ekki þagga niður í sér og finnur sér annan vettvang til að tjá sig, einn slíkur er í vinnslu og verður tilbúinn innan skamms, bloggið á heimasíðu Útvarps Sögu!
Britney borgar lögmönnum 28 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)