Færsluflokkur: Bloggar
Sumir draga sig í hlé
18.9.2008 | 10:25
Aðrir ekki. Þó á móti blási eru sumir svo miklir baráttumenn að þeir gefast aldrei upp. Ég minni á frjálsa bloggsvæðið hér: www.blekpennar.com sem var sett á laggirnar í kjölfar þess að stofnandanum Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur var bannað af blog.is að tengja sínar bráðskemmtilegu og kraftmiklu bloggfærslur við fréttir. Þetta er alvöru, kíkið inn.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Naomi Campbell íhugar að draga sig í hlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Klukkaður - þvílík örlög
7.9.2008 | 14:47
Doddi litli, vinur minn klukkaði mig, ég var svolitla stund að átta mig hvað hann átti við en kóperaði svo og peistaði þetta klukk-fyrirbæri af blogginu hans. Ég bið forláts á forljótu útliti þessarar færslu - á köflum amk. Hér er það tækið sem ræður meiru en notandi þess.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- Bensíntittur og kassastrákur á benzínstöðvum
- Sölumaður á bílasölu
- Sölumaður á fasteignasölu
- Dagskárgerð í útvarpi
A fish called Wanda
Johnny English
- Life of Brian
- Young Frankenstein
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Bakkafjörður
Akureyri
Reykjavík
Hef nú ekki búið víðar, en þó á nokkrum stöðum í Reykjavík.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
Me & my girl (frábærir breskir gamanþættir frá 9.áratug síðustu aldar)
My family (breskir gamanþættir um fúllyndan tannlækni og fjölskyldu hans)
Fawlty Towers (John Cleese leiðir frábæran hóp í besta gríni sögunnar)
- Yes minister (..þarf ég að segja meira?)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- mbl.is
- utvarpsaga.is
- visir.is
- youtube.com
Fernt sem ég held uppá matarkyns
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Fjórir bloggarar sem ég klukka
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Frú Brynja Hjaltadóttir
- Gestur Valur Svansson
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kvenfélag...?
5.9.2008 | 14:09
Ég sá fyrir mér hóp af miðaldra konum sem selja hnallþórur og pönnsur milli þess sem þær halda bingó og spilakvöld til styrktar íþróttaliðinu sínu. En nei, ekki aldeilis. Fótboltastelpur voru það, ekkert minna.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Kvenfélag í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Excuses, excuses
5.9.2008 | 12:49
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Krónan heldur aftur af bensínlækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggstífluletiskast með borða
28.8.2008 | 15:18
Hvað á maður að skrifa þegar maður nennir ekki að blogga? Veit það ekki - en set samt eitthvað hér bara til að fullvissa fólk þarna úti sem kannski var orðið áhyggjufullt að ég er sæmilega á lífi og bara ögn kvefaður. Ekki mikið.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þú getur verið nokkuð viss um að það sé árið 2008
22.8.2008 | 08:22
Þegar....
1. Þú ferð í veizlu og byrjar strax að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni en að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar eru fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista, kinkar kolli og brosir.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/n til að taka eftir númer fimm.
10. Þú skrollaðir til baka til að athuga hvort og hvernig númer fimm væri.
11. Svo hlærðu góðlátlega að heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú féllst fyrir þessu... Aha... ekkert svona fyrst þú féllst fyrir þessu.
Komdu þessu á framfæri einhvers staðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn verður bezti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi, skiptir það engi því hverjum er ekki sama svona lista? En
vinir þínir munu verða af ágætri skemmtun.
Bloggfærslan er sett inn í mikilli bloggleti og er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jens Guð er bjargvættur bloggara!
30.7.2008 | 14:33
Eftirfarandi stal ég af Jens og vona að hann fyrirgefi mér það:
Margur góður bloggarinn er miður sín þessa stundina. Bloggið datt út í gær. Í dag fór það að tínast inn aftur. En án tónspilarans, bloggvinalistans, innlitsteljarans og svo framvegis. Nokkrir hafa haft samband við mig í kvöld til að spyrja hvernig ég endurheimti allt inn á mína bloggsíðu aftur.
Það var/er einfalt mál. Fylgið þessu:
- Fara í stjórnborð
- Stillingar
- Útlit
- Síðueiningar
Þið dragið bara tónspilarann, bloggvinalistann og það allt úr hólfinu sem er lengst til vinstri á síðunni í hólfið hægra megin við það.
Muna svo að smella á "Vista breytingar".
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt 31.7.2008 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætli bloggið sé dáið?
30.7.2008 | 10:28
Eins og bloggarar vita hrundi Moggabloggið fyrir nokkrum dögum og hefur ekki orðið samt síðan. Síðan mín er komin með appelsínuhúð og bloggvinir smáir, horfnir. Kannski er þetta allt í vinnslu og vonandi verður bloggið orðið með eðlilegum hætti innan skamms. Þetta truflar mig samt.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.
9.7.2008 | 11:28
Þessi athugasemd er fyrir neðan síðustu færslu.
Einhverjir hafa ekki haft húmor fyrir því að blanda saman frétt um uppgerð á gamalli brú og brandara um uppgerð á konu. Nema að þeim hafi mislíkað að Guði almáttugum væri blandað í skensið. Ég skal svosem ekkert um það segja og get alveg þolað hvað sem er í því efni. Það væri aftur á móti rosalega gaman að vita hversu margir þurfa að benda á óviðeigandi tengingu við frétt, til að mbl.is loki á tenginguna og líka hvort lokunin verði sjálfkrafa eftir ákveðinn fjölda fýlubomba eða hvort mbl.is skoði hverju sinni, hvort réttlætanlegt sé að loka á tenginguna. Það væri líka forvitnilegt að vita hvort hægt sé að fýlupokast oft úr sömu tölvu eða hvort menn hafi bara tækifæri til að vera fúlir einu sinni, hver úr sinni vél.
Annars er ég bara kátur, enda skín sólin og andvarinn leikur um það sem eftir er af hárinu...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Styttist í að við sjáum svona mynt í daglegum viðskiptum?
25.6.2008 | 10:45
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Krónan styrkist um 1,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)