Enn ein ritskoðunin

Eins og bloggarar eflaust muna var mikið fjallað um það fyrir um það bil mánuði þegar lokað var fyrirvarlítið á blogg  Skúla Skúlasonar, eftir "ítrekaðar kvartanir" einhverra ótilgreindra einstaklinga. Margir bloggarar risu þá upp á afturfæturna og létu í ljósi andúð sína á ritskoðunarstefnunni sem mbl.is hélt uppi með þeirri ákvörðun, öðrum virtist finnast ritskoðunin eðlileg. Nú hefur leikurinn verið endurtekinn, að þessu sinni með lokun á möguleika bloggara eins til að tengja greinar sínar við fréttir. Þetta er ekki hægt að kalla annað en skoðanakúgun, að einhverjir geti komið því til leiðar að ákveðnar skoðanir séu kveðnar í kútinn með því einu að væla og kvarta undan þeim. Nú fer fyrir alvöru að verða spurning um að yfirgefa Moggabloggið.

Hér er síðasta bloggfærsla hans Óskars Helga Helgasonar þar sem hann greinir frá þessarri ákvörðun blog.is og mbl.is:

"Barst mér; í pósti, frá Mbl. kl. 10:28, í morgun !

''Ágæti bloggari.

Vegna endurtekinna kvartana hefur verið tekið fyrir að þú getir bloggað um fréttir á mbl.is

Kveðja,

blog.is''

Var nú reyndar; á útleið, hér af spjallsíðum, sökum margskonar annríkis, en,........... hvet ykkur öll; til að vanda sérstaklega frásagnir ykkar, um SANNLEIKANN, hverju sinni, því hann getur svo oft verið kvörturunum óþægilegur, sem mýmörg dæmin sanna.

Vonum; að þeim Hádegis móa mönnum og öðrum ''ritfrelsis vinum'' líði nú, nokkuð skár, þá þeim hefir tekist, að þagga niður í mér, að nokkru.

Heimurinn verður mun betri, þá við kjaftforir Kveldúlfs niðjar, erum útdauðir, eða það skyldum við ætla; gott fólk.

Hverjir hneykslast svo; á skoðanakúgun, eins og í gömlu Sovétríkjunum - Spáni - Kína, og í dag; hjá Mugabe gamla í Zimbabwe (gömlu Rhódesíu) - Búrma o. fl. plássum ? Vandið ykkur; mjög, í orðræðunni, svo Hádegis móa menn geti sofið svefni, hinna réttlátu, í framtíðinni.

Þakka ykkur öllum; samveruna og tryggð ykkar, við alla mína sérvizku, gegnum tíðina. Þessi síða hélt þó út; allt frá 29. Apríl 2007, og hlýtur að teljast nokkuð gott, í vaxandi ritskoðun ''lýðræðissinnanna''. 

Árnesþingi  19. V. MMVIII "

Takið eftir því að athugasemdin til Óskars en undirrituð af blog.is, ekki manneskju, hvað veldur því? Hvað finnst bloggurum um þetta? Á bara að segja: Þetta stendur í reglum bloggsins og við verðum bara að vera stillt? Eða eigum við að rísa upp og mótmæla þessarri dusilmannlegu aðför að því að fá að hafa skoðanir?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Dregur úr viðskiptaferðum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jahérnahér og ég hélt að enginn nennti að lesa - hvað þá komment við fréttatengt blogg........

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ja, einhver hefur kommentað af svo miklum krafti að það er búið að loka á að Óskar Helga....

Markús frá Djúpalæk, 19.5.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

ÓÞOLANDI!!!!   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.5.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Ja hérna hér!

Sporðdrekinn, 19.5.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: halkatla

Markús varstu ekki að segja um daginn að útvarp saga kæmi bráðum með skoðanakúgunarlaust ritfrelsisblogg? drífið í því plís.... í alvörunni!

ég verð örugglega ein af þeim fyrstu til að skrá mig þar, mér líkar ekki orwellísk sjónarmið blog.is/mbl/heigulslýðs sem þorir ekki að standa fyrir máli sínu

halkatla, 19.5.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Við bíðum spennt eftir að nýja heimasíðan verði tilbúin, og að sögn hönnuðarins styttist óðum í það.

Markús frá Djúpalæk, 19.5.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband