Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Hvar liggur fjöregg Íslands?
26.7.2009 | 13:17
Jón Sigurðsson taldi að Ísland hefði alla burði til að sjá um sín eigin málefni. Til þess að svo mætti verða og landinu ætti að farnast vel, þyrftu Íslendingar að öðlast fullt löggjafarvald, aðskilinn fjárhag, jafnrétti og innlenda stjórn. Reynslan hefði sýnt að það væri ómögulegt að stjórna Íslandi frá Danmörku. Hafði hann rangt fyrir sér, kallinn?
Maður spyr sig, ástandið hefur ekki beint verið geðslegt hér í gegnum tíðina, eða hvað? Og allra síst uppá síðkastið. Óðaverðbólga, óstöðugt gengi og gengisfellingar, mikil spilling og hvítflibbaglæpir, mikil stéttaskipting og fátækt, heilbrigðiskerfi í molum, almannatryggingar eins og þær gerast allra verstar. Í alla staði einstaklega vel rekið bananalýðveldi.
Já, hefði okkur kannski verið betur komið undir danskri stjórn áfram? Eigum við að líta á sjálstæðisbaráttu fyrri tíma sem stór mistök sem leiddu af sér þennan hroða? Eru fámennar þjóðir ófærar um að annast eigin mál, á grundvelli þess að fámennið getur skapað einmitt jarðveginn sem spilling og önnur óáran sprettur úr? Jafnvel óafvitandi; það hefur ekki þótt óeðlilegt á Íslandi að "maður þekki mann" og þannig komist hlutirnir í verk. Hvað er til ráða?
Hvar liggur framtíð íslenzku þjóðarinnar?
Vill fresta umsóknarferli ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vissi ekki að Obama væri fatakaupmaður...
22.7.2009 | 00:06
..en mbl.is virðist standa í þeirri meiningu, að minnsta kosti er talað um að hann versli föt, en kaupi þau ekki eins og við hin.
Snillingar!
Obama ver buxurnar sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rökin á móti Evrópusambandsaðild
16.7.2009 | 13:30
Ísland varð frjálst og fullvalda ríki árið 1918 og lýðveldi árið 1944. Nú eru menn í fullri alvöru að tala um að BREYTA STJÓRNARSKRÁNNI til að hægt sé að láta fullveldi okkar af hendi til Evrópusambandsins. Á hnjánum nánast!
Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum, eins og yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni, til Brussel. Völd lítilla ríkja innan ESB hafa minnkað mjög á undanförnum árum, Ísland fengi 3 atvæði af 350 í ráðherraráðum ESB og fimm af 750 á ESB þinginu, Ísland gæti orðið eins og fátækur hreppur á jaðri risaríkisins í framtíðinni. Sem kemur að einu af meginmarkmiðum ESB sem er að verða nýtt stórríki, Evrópskt stórríki. Stórríki, risaveldi sem þjónar innri þörfum sambandsins, þeirra hagsmuna og viðmiða sem þar eru ríkjandi.
Almennir þegnar í Evrópusambandinu hafa lítil áhrif á þróun mála, sívaxandi valdasamþjöppun í stofnunum ESB má kalla tilræði við þróun lýðræðis í Evrópu. Íslendingar, líkt og aðrir innan ESB hafa engin áhrif á hverjir ráða ríkjum. Valdið í ESB hefur færst til embættismanna í Brussel og til ráðherra en þingið hefur fyrst og fremst staðfestingar- og eftirlitsvald.
Það er fráleitt að Íslandi sé stjórnað úr fleiri þúsund kílómetra fjarlægð, hætta er á að mál tengd Íslandi velkist lengi í kerfinu þar auk þess sem margar reglur ESB henta ekki svo smáu samfélagi eins og hér er.
Það er grundvallaratriði hjá ESB að stofnanir þess hafi "úrslitavald um varðveislu lífríkis sjávarauðlinda í samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna", allt tal um að við getum fengið einhverskonar undanþágu frá þessu ákvæði eru í besta falli draumórar. Aðild að ESB útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Vegna mikillar skuldsetningar íslenskrar útgerðar er hætt við að veiðiheimildirnar færist úr landi til erlendra aðila með afleiðingum sem við getum bara ímyndað okkur. Við ESB aðild færist samingsrétturinn um veiðar úr svokölluðum deilistofnum til sambandsins sem þýðir Ísland þarf að hlýða boðum og bönnum um nýtingu þeirra stofna.
Það er ónefnt hvaða áhrif þetta hefur á landbúnaðinn og fleiri þætti íslensks þjóðarbús.
Mig langar núna að fá rökin með því að ganga í þetta samband, Evrópusambandið, sem ljóst og leynt stefnir að því að verða nýtt Evrópskt stórríki.
Atkvæðagreiðslan í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hot in the city
12.7.2009 | 18:55
Ofutöffarinn William Michael Albert Broad, betur þekktur sem Billy Idol kyrjar hér um hitann sem var í höfuðborginni í dag. Bókstaflega töfrandi dagur!
Stefnir í heitasta dag sumars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það ert þú sem ég vil...
12.7.2009 | 09:57
Dálítið sérstök útgáfa þeirra grínista Arthurs Mullard og Hyldu Baker á þessu annars ágæta lagi. Þarna eru þau bæði á áttræðisaldri. Þetta náði 22. sæti breska vinsældalistans einhvern tíma árið 1978 .. tímalaus snilld.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afurganga Mikjáls útskýrð
11.7.2009 | 13:06
Þúsundir minnast Jacksons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig stendur á þessu?
9.7.2009 | 09:56
Við höfum gortað okkur af því Íslendingar í gegnum tíðina að hér sé svo öruggt að búa en hver er reyndin. Reyndin virðist þó vera sú að hér fær fátt að vera í friði sem ekki er beinlínis vaktað allan sólarhringinn. Öll þekkjum við veggjakrotið og þá döpurlegu staðreynd að símaklefar hafa sjaldan átt langa ævi hér um slóðir. Enn ein birtingarmyndin er þessi vandalismi í Laugardalnum í nótt, ég velti fyrir mér hvað það er sem veldur þessarri vanvirðingu fyrir eigum annarra og sameignum okkar?
Svo var annað sem ég tók eftir í gær; ég var að þvælast um miðbæinn, kíkti í Hljómskálagarðinn og garðinn við Fríkirkjuveg 11. Þar er einhver slæðingur af styttum og ekki nema örfáar eru merktar með heiti og nafni listamannsins sem gerði þær. Það er svolítið með styttur eins og landslag, þær missa svolítið gildi sitt ef þær heita ekki neitt. Það getur varla verið mikið mál að setja lítinn skjöld á fótstallinn svo við þessir forvitnu getum vitað hvað er þarna fyrir augum okkar. Nema skjöldunum sé alltaf stolið jafnóðum. Það gæti auðvitað verið.
Ég leit aðeins inn í Hljómskálann sem er búið að breyta í kaffihús og það er vel að það skuli vera líf í þessu fornfræga húsi. Það hefði samt mátt vera aðeins meira líf í"gengilbeinunum" þar. Þær voru hálfönugar og höfðu tiltölulega lítinn áhuga á gestum sínum. Það var ekki fyrr en að landskunn manneskja stóð upp frá borði sínu og þakkaði fyrir beinann að eitthvað líf færðist í stúlkurnar, þær kvöddu óskaplega glaðlega og settu svo upp sama súra svipinn.
Svona viðmót er auðvelt að laga.
Kveikt í Guttormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það fer nefnilega allt einhvern veginn
8.7.2009 | 09:51
Vér förum, komum og förum á ný
og fæstir lærum vér neitt á því,
og hver er ei hvíldinni feginn?
Og sannspár varð Drottinn á sinni tíð
og svo mun ég einnig á minni tíð:
Að allt fer það einhvern veginn.
(Kristján frá Djúpalæk)
Samdrætti lokið í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stríð
6.7.2009 | 15:33
Sem einstaklingur einkastríð
hvern ævidag ég hey.
Og undir hæl er löngum lagt
hvort lifi ég eða dey.
Og heimur einnig heyr sitt stríð.
En hvort mun sigur fenginn?
Í stríði mínu er stundarvon.
Í stríði heimsins engin.
(Kristján frá Djúpalæk)
280 milljarðar í nýju bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)