Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Svínaflensan tekur á sig ýmsar myndir
28.7.2009 | 17:50
28. júlí 1662 - O tempora! o mores!
28.7.2009 | 14:56
Í tilefni dagsins datt mér í hug að rifja upp atburði þá er urðu 28.júlí árið 1662. Hinn svokallaði Kópavogsfundur var þann dag á Kópavogsþingi og var tilgangur hans að fá Íslendinga til að samþykkja erfðaeinveld Danakonungs. Henrik Bjelke, aðmíráll, fulltrúi konungs, kom til Íslands á fund í Kópavogi til þess að fá íslenska höfðingja til að undirrita Erfðahyllinguna. Samningurinn var síðan kallaður Kópavogssamningurinn.
Friðrik III varð því fyrsti einvaldur Danmerkur og nýlenda hennar, en einveldið stóð yfir langt fram á 19.öld. Forsaga málsins er sú að árið 1661 hafði Danakonungur ákveðið að svipta aðalinn öllum völdum og stofna konungseinveldi í ríki sínu í samstarfi við borgara Kaupmannahafnar.
Árni Oddson hét lögmaðurinn sem skrifaði undir samninginn. Segir þjóðsagan að hann hafi streist á móti í einn dag eða svo en hafði þar á eftir látið undan óskum konungsins og skrifað undir eiðinn með tárin í augunum, umkringdur fjölda hermanna með byssur. Þegar Brynjólfur Sveinson biskup náði tali af Henrik Bjelke og sagði að Íslendingum væri ekki geðfellt að sleppa þjóðarréttindum sínum í hendur annarra, þá hafi hirðstjórinn bent á hermennina og spurt hvort Brynjólfur sæi þá. Jón Sigurðsson hafði dregið fram í dagsljósið tvo bréfmiða sem Árni Magnússon handritasafnari hafði skrifað nokkrum áratugum eftir fundinn, þar sem þessi saga er sögð.
Í raun var konungur farinn að ráða því sem hann kærði sig um á Íslandi löngu fyrr en þetta var og viðurkenning einveldisins var fremur formsatriði en breyting.
Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húrra bravó
27.7.2009 | 17:37
Össur: Diplómatískur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frelsunin og líknin koma frá Evrópu
27.7.2009 | 17:11
Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur!
Ísland fær enga sérmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrýtin tilfinning
27.7.2009 | 16:55
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Örlögin
27.7.2009 | 10:12
Hann ætlaðist aldrei til að þetta færi svona. Þetta byrjaði allt bara býsna vel en svo gerðist eitthvað. Ekkert gekk upp og vandamálin hrönnuðust upp. Hann fór að gera mistök. Alvarleg mistök sem á endanum leiddu hann til þeirrar stöðu sem hann er í núna.
Í hans huga var allt glatað. Horfið. Farið.
Dilana og eldhringurinn
26.7.2009 | 14:01
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)