Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ekki við félagarnir

felagarnir

Við gömlu skólafélagarnir erum heillandi, karlmannlegir og velvaxnir. Eins og sést á þessarri mynd. Nú erum við búnir að þekkjast í 30 ár og höfum aldrei litið betur út. Það er helst Snorri sem er aðeins farinn að láta á sjá, en hann er líka í mjög krefjandi starfi. En við erum æðislegir!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Karlar ofmeta persónutöfra sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg tíðindi - blessað barnalán

Bakarinn Jóhann Margeirson hefur lært ýmislegt eftir að hann eignaðist dóttur nýverið með Soffíu, unnustu sinni. Til að mynda að skipta um bleiur. Áður vissi hann ekki einu sinni hvernig þær ættu að snúa. Hann hefur líka lært að hita upp pela. Hins vegar kvartar hann yfir því að dóttirin, Ellisif, hafi engan áhuga á því að hann baki fyrir hana. Þó er hann búinn að prófa margar nýjar uppskriftir til að ganga í augun á henni.

Ef ég ætla að troða í hana snúði, þá grætur hún allan tímann," segir Jóhann. Hann segist hins vegar sleppa því að gefa henni sitt sérbakaða heilhveitirúnnstykki. Það er nægur tími til þess síðar, segir bakarinn knái að lokum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lærir ýmislegt í föðurhlutverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljón dollara spurningin:

Why is the man who invests all your money called a broker?


 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Mikil hækkun í evrópskum kauphöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir skipstjórar myndu kalla þetta strand

strandadur 

Ég held að gamlir sjóhundar myndu segja að DeCode væru ekki lengur í ölduróti heldur strandað, og það kannski fyrir löngu. Það er búið að róa einhvers konar lífróður óratíma og búið að ausa dallinn endalaust en allt kemur fyrir ekki. Skútan er strand, og næsta verkefni verður sennilega að koma áhöfninni frá borði í snarhasti. Sérstaklega skipstjóranum.

Eigendurnir, hluthafar útgerðarinnar, bera svo skaðann af strandinu, því að líkum var þessi skekta ekki nægilega vel tryggð. Björgunarlaunin verða svo færð skippernum og hluta áhafnarinnar svo hún geti hróflað saman nýjum báti til að selja hlut í.

Þá hefst ný og æsileg sjóferð.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Gengi deCode í ölduróti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barón og sá svartklæddi

Þetta var uppáhaldslagið mitt langt fram eftir níunda áratugnum, alveg frá því að ég heyrði það á samnefndri plötu sem Johnny Cash gaf út 1981. Ég dett ennþá meira en tuttugu ár aftur í tímann í hvert skipti sem ég heyri þetta og önnur lög af The Baron.

Hækkið og syngið með:

I wish I had of known you when you were a little younger 'round me you might have learned a thing or two
If I'd had known you longer you might be a little stronger
Maybe you'd shoot straighter than you do, maybe you'd shoot straighter than you do.

As he walked into the poolroom you could tell he didn't fit
In his hand made boots, custom suit, pearl handled shootin' stick
Tonight there'd be a showdown then everyone would know
Who shoots the meanest game around, The Baron or Billy Joe

Billy Joe looked edgy, about to lose his cool
But the Baron's hands were steady as the two began to duel
Yeah, he was like a General on a battlefield of slate
And he would say to Billy Joe each time he sunk the eight, he'd say...

Chorus

Now Billy Joe was busted but he hadn't felt the sting
And from the far end of the table he threw his Mother's wedding ring
And he said 'You won my money but it ain't gonna do the trick
I'll bet this ring on one more game against your fancy stick'

The Baron's eyes grew foggy as the ring rolled on the felt
And he almost doubled over like he was hit below the belt
Twenty years ago it was the ring his wife had worn
And he didn't know before he left that a son would soon be born

It sounded just like thunder when the Baron shot the break
But it grew quickly quiet as he lined up the eight
Then a warm hand touched his shoulder and it chilled him to the bone
When he turned and saw the woman who had loved him for so long.

The game was never finished, the eight ball never fell
The Baron calmly picked it up and put it on the shelf
Then he placed the ring in the hand that held him long ago
And he tossed that fancy shootin' stick to his son Billy Joe
And he said....

Chorus

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Sumir draga sig í hlé

Aðrir ekki. Þó á móti blási eru sumir svo miklir baráttumenn að þeir gefast aldrei upp. Ég minni á frjálsa bloggsvæðið hér: www.blekpennar.com sem var sett á laggirnar í kjölfar þess að stofnandanum Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur var bannað af blog.is að tengja sínar bráðskemmtilegu og kraftmiklu bloggfærslur við fréttir. Þetta er alvöru, kíkið inn.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Naomi Campbell íhugar að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

39

In the year of thirty-nine
Assembled here the volunteers
In the days when lands were few
Here the ship sailed out into the blue and sunny morn
The sweetest sight ever seen
And the night followed day
And the story tellers say
That the score brave souls inside
For many a lonely day
Sailed across the milky seas
Never looked back never feared never cried

Dont you hear my call
Though youre many years away
Dont you hear me calling you
Write your letters in the sand
For the day Ill take your hand
In the land that our grand-children knew

in the year of thirty-nine
Came a ship from the blue
The volunteers came home that day
And they bring good news
Of a world so newly born
Though their hearts so heavily weigh
For the earth is old and grey
Little darlin well away
But my love this cannot be
Oh so many years have gone
Though Im older than a year
Your mothers eyes from your eyes cry to me

Dont you hear my call
Though youre many years away
Dont you hear me calling you
Write your letters in the sand
For the day Ill take your hand
In the land that our grand-children knew

Dont you hear my call
Though youre many years away
Dont you hear me calling you
All your letters in the sand
Cannot heal me like your hand
For my life still ahead pity me

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is 33 sóttu um starf forstjóra Sjúkratryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaðar fyrirsagnir

Úr slúðurdálki ónefnds vefmiðils. Og þetta er bara brot af þeim snilldarfyrirsögnum sem sést hafa í september:

sludur

Háskælandi fegurðardrottning á bikiní!

Nös Kate Moss vekur athygli!

Ómáluð Celine Dion veldur uppnámi!

Jennifer Hudson sagði já - myndir!

Óförðuð Eva Longoria veldur fjölmiðlafári!

Mills sögð lygasjúk!

Heather Mills er lygari og tík, segir upplýsingafulltrúi!

Vandræðaleg aðþrengd Eva Longoria!

Upphandleggir Madonnu vekja athygli!

Ronaldo kaupir nýjan leikfélaga - myndir!

Gagnrýnd fyrir að vera grindhoruð - myndir!

Hryggur David tekst á við kynlílfsfíknina!

Krumpuð kné Elle McPherson vekja athygli!

Pamela nærist á ruslfæði á hlaupum!

Jón Gnarr er ekki Hannes Hólmsteinn!

Britney umvafin lífvörðum bláedrú!

Sienna Miller áreitt hvert sem hún fer!

Spurt er um blöðrubólgu!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Lögfræðingur, viðskiptafræðingur og bóndi

Á salernisaðstöðu á fínum veitingastað standa viðskiptafræðingur, lögfræðingur og bóndi hlið við hlið og nota pissuskálarnar.

Viðskiptafræðingurinn klárar, rennir upp og byrjar að þvo, eða bókstaflega skrúbba á sér hendurnar....alveg upp að olnbogum.
Notaði síðan um það bil 20 bréf til að þurrka sér. Hann snýr sér að hinum og segir: " Ég gekk í Harvard, þar kenndu þeir okkur að vera hreinlegir."


Lögfræðingurinn kláraði og bleytti fingurgómana, greip eitt bréf og sagði:" Ég lærði í Princeton, þar kenndu þeir okkur að vera umhverfisvænir."


Bóndinn renndi upp og á leiðinni út segir hann:" Ég lærði á Hvanneyri, þar var okkur kennt að míga ekki á hendurnar á okkur"!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Fær ekki að verja Jón Ólafsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvumpinn

Ég held að ég væri nú þegar farinn að leita mér að annarri vinnu, hefði snaróður, útsmoginn þjófur með álklæddan bakboka, reynt að stinga mig með skærum.

Það er að mínu mati með ólíkindum hvað ofbeldi og lítilsvirðing fyrir öðru fólki hefur aukist í þessu pínulitla samfélagi okkar. Árásir af öllu tagi eru orðnar daglegt brauð í fréttum og ætli séu ekki líkindi til þess að aðeins hluti þess sem raunverulega gerist komist í fréttir?

Það væri áhugavert að fá vangaveltur frá fólki hvað það raunverulega er sem veldur öllum þessum óróa. Einhverjar hugmyndir, gott fólk?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Hnuplað fyrir mörg hundruð þúsund í Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband