Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Það sem ekki má gerast!

cannibalFimm mannætur fengu vinnu í verðbréfafyrirtæki. Þegar forstjórinn tók á móti þeim sagði hann “Þið eruð núna hluti af liðsheild okkar. Hér getið þið haft góð laun og fengið að borða í matsalnum. Þess vegna langar mig að biðja ykkur að láta starfsfólkið í friði.” Mannæturnar lofuðu öllu fögru.
Fjórum vikum seinna kom forstjórinn og sagði “Þið eruð allir mjög duglegir við vinnu ykkar og ég er mjög ánægður með hvernig þið hafið leyst ykkar verk af hendi. Það eina er að einn af húsvörðunum er horfinn. Vitið þið nokkuð um það?”

Mannæturnar hristu höfuðið og sögðust ekkert vita um hann.
Þegar forstjórinn var farinn sagði foringi mannætanna “Jæja, hver ykkar át húsvörðinn?” Einn hinna rétti hikandi upp höndina. Foringinn sagði við hann “Helvítis asni geturðu verið. Í fjórar vikur erum við búnir að éta hópstjóra, verkstjóra, verkefnisstjóra og deildarstjóra og enginn hefur tekið eftir neinu og þá! Þarft þú að fara að éta húsvörð !!!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Fréttaskýring: WaMu gleyptur í stærsta bankaþroti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalton að spila á Útvarpi Sögu í dag

dalton

Hin frábæra hljómsveit Dalton var í heimsókn á Útvarpi Sögu í dag. Þeir spiluðu nokkur af sínum bestu lögum sprell-lifandi og fóru á kostum eins og þeim einum er lagið.

Í kjölfarið á þeim kom söngkonan ljúfa Lay Low og sagði okkur Sigurði frá nýju plötunni sinni, stuttum en giftusömum ferli og fleiru skemmtilegu.

Í lok þáttar ræddum við svo við Guðna Ágústsson sem rakti hugmyndir sínar um hvernig bregðast skuli við efnahagsvandanum.

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=188730169

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Er ég paranoid

 airoplane

...eða eru "flugatvik" sem þetta að verða algengari en áður var hjá íslenzkum flugfélögum? Einhver sem vit þóttist hafa á sagði mér að áður en "ævintýri" útrásarkónganna hófst hafi íslenzk flugfélög gengið lengra í öryggis- og viðhaldseftirliti en en reglur kröfðust. Hann sagði líka að núna væru breyttir tímar, reglum væri fylgt en ekki meira en það. Ég hef ekki vit á því en miðað við tíðindi síðustu mánaða gæti ég alveg trúað að þetta væri satt.

Spurning um að taka bara rútuna.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Öryggislending í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að gæta sín

svin-dlariÉg hef ekki tölu á þeim gylliboðum sem mér og mínum hafa borist í tölvupósti, sum eru meira að segja þannig að það væri næstum hægt að láta glepjast. Það hefur sem betur fer ekki gerst ennþá, en alltaf skal maður gæta sín, því svindlararnir verða æ útsmognari með hverju árinu sem líður.

Einfalt ráð er bara að stökkva ekki á neitt! En það getur samt verið gaman að snúa á svindlarann eins og þeir Tvíhöfðabræður sneru á Nígeríusvindlara einn. Sá fékk að finna fyrir því! Þeir bjuggu til sýndarveruleika þar sem persónurnar hétu Woody Allen og fleiri þekktum nöfnum og Nígeríumaðurinn kveikti ekki á neinu heldur talaði hástöfum um þetta fólk á óborganlegan hátt.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Svindl á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum velti ég fyrir mér...

svarturhundur 

-Hvernig væri að vakna á morgnana, án kvíðahnúts í maganum.

-Hvernig væri að fara að sofa á kvöldin án þessa sama kvíðhnúts.

-Hvernig það væri að vera ekki alltaf, alla daga illa haldinn af völdum þessa kvíðahnúts?

-Hvernig það væri að verkja ekki stanslaust í höfuðið og axlirnar.

-Hvernig það væri að finna mun á því hvort það er sól og blíða eða rok og rigning.

-Hvernig það væri að koma einhverju fleiru í verk en því allra, allra nauðsynlegasta.

-Hvernig það væri að raunverulega hlakka til einhvers. Þó ekki væri nema helgarinnar.

-Hvernig það væri að hrökkva ekki í kút í hvert skipti sem gemsinn hringir.

-Hvernig það væri að finnast dagarnir stórkostlegir, tækifæri og áskorun. Eða bara í lagi.

-Hvernig það væri að finna til gleði yfir fallegum hlutum, heillast af tónlist og hlæja að brandara.

-Hvernig það væri að geta sest niður og einbeitt sér að einhverju spennandi verkefni.

-Hvernig það væri að geta hjálpað stelpunum mínum með heimanámið, eða annað sem þær langar eða þurfa að gera.

-Hvernig það væri að geta farið áhyggjulaus í frí og notið hverrar mínútu. Flestra væri reyndar nóg.

-Hvernig það væri að vera viss um að ég sé að gera rétt með að skrifa þetta.

-Hvernig það væri að geta horfst í augu við sjálfan mig og aðra og geta óhikað sagst vera frábær.

Ég velti þessu og mörgu öðru fyrir mér, oft á dag. En finn engin svör.

Held ég beri alfarið ábyrgð á því að hafa skrifað þetta. Mogginn og blog.is komu þar hvergi nærri.

 

 

-


Þarna kom skýringin...

mjolk01 

..á því að ég fann Selfoss ekki síðast þegar ég ætlaði þangað.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Selfoss færðist í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt annar vinkill

Þetta er fyrsta lagið af plötunni Jazz frá 1978. Lagið samdi Freddie Mercury, sem eins og fólk veit var skírður Farrokh Bulsara, sonur Bomi og Jer Bulsara. Hann fæddist á Zanzibar í Indlandshafi, úti fyrir ströndum Tanzaníu. Hann ólst upp á Indlandi og hefur stundum verið kallaður fyrsta asíska poppstjarna Breta. Texti lagsins er mestmegnis á persnesku, einu orðin sem skilja má eru Mustapha, Ibrahim, Allah Allah Allah will pray for you og svo Aleikum saalam og Salaam Aleikum. Svo má heyra setningar eins og "ichna klibhra him" og "rabbla fihmtrashim". Freddie lék sér stundum með þennan texta á tónleikum og notaði hann sem inngang að "Bohemian Rhapsody".

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is „Heimsveldið er að hrynja"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífs eða liðinn?

Ekki að það skipti öllu máli varðandi þessi skelfilegu tíðindi en í fréttinni segir:

Byssumaðurinn beindi byssunni að eigin höfði og reyndi að fremja sjálfsmorð án árangurs. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Tammerfors í Tampere til aðhlynningar. Hann mun vera alvarlega slasaður.

Síðar segir:

Slökkviliðsfólki var meinað að fara inn í bygginguna meðan enn stóð ógn af árásarmanninum. Um leið og fréttir bárust af því að hann væri látinn fór slökkviliðið inn í skólann og náði stjórn á eldinum. Lögreglan óttast hins vegar að byssumaðurinn hafi komið fyrir sprengju í skólanum áður en hann svipti sig lífi. 

Þarna er skrifað fullum fetum um að maðurinn sé látinn. Misræmi í sömu fréttinni, ekki satt?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Margir sagðir látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyrnir í augum ráðherrans?

Frétt af dv.is: 

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir þau skilaboð sem hann fái frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra ekki vera mjög hvetjandi. Þetta kom fram í spjalli við Jóhann á Útvarpi Sögu í dag en ráðherra tilkynnti Jóhanni nýlega að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar.

Jóhann var maður vikunnar í þættinum Vikulokin hjá þeim Markúsi Þórhallssyni og Halldóri E. á Sögu í dag. Þar sagðist Jóhann ekki hafa áhyggjur af framtíð sinni en öllu meiri áhyggjur af starfsemi embættisins. Jóhann sagði að hann myndi fara að gera “eitthvað skemmtilegt” og að þegar væri búið að leita til hans með áhugavert verkefni.

Markús og Halldór báru frétt dv.is þess efnis að Björn væri að losa sig við óhlýðinn lögreglustjóra undir Jóhann sem kannaðist ekki við að vera óhlýðinn. Hann sagði þó að vel mætti vera að einhverjum fyndist svo. Jóhann sagðist hins vegar vera svolítið þver en hann reyndi að vera sanngjarn þótt hann væri harður. Hann sagði ákveðið andrúmsloft hafa myndast og í því hafi hann ekki verið tilbúinn til að “vera hluti af já-hópi” þannig að vel má vera að hann sé í raun þyrnir í augum ráðherrans.

Jóhann fór ekki leynt með að fari svo að hann missi starfið sé honum talsverð eftirsjá að því. Hann hafi óbilandi áhuga á verkefninu og bætti við að ef auglýsingin á starfi hans eigi að vera fordæmsigefandi þá væri óskandi að fleiri stöður yrðu auglýstar í kjölfarið.

Þegar Jóhann var spurður hvort sú staða gæti mögulega komið upp að hann héldi áfram í embætti sínu sagði hann þessa stöðu svo nýuppkomna að að hann viti í raun ekkert hvað verða vill. Hann gæti því ekkert sagt um það að svo stöddu.

Lögreglan á Suðurnesjum þykir hafa náð ákaflega góðum árangri undanfarið, ekki síst í baráttunni við eiturlyfjasmyglara og Jóhann sagðist þakklátur og auðmjúkur yfir viðbrögðum almennings við starfi sínu og hans fólks. Skilaboðin sem hann hefði fengið frá dómsmálaráðherra væru hins vegar ekki hvetjandi.

 

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur gert grein fyrir ákvörðun sinni um að auglýsa stöðuna á heimasíðu sinni, www.bjorn.is, og segir meðal annars að embættið sé “allt annað nú en fyrir fimm árum og því skýr efnisleg rök fyrir því, að það sé auglýst.“ Björn lætur þess einnig getið að launakjör lögreglustjóra hafi auk þess tekið stakkaskiptum, þegar sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt.

“Með vísan til alls þessa þótti mér einsýnt, að auglýsa ætti embættið til að lögreglustjóri væri ekki í neinum vafa um kjör sín og ábyrgð. Lögum samkvæmt var þessi ákvörðun tilkynnt Jóhanni R. Benediktssyni með þeim fyrirvara, sem segir í lögum", skrifar Björn.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Skipt um lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir dagar

Æ, bara fallegt.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband