Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Kúl að vera tölvunarfræðingur - sem á frosk
30.9.2008 | 18:13
Einu sinni var strákur að fara yfir götu þegar hann heyrði frosk kalla á sig, " Ef þú kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra prinsessu" Strákurinn beygði sig niður og tók froskinn og stakk honum í vasann.
Froskurinn sagði aftur við hann: " Ef þú kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra prinsessu þá skal ég vera hjá þér í eina viku."
Strákurinn tók froskinn úr vasanum, brosti framan í hann og stakk honum aftur í vasann.
Froskurinn ræskti sig og sagði hátt: " Ef þú kyssir mig þá breytist ég í forkunarfagra prinsessu þá skal ég vera hjá þér í eina viku og gera ALLT sem þú vilt." Aftur tók strákurinn froskinn upp úr vasanum, brosti framan í hann og stakk honum síðan í vasann. Þá
sagði froskurinn við strákinn: "Hvað er að??? Ég sagði þér að ég er forkunarfögur prinsessa, mun vera hjá þér og gera allt sem þú vilt. Af hverju viltu ekki kyssa mig ?"
Strákurinn svaraði: "Sko sjáðu til, ég er tölvunarfræðing ur. Ég hef ekki tíma fyrir kærustur en talandi froskur er alveg ótrúlega kúl"
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýtt logo og nafnabreyting hjá Glitni!
30.9.2008 | 16:12
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Engar viðræður um sameiningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nett nostalgíukast...
28.9.2008 | 10:22
Ég veit samt ekkert af hverju mig langaði allt í einu að hlusta á þetta og deila þessu með öðrum. Kannski vegna þess að gellan mikla Olivia Newton John varð sextug í síðustu viku. Hugsanlega.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vangaveltur um æviskeið..
27.9.2008 | 11:39
"....sem hefði orðið níræður um þessar mundir ef honum hefði enst aldur til."
Svona svipað að ég væri fimmtugur hefði ég fæðst sex árum fyrr. Eða hvað?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ólafur Jóhann: Við feðgar vorum mjög nánir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áfram Ísland
27.9.2008 | 10:48
Við vitum að þær geta þetta! Áfram stelpur! Þetta er stórkostlegur árangur og við verðum að muna að hylla stúlkurnar þegar heim kemur, hvernig sem fer.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Sá mikilvægasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dyravörðurinn duglegi
27.9.2008 | 10:35
Í gærdag auglýsti "sportbarinn" Steak & Play Abba & Bítla hátíð. Á staðnum við Grensásveginn átti að fara fram meiriháttar söngvarakeppni þar sem þátttakendur máttu gæla við lög nefndra stórlistamanna með raddböndum sínum.
Ég var staddur í fámennu samkvæmi í Kópavoginum, þarna var allt fólk um fertugt, venjulegt fjölskyldufólk, snyrtilega til fara og í góðu skapi. Það var kátur hópur sem hélt, reyndar frekar seint að íslenzkum sið, niður á Grensásveg og ætluðu nokkrir úr hópnum að spreyta sig í téðri söngvarakeppni enda búnir að æfa sig vel og lengi í karókígræjum húsráðanda.
Þegar á Grensásveginn kom varð nú fljótlega ljóst að keppni þessi væri að baki, það var þó slæðingur af fólki í húsinu en starfsmaður sló taktinn að því sem síðar yrði með því að elta okkur uppi á innleið til að reyna að koma í veg fyrir að við kæmumst í innri salinn. Þangað komumst við þó og hittum Sverri Stormsker, samstarfsmann okkar á Útvarpi Sögu og annað fólk sem þar var. Þarna var fólk á öllum aldri, nokkrar stelpur um tvítugt, nokkrir á okkar aldri og örfáir eldri. Eitthvað af fólkinu og þar á meðal minn hópur fór út þar sem sett hefur verið upp reykaðstaða, þar sat fólk nokkra stund, spjallaði og söng lögin sem ekki komust á efniskrá keppninnar. Það var ekki háreysti eða dólgsskapur hafður í frammi, langt í frá.
Og nú er komið að snilldarþætti dyravarðar staðarins, kraftakempunnar og þjóðhetjunnar Magnúsar Ver Magnússonar. Þegar fólk var orðið þreytt á að sitja úti í kulinu gekk megnið af fólkinu inn án hindrunar af hálfu dyravarðarins en okkar hópur rak lestina að dyrunum og þegar við ætluðum að stíga yfir þröskuldinn stöðvaði Magnús okkur með þjósti og hrokafullum svip og sagði okkur að nú væri nóg komið; búið væri að loka staðnum. Við svo búið skellti hann á nefið á okkur og við létum okkur nægja að horfa í gapandi undrun á hópinn sem settist makindalega niður við borð inni á staðnum. Mér persónulega var nokk sama hvort við settumst niður á þessum stað eða færum eitthvað annað en ofbauð svo ókurteisleg framkoma dyravarðarins að ég bankaði og benti honum að koma og tala við mig sem hann gerði.
Við bentum honum kurteislega á að það skyti heldur skökku við að hleypa talsverðum hópi inn en meina svo okkur aðgangi, það var ekki eins og við værum sóðaleg eða með læti, þvert á móti. Aukinheldur hefði Sverrir Stormsker sérstaklega hvatt okkur til inngöngu með sér. Vöðvabúntið Magnús benti okkur með yfirlætissvip á að það væri hann, MAGNÚS VER, sem réði hér en ekki Sverrir Stormsker og bað okkur þvínæst að yfirgefa svæðið. Það væri búið að loka. Hurðin skall aftur á nefið á okkur. Við ákváðum að taka ekki lengur þátt í þessum skrípaleik og gengum hnarreist á braut en ljóst varð að Steik & leikur yrði aldrei framar fyrir valinu hjá þessum hópi, hvorki sem matsölustaður né skemmtistaður.
Ég vil taka það skýrt fram að ég var ódrukkinn og man þessi samskipti við hrokagikkinn og mannvitsbrekkuna Magnús Ver því auðvitað skýrt. Það álit sem ég hafði á þessum íþróttamanni varð að engu á svipstundu. Þessi framkoma hans, og mismunun milli gesta bendir skýrt til þess að hann er einn þessara fábjána sem gera sér ekki grein fyrir tengslum starfs síns og þess sem hann fær greitt fyrir það. Hann heldur örugglega að það sé Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi staðarins sem borgar honum launin. Leyfum honum bara að halda það, en allir sem einhvern tíma hafa unnið við þjónustu- og sölustörf vita að það eru viðskiptavinirnir sem skapa innkomuna og þar með möguleika á að borga starfsfólkinu laun. Engir kúnnar, ekkert kaup.
Apakötturinn Magnús Ver var að karpa við okkur í dyrum Steak & Play á bilinu klukkan 3:35 til 3:47. Síðasta yfirlýsing hans um lokun kom á síðarnefnda tímanum. Það var þó auglýst skýrum stöfum í blöðum gærdagsins að húsið lokaði kl. 5:30. Því er greinilegt að það er Magnús Ver sem ákveður hvenær eigandi skemmtistaðarins á að hætta að fá inn fólk sem skapar staðnum tekjur með því að kaupa þær veigar og veitingar sem þar fást. Fyrirfram auglýstur tími skiptir slík ofurmenni engu, breytir engu fyrir hann þó muni tveimur tímum. Hann vill líka augljóslega fá að sýna að hann er kóngurinn og getur ákveðið hverjir komast inn og hverjir ekki. Honum hefur líka tekist með framkomu sinni að ákveða að við kaupum aldrei neitt þarna framar og leyfum öllum að heyra hvernig var tekið á móti okkur á hinum nýja, "frábæra" skemmtistað Ásgeirs Þórs Davíðssonar.
Takk fyrir ekkert.
Tekið skal fram að Steak & play fékk sent afrit af þessari bloggfærslu á tölvupósti.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Abbiati segist vera fasisti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
No one would have believed...
26.9.2008 | 17:53
...in the last years of the nineteenth century that this world was being watched keenly and closely by intelligences greater than man's and yet as mortal as his own; that as men busied themselves about their various concerns they were scrutinised and studied, perhaps almost as narrowly as a man with a microscope might scrutinise the transient creatures that swarm and multiply in a drop of water. With infinite complacency men went to and fro over this globe about their little affairs, serene in their assurance of their empire over matter. It is possible that the infusoria under the microscope do the same.
(War of the worlds - H.G. Wells)
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Fréttaskýring: Björgunarpakkinn blandast inn í kosningabaráttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tóndæmi
26.9.2008 | 15:24
Þarna fær fólk að sjá hverju Natalía var að skila. Hverjum meinti ég. Afsakið.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hætt með kærastanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvaða hópur getur það verið?
26.9.2008 | 14:42
Sporðdreki: Þátttaka þín í vissum hóp hefur verið lítil hingað til, en það mun breytast til muna - ef þú vilt. Ein manneskja mun veita þér aðgang. Ertu tilbúinn?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að fá boð um að mæta á námskeið
26.9.2008 | 14:10
NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA!!!
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu.
KLÓSETTRÚLLUR: VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM? Hringborðsumræður.
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel).
DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður; nokkrir sérfræðingar.
LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða.
TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir.
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning.
SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar.
ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir.
AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir.
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni.
AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann.
AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl.
Skráning er hafin í s. 666-9999.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)