Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Fiskurinn Wanda
30.8.2008 | 11:18
Myndin um Wöndu og demantaránið var frumsýnd árið 1988. Aðalhlutverkin voru í höndum John Cleese, Jamie Lee Curtis, Michaels Palin og svo þessa manns sem er hér að sýna listir sínar, Kevin Kline. Hann lék hinn djúpt þenkjandi heimspeking Ottó sem hélt að The London Underground væri stjórnmálahreyfing og að Aristóteles væri belgízkur. Fylgist líka sérstaklega með svipnum á Archie sem Cleese leikur, þegar Otto lýgur til um að hann sé CIA maður. Hvað um það, Kline og allir aðrir leikarar þessarar myndar voru magnaðir, og ég ætla að viðurkenna það hér og nú að ég horfi á hana einu sinni til tvisvar á ári. Jebb æm a nörd.
Njótið.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggstífluletiskast með borða
28.8.2008 | 15:18
Hvað á maður að skrifa þegar maður nennir ekki að blogga? Veit það ekki - en set samt eitthvað hér bara til að fullvissa fólk þarna úti sem kannski var orðið áhyggjufullt að ég er sæmilega á lífi og bara ögn kvefaður. Ekki mikið.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Góða ferð
25.8.2008 | 11:09
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins. | ||||||||||||
Geir í heimsókn til Albaníu og Grikklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stjörnustríð á fimm mínútum og þrjátíuogfimm sekúndum
24.8.2008 | 16:09
Alfred Matthew Yankovic, betur þekktur sem Weird Al flytur hér sína útgáfu af Stjörnustríði við hugljúfa tóna sem Don MacLean samdi á sínum tíma og kallaði American Pie. Alfred Matthew Yankovic er búinn að fíflast með tónlist annarra höfunda í næstum þrjátíu ár, yfirleitt með frábærum árangri. Hann hefur selt haug af plötum og hlotið ýmis verðlaun, en hefur stundum lent í smávægilegum vandræðum, stundum vegna höfundaréttar og stundum fyrir að stíga á viðkvæmar tær. Ég er búinn að fylgjast með honum síðan ég keypti "Like a surgeon" árið 1984... glöggir lesendur eða minnugir vita sennilega hvaða lagi Al sneri þar yfir á skurðlækna.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Silfurmennirnir!
24.8.2008 | 10:06
Um leið og ég óska íslenzku þjóðinni og ekki sízt strákunum okkar til hamingju með þennan frábæra árangur langar mig að impra hér á smá tölfræði. Tölfræði sem skiptir kannski ekki öllu máli inni á handboltavelli en er samt gaman að skoða.
Frakkland varð til sem þjóð árið 843 og fimmta lýðveldið var stofnað 1957. Ísland var að finnast og týnast aftur eitthvað fram eftir öldum, en árið sem við höfum miðað við sem landnámsár er 874. Lýðveldið Ísland var stofnað 1944.
Frakkland er 674.843 ferkílómetrar að stærð og Ísland 103.000 ferkílómetrar. Í Frakklandi búa 64,5 milljónir manna eða 114 á hvern km² og er tuttugusta fjölmennasta ríki í heimi. Á Íslandi búa 316.252 manns eða 3.1 á hvern km² sem setur okkur í 172. sæti yfir mannfjölda í veröldinni. Í höfuðborg Frakklands, París, búa 2.167.994 manns en í Reykjavík býr 118.861 manneskja.
Þjóðarframleiðsla Frakka var 2.2 trilljónir Bandaríkjadala árið 2006 eða rúmlega 30 þúsund dalir á mann. Þjóðarframleiðsla Íslendinga var sama ár 16 þúsund billjónir dala eða 63 þúsund dalir á mann.
Það má örugglega velta fleiri tölum fyrir sér en leikurinn fór þó 28:23 og við verðum að vera stolt af þessum strákum sem náðu svona stórkostlegum árangri.
Áfram Ísland!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þokkalegur árangur
22.8.2008 | 14:21
Who am I kidding?
Æðislegur, meiriháttar, magnaður árangur. Til hamingju Ísland. Ég horfði á leikinn í Sambíóunum Álfabakka, og þvílík stemmning, þvílíkt fjör. Þetta var sennilega betra en að vera í Kína. Miklu betra. Takk strákar fyrir stórkostlega skemmtun og Sambíóin takk fyrir að bjóða okkur! Ég held að þetta sé mest spennandi mynd sem ég hef séð í bíó. EN... Nú er bara að taka þetta á sunnudaginn, ég hef fulla trú á að ef liðið heldur sama takti þá klári þeir þetta!
Áfram Ísland!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kerry Katona
22.8.2008 | 08:38
Hér er mynd af Kerry Katona þar sem hún ullar á skattayfirvöld. Mér finnst pínulítið undarlegt að birta ekki mynd af andliti verzlunarkeðju í frétt um téð andlit. Hér hefur verið bætt úr því. Lifið heil.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Andlit Iceland gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þú getur verið nokkuð viss um að það sé árið 2008
22.8.2008 | 08:22
Þegar....
1. Þú ferð í veizlu og byrjar strax að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni en að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar eru fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista, kinkar kolli og brosir.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/n til að taka eftir númer fimm.
10. Þú skrollaðir til baka til að athuga hvort og hvernig númer fimm væri.
11. Svo hlærðu góðlátlega að heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú féllst fyrir þessu... Aha... ekkert svona fyrst þú féllst fyrir þessu.
Komdu þessu á framfæri einhvers staðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn verður bezti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi, skiptir það engi því hverjum er ekki sama svona lista? En
vinir þínir munu verða af ágætri skemmtun.
Bloggfærslan er sett inn í mikilli bloggleti og er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Saga úr sveitinni
18.8.2008 | 15:11
Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Gæsaveiðitímabilið að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þjóð þykjustuleiksins
12.8.2008 | 10:27
Ástæða þess að Yang litla var ekki valin til að koma fram er sú að við vildum sýna ákveðna ímynd, við vorum að hugsa um hvað væri best fyrir þjóðina.
Kínversk yfirvöld hafa sýnt það og sannað að þau vilja að land þeirra sé leiksvið, þar sem allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Þykjustuland. Eiginlega svo gervilegt að það er óhugnanlegt. Það að vilja ekki sýna ofurvenjulega, litla stelpu þó hún sé búlduleit og með skakka tönn er einfaldlega toppur fáránleika-ísjakans. Í Kína er bannað að eiga við þunglyndi að stríða og vei þeim sem burðast með enn þyngri andlegar byrðar. Í Kína er bannað að vera líkamlega veikur, að minnsta kosti eru eyðni og alvarlegir smitsjúkdómar hreinlega bannaðir. Ég veit svosem ekki hvað fleira er óæskilegt þar, en þetta dugar mér alveg.
Ég veit heldur ekki nákvæmlega hvað Kínverjar eru að reyna með þessum sýndarleik; fólk er almennt ekki svo skyni skroppið að það geri sér ekki grein fyrir að skakkar tennur og eyðni eru til í Kína sem annars staðar. Því hlýtur það að vera hlutverk fulltrúa íslenskra stjórnvalda og annara landa sem telja sig boðbera mannréttinda og manngæsku, sem þekkst hafa boð um að vera viðstaddir Ólympíuleikana að benda kínverskum ráðamönnum á þessa undarlegu pólítík, að maður tali ekki um að mótmæla mannréttindabrotum í Tíbet og víðar, þögnin yfir þeim er skelfilegur blettur á mannkyninu. Það má ekki óttast Kínverja þó þeir séu stórir og sterkir. Það var nefnilega oft þannig að mesta hrekkjusvínið í skólanum var með mestu minnimáttarkenndina, kannski þarf bara að hjálpa kínverskum stjórnvöldum að komast yfir minnimáttarkennd... hver veit?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Allt í plati í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.8.2008 kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)