Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Rödd Alþýðunnar

0radio3Ertu bloggari? Viltu taka þátt í umræðunni? Hjálpaðu okkur við að taka púlsinn á því sem er að gerast í heiminum, hvort sem er heima eða erlendis. Ef þú vilt koma þínu á framfæri við Rödd Alþýðunnar - bloggþáttinn á Útvarpi Sögu, sendu okkur póst á saga@utvarpsaga.is eða markusth@internet.is

Rödd Alþýðunnar má aldrei þagna - Bloggþátturinn á Útvarpi Sögu


Það var árið 2000 - Fyrir átta árum



Ennþá brennur mér í muna
meir en nokkurn skyldi gruna,
að þú gafst mér undir fótinn.
Fyrir sunnan Fríkirkjuna
fórum við á stefnumótin.

En ég var bara, eins og gengur
ástfanginn og saklaus drengur.
Með söknuði ég seinna fann, að
við hefðum getað vakað lengur
og verið betri hvort við annað.

Svo var það fyrir átta árum,
að ég kvaddi þig með tárum,
daginn sem þú sigldir héðan.
Harmaljóð úr hafsins bárum
hjarta mínu fylgdi á meðan.

En hver veit nema ljósir lokkar,
lítill kjóll og stuttir sokkar
hittist fyrir hinumegin.
Þá getum við í gleði okkar
gengið suður Laufásveginn.

       Tómas Guðmundsson

Til gamans...

Ég sá viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í gærkveldi, þar sem verið var að ræða ástandið í umferðinni í tengslum við veðurhaminn. Hann missti útúr sér að þeir hjá lögreglunni hefðu að gamni sínu komist að því að árekstrar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið öllu fleiri en vanalega. Man ekki alveg hvernig hann orðaði þetta en mér fannst það hálf ankanalegt. Gamnið sko.
mbl.is Um 300 árekstrar á viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingar eru auðvitað viðbjóður...

...en þetta hljómar samt eins og ráðherra vilji slá sig til riddara. Skv. lögunum eru reykherbergi, vel loftræst og einangruð, leyfð á vinnustöðum. Alþingi er vinnustaður hvað sem fólki kann að finnast um vinnubrögðin þar. Aftur á móti er skýrt tekið fram í lögunum (eða reglugerðinni) að reykingar séu bannaðar á almenningsstöðum eins og skemmtistöðum, skólum, sjúkrahúsum og í fólksflutningatækjum. Einfalt og skýrt. Hitt er svo allt annað mál að auðvitað væri skynsamlegt að hafa samskonar reykherbergi á skemmtistöðum og ölstofum svo fólk þurfi ekki að híma úti í norðangarranum við þennan óholla óskunda.

Það herbergi þarf samt að vera þannig útbúið að þeir sem vilja ekki láta reykja sig eins og hangilæri komist hjá því.

Lokun reykherbergis á Alþingi er bara fyrirsláttur og sýndarmennska; það þarf að finna lausn fyrir skemmtistaðina sem allir geta sæst á.


mbl.is Vill láta loka reykherbergi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ég

0garfield

Úti er alltaf að snjóa

0veturMér finnst nú yfirleitt mjög gaman þegar náttúruöflin gera vart við sig með þeim hætti sem þau hafa gert undanfarið. Það er búið að snjóa nokkuð hressilega í all nokkurn tíma, og snjókoman í nótt var alveg ekta. Það fór allt á kaf. Morguninn fór í að ýta bílum sem er alltaf ánægjulegt, einkum þegar maður er í svona góðu formi.

Mér finnst alltaf jafn magnað þegar menn reyna að leggja af stað út í umferðina á vanbúnum bílum, jafnvel afturhjóladrifnum sportbílum á sumardekkjum. Það er ekki nóg með að þeir sem láta sér detta slíkt í hug tefli sínu lífi og limum í hættu heldur er hættan sem samferðamönnum þeirra er búin jafnvel meiri. Þegar veðrið er eins og það er búið að vera undanfarið eiga menn bara að skilja bílinn eftir heima og taka leigubíl eða strætó.

Það er samt voða auðvelt að tala hátt um að taka strætó eða önnur almenningsfarartæki, því oft er nú ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum þegar veðrið verður svona. Það hverfa auðvitað flestir leigubílar og strætó gengur hægt og jafnvel illa.

Svo gerist ég bara bjartsýnn og vona að í kjölfar svona vetrar komi dásamlegt sumar.

 


Dýr væri Hafliði allur

Hvað skyldi þessi kona vera með í laun? Fjórar og hálf milljón fyrir 10 sekúndur gerir 27 milljónir á mínútu sem þýðir 1620 milljónir á klukkustund. Ef hún vinnur 8 tíma á dag gerir þetta 12.960 milljónir á dag.

Ég legg ekki í að reikna þetta lengra en er þetta ekki fullgróft.... ? Ha...?


mbl.is Útvarpskona höfðar mál gegn White Stripes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjöfin sem gleymdist...

... nei oj, þetta er of ósmekkleg hugmynd.
mbl.is Innpakkað lík fannst í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfseðils er þörf


Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.
"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér."

"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir apótekarinn, "jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér."

Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil."



Grunnur að nýrri ensk-íslenskri orðsambandabók

Stolið, stælt og skrumskælt:

1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar
Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki
dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til
skógar
26. Mountain handsome = fjallmyndarlegur
27. Are you from you = Ertu frá þér
28. What s on the small fish? - Hvað er á seyði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband