Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Sprengidagur
5.2.2008 | 09:41

Enginn mátti nefna ket
alla föstuna langa;
hver það af sér heyra lét,
hann var tekinn til fanga.
Meiri fróðleik um sprengidag má lesa í bók Árna Björnssonar Saga daganna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Karl Væl
3.2.2008 | 19:58
Ég hef aldrei horft á Sjónvarpsmarkaðinn, eða heitir það Vörutorg? Fyrr en í morgun. Þá datt ég inn á þetta fyrirbæri fyrir hreina tilviljun. Þarna stóð skrækróma karlmaður og hvatti áhorfendur til að kaupa hitt og þetta eldhúsdót frá einhverjum Karli Væl, sem er líkast til frændi þess sem talaði ef marka mátti röddina. Væl var víst búinn að framleiða dótið síðan á 19. öld. Með góðum árangri að sögn. Karl Væl var meira að segja tilbúinn að veita þeim sem voru tilbúnir að kaupa græjurnar á stundinni, strax í dag, ábyrgð næstum fram á miðja 21. öldina. Þetta hljóta að vera góðir pottar og pönnur. Og meira að segja umhverfisvænir eins og vælandi karlinn benti nokkrum sinnum á í útsendingunni. Þarna var líka í boði hnífasett (ég ætla ekki einu sinni að segja Framsóknarflokkurinn). Ég held að Karl Væl hafi líka búið það til. Meginástæða áhorfenda fyrir að kaupa hnífana var ekki sú að þarna gætu þeir eignast flugbeitta hnífa sem bíta vel, jafnt á tómata sem nautasteikur, onei. Aðalástæða þess að fólk skyldi eignast hnífasettið var sú að þá myndi það slá svo rækilega í gegn í grillveislunum í sumar! Ég greip andann á lofti og hugsaði "Vá!"
En svo hugsaði ég hvort yfirborðsmennsku fólks væru engin takmörk sett og slökkti. Held ég kveiki ekki aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rödd Alþýðunnar - Mannanafnanefnd og réttindi transgender fólks
3.2.2008 | 15:56
Síðan í október hefur mannanafnanefnd hafnað sex umsóknum um skráningar en samþykkt ellefu. Eiginnafninu Pia var hafnað þar sem það tekur ekki eignarfallsendingu og rithátturinn er ekki í samræmi við íslenska hefð.
Rödd alþýðunnar - Bloggþáttur Útvarps Sögu verður á dagskrá í fyrramálið milli kl. 7 og 9. Þangað fæ ég góðan gest, Önnu K. Kristjánsdóttur sem ætlar að tala um réttindi transgender fólks, vandamál í sambandi við nafngiftir og fleira. Anna skrifað góðan pistil um þetta mál á bloggið sitt í dag og eins í mars á síðasta ári. Í tengslum við þetta ætlum við að skoða reglur um mannanöfn á Íslandi og vitna í bloggfærslur í því sambandi.
Í þættinum verður auðvitað líka kíkt inn á fleiri blogg og fylgst með hvað fólk er að taka sér fyrir hendur í bloggheimum.
Stillið á Útvarp Sögu í fyrramálið milli klukkan 7 og 9.
![]() |
Piu og Sven hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórir strákar fá raflost...
2.2.2008 | 16:05
Örútgáfan með góða endinum:
Þeir hringdu í morgun og sögðu að Lilla væri orðin góð....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aðilar íslenskunnar
2.2.2008 | 14:30
Þessi frétt birtist á visi.is fyrir örskömmu:
James Spears faðir Britney Spears er nú lögráðaaðili yfir dóttur sinni og eigum hennar samkvæmt úrskurði dómstóls í Los Angeles.
Þarna er verið að búa til heljarlanga setningu sem hefði getað orðið helmingi styttri og skilmerkilegri:
Dómstóll í Los Angeles hefur skipað James Spears, föður Britney Spears lögráðamann dóttur sinnar.
Án þess að ætla að hljóma eins og málfarsfasisti þá hljómar setningin af vísisvefnum alveg hræðilega og ég get engan veginn skilið þessa aðilavæðingu tungumálsins.
Eða er þetta kannski bara nöldur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stressið í vinnunni getur verið yfirþyrmandi
1.2.2008 | 12:49
Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að Arnþrúður myndi ekki taka það í mál. Þá datt mér í hug að hugsanlega myndi hún leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Friðþæging - Mögnuð kvikmyndaupplifun
1.2.2008 | 09:17
Í gærkvöldi fékk ég tækifæri til að sjá hina stórkostlegu mynd Atonement, eða Friðþægingu. Henni er leikstýrt af Joe Wright og byggð á skáldsögu eftir Ian McEwans með sama nafni.
Án þess að ætla að ljóstra of miklu upp um söguþráð myndarinnar sýnir hún hvernig hæglega er hægt að rústa nokkrum mannslífium með því að bera á manneskju rangar sakir, hvort sem það er viljandi eða óviljandi. Eitthvað sem við bloggarar ættum kannski að muna stundum.
Atonement er gríðarlega sterk mynd, vel gerð og leikin enda tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Keira Knightley og James McAvoy eru feiknafín í hlutverkum sínum, en mér fannst frammistaða þeirra þriggja sem leika Briony Tallis, örlagavald sögunnar, algerlega stórkostleg, sérstaklega hinnar tólf ára gömlu Saoirse Ronan sem getur sagt heila sögu með augnaráðinu einu saman.
Ég get ekki annað en mælt með þessarri mynd, hún er hrein veisla fyrir augað. Mannleg og mögnuð mynd, stundum fyndin, stundum gríðarlega sorgleg en alltaf mjög raunveruleg og ótrúlega sláandi.