Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Veldur Pepsi Max ofskynjunum?
29.11.2008 | 21:16
Ég hef séð nokkrar sjónvarpsauglýsingar um ropvatnið Pepsi Max, þar sem ungir menn eru í þann mund að framkvæma fífldirfskulegar æfingar sem ég mæli ekki með að nokkur maður reyni heima hjá sér. Rétt í þann mund sem ofurhugarnir eru að guggna á öllu hafaríinu heimta þeir Pepsi Max að drekka, þamba úr dósinni sem þeim er rétt og verða samstundis fyrir ótrúlegum ofskynjunum; sjá rómverska riddara, hnefaleikakappa og ég veit ekki hvað. Það er ekki nóg með að þeir sjái, heldur tala ofskynjanirnar til þeirra, sem er auðvitað háalvarlegt mál. Ofskynjanir þessar valda því að ofurhuginn lætur skeika að sköpuðu og lætur vaða. Með ófyrirséðum afleiðingum.
Það er næsta víst að Pepsi Max er stórhættulegt ofskynjunarlyf sem enginn ætti að neyta. Ef marka má auglýsingarnar um það að minnsta kosti.
Bloggfærslan er alfarið ábyrgð þess sem hana skrifar og það eru ofskynjanir af þinni hálfu ef þú heldur að einhver annar eigi að bera ábyrgð á henni. Allra síst ber Mogginn eða Moggabloggið ábyrgð á þessu bulli.
Bankarnir eru reknir á viðskiptalegum forsendum - gömul sannindi og ný
29.11.2008 | 10:41
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins
Stórviðskipti borin undir bankaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið gleðiefni
27.11.2008 | 18:37
Og hláturinn lengir lífið - njótið vel og lengi!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Helgi komst áfram í Wales | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Code name Sleeping beauty
26.11.2008 | 17:38
Enn ein nefndin, sem á að gera hvað? Jú fjalla á sinn hátt um ástæður bankahrunsins. Má ekki alveg búast við að þetta verði til þess að málið sofni endanlega svefni hinna ranglátu? Að nefndin sjái til þess að þvæla og þvarga það lengi um málið að það gleymist, týnist eða hverfi?
Hver er REI málið, hvar er olíusamráðsmálið, hvar eru öll hin skítamálin sem við vitum um en munum ekki hvað heita? Sofnuð ... horfin... dáin.
Ráðherraræðið á Íslandi gat ekki brugðist okkur, auðvitað var stofnuð enn ein svefnnefndin...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Víðtækar rannsóknarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hollinn skollinn
25.11.2008 | 18:46
Maður er bara orðinn eins og bundið hafi verið fyrir augun á manni, manni snúið hring eftir hring síðan dulan tekin frá augunum á manni og ætlast til að maður gangi beint ...
Ég bara skil ekki neitt...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Mótmælin vekja athygli utan landsteinanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólagjöfin í ár
24.11.2008 | 15:24
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af gáfnafari ráðherra
22.11.2008 | 12:04
Davíð Oddsson er í Washington hjá George Bush. Eftir að þeir hafa
lokið við að borða kvöldmat segir Bush: Well David, I dontt know
what you think of the members of your Cabinet, but mine are all bright
and brilliant. How do you know? Spyr Davið. Oh well, its simple,
segir Bush. They all have to take special tests before they can be a
minister. Wait a second. Hann veifar til Colin Powell og segir við
hann: Tell me Colin, who is the child of your father and of your
mother who is not your brother and is not your sister? Ah, thats
simple Mr. President, segir Colin, it is me! Well done, Colin,
segir Bush og Davið er alveg heillaður!
Eftir að viðræðum þeirra er lokið sest Davíð upp í flugvél og heldur
aftur heim til Íslands. Á leiðinni heim leiðir Davíð hugann að því
hver sé í raun greindarvísitölustaða hinna ráðherranna í ríkistjórn
hans. Þegar hann mætir aftur á skrifstofuna hringir hann í Guðna
Ágústsson og biður hann að kíkja við hjá sér. Guðni kemur til hans að
vörmu spori og Davíð segir þá við hann um leið: Guðni, segðu mér nú,
hvert er barn þíns föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né
systir? Guðni hugsar sig um vel og lengi án þess að geta svarað. Ja
hérna, þessi var flókin! Má ég ekki fá að hugsa mig um dálitla stund?
Davíð vill ekki leggja óþarfa pressu á Guðna svo hann segir: Jú allt
í lagi, þú færð 24 stunda umhugsunarfrest. Guðni snýr aftur til
skrifstofu sinnar og hugsar nú svo stíft að það brakar í
heilaberkinum. Eftir að hafa setið og hugsað um hríð ákveður hann að
kalla saman starfsfólk sitt í landbúnaðarráðaneytinu og leggja
spurninguna fyrir þau. Allt kemur fyrir ekki. Enginn hefur svarið við
þessari gestaþraut Davíðs. Eftir 20 stundir hefur Guðni enn enga lausn
fundið.
Hann verður nú afar áhyggjufullur því hann skilur þó það að svarið við
þessari spurningu getur þýtt af eða á fyrir hann sem ráðherra í
ríkistjórn Davíðs og nú eru bara 4 tímar eftir af frestinum. Þá dettur
honum ráð í hug!: Ég spyr bara Geir H. Haarde! Hann er bæði
talnaglöggur og útsjónarsamur, ef einhver veit það, þá er það hann!
Guðni drífur sig yfir til Geirs og segir: Geir, þú verður að hjálpa
mér, Davíð fól mér að leysa þraut þar sem ég held að það ráðist hvort
ég held ráðherrastöðu minni eftir því hvort mér tekst að svara rétt
eður ei. Hver er þrautin? spyr Geir. Hlustaðu nú, segir Guðni.
Hvert er barn þíns föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né
systir? Þetta er einfalt, segir Geir. Þetta er ég! Að
sjálfsöðgu!, segir Guðni og hleypur yfir til að segja Davíð svarið.
Davíð, Davíð, nú hef ég svarið! Þetta er Geir H. Haarde! Davíð lítur
upp á Guðna raunamæddum augum og segir: Mér þykir það leitt Guðni
minn en það er ekki rétt. Rétt svar er Colin Powell
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tveir bankar í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þau eru svolítið eins og hjón - samt í hjúskap með öðrum
21.11.2008 | 17:21
Maður og kona sem höfðu aldrei hist áður, en voru bæði gift öðrum, höfðu verið bókuð í sama lestarklefann á ferðalagi.
Eftir frekar vandræðalega stund og óþægilegar mínútur yfir því að þurfa að deila klefa, voru þau bæði orðin mjög þreytt og sofnuðu.
Hann í efri koju og hún í neðri kojunni.
Um klukkan eitt um nóttina hallaði maðurinn sér yfir kojuna og vakti konuna blíðlega.
Pst...pst.... sagði hann.
Fyrirgefðu frú að ég sé að trufla þig en viltu vera svo væn að opna
skápinn fyrir mig og rétta mér annað teppi, mér er svo kalt.
Ég hef betri hugmynd, sagði hún.
Hvernig líst þér á að við látum eins og við séum gift - Bara í nótt ?
Jahá - það er frábær hugmynd svaraði hann.
Gott sagði hún: "Farðu þá og náðu í þitt andsk... teppi sjálfur"
Eftir augnabliksþögn rak hann við.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Óska eftir launalækkun | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að láta blekkjast
20.11.2008 | 18:35
An 86-year-old man went to his doctor for his quarterly check-up...
The doctor asked him how he was feeling, and the
86-year-old said ,'Things are great and I've never felt better.'
I now have a 20 year-old bride who is pregnant with my child
'So what do you think about that Doc ?'
The doctor considered his question for a minute and
then began to tell a story.
'I have an older friend , much like you, who is an avid hunter and never misses a season.'
One day he was setting off to go hunting.
In a bit of a hurry , he accidentally picked up his walking cane instead of his gun.'
'As he neared a lake , he came across a very large male beaver sitting at the water's edge.
He realized he'd left his gun at home and so he couldn't shoot the magnificent creature.
Out of habit he raised his cane , aimed it at the animal as if it were his favorite hunting rifle and went 'bang, bang'.'
'Miraculously , two shots rang out and the beaver fell over dead.
Now, what do you think of that ?' asked the doctor.
The 86-year-old said ,
'Logic would strongly suggest that somebody else pumped a couple of rounds into that beaver.'
The doctor replied , 'My point exactly.'
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Falla í pytti á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mynd frá mótmælum
18.11.2008 | 21:09
Þessa mynd fékk ég senda frá einum hlustenda Útvarps Sögu og ákvað að gerast það djarfur að birta hana hér.
Svo er sami söngurinn um ábyrgð höfundar og ábyrgðarleysi mbl og það allt...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)