Veldur Pepsi Max ofskynjunum?

Ég hef séð nokkrar sjónvarpsauglýsingar um ropvatnið Pepsi Max, þar sem ungir menn eru í þann mund að framkvæma fífldirfskulegar æfingar sem ég mæli ekki með að nokkur maður reyni heima hjá sér. Rétt í þann mund sem ofurhugarnir eru að guggna á öllu hafaríinu heimta þeir Pepsi Max að drekka, þamba úr dósinni sem þeim er rétt og verða samstundis fyrir ótrúlegum ofskynjunum; sjá rómverska riddara, hnefaleikakappa og ég veit ekki hvað. Það er ekki nóg með að þeir sjái, heldur tala ofskynjanirnar til þeirra, sem er auðvitað háalvarlegt mál. Ofskynjanir þessar valda því að ofurhuginn lætur skeika að sköpuðu og lætur vaða. Með ófyrirséðum afleiðingum.

Það er næsta víst að Pepsi Max er stórhættulegt ofskynjunarlyf sem enginn ætti að neyta. Ef marka má auglýsingarnar um það að minnsta kosti.

Bloggfærslan er alfarið ábyrgð þess sem hana skrifar og það eru ofskynjanir af þinni hálfu ef þú heldur að einhver annar eigi að bera ábyrgð á henni. Allra síst ber Mogginn eða Moggabloggið ábyrgð á þessu bulli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Orgar

Þú færð allavega útbrot og ógleði af Maxinu

Orgar, 29.11.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

89 krónur tvílíterinn í Bónhannezarbaugzbúðinni & af hverju veit ég það ?

Konudýr lehamzdrar þetta í hundraðavíz af þvílíkilli fíkn & áztríðu að það er fullt pikkandi pallhús af þezzu ógeðizglundri hérna núna út á plani, já minn eðalFord er undirlagður undir þetta dóperí & var nú áður meira meintur sem 'kókbíll'.

"Hvað ef frýz nú almennilega & allt PepsíMaxið spríngur, gæzkan mín?" var mætt með viðurstyggilega skilníngssljóu augnaráði fíkilsins.

Steingrímur Helgason, 29.11.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég elska Pepsi Max!

Sigþrúður Harðardóttir, 29.11.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En fáið þið sem  drekkið það svona ofskynjanir - eða venzt þetta kannski?

Markús frá Djúpalæk, 30.11.2008 kl. 00:34

5 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Varið ykkur á aspartaminu, held það sé hið mesta eitur hvað sem hver segir.

Sigríður Þórarinsdóttir, 30.11.2008 kl. 04:22

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Izz, þarekki einuzinni hægtað blandíetta...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.11.2008 kl. 21:47

7 identicon

Hmmmm....  skemmtileg pæling, er maður þá bara búinn að vera í ofskynjunum síðustu árin......  spurning hvort allt verður bara venjulegt aftur, engin bankakreppa, ekkert atvinnuleysi osfrv., ef maður  hættir að drekka þennan óþverra.......  ???

NN (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha góð spurning!!

Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 13:57

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Passaðu þig nú, það er aldrei of varlega farið þegar gasmyndandi ropvatn er annarsvegar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband