Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Guði sé lof

að við getum haft húmor fyrir honum, en spurningin er auðvitað sú hvort það sé við hæfi að grínast með þennan þátt sögu Krists, upphaf píslarsögunnar? Það hefði kannski mátt velja einhverja aðra kafla úr Nýja testamentinu úr því að það þurfti að velja þá góðu bók sem grundvöll nýrrar auglýsingaherferðarinnar hjá Símanum.

T.d. með Jesú röltandi á vatninu og hann hringir í fiskimennina og segir þeim í rólegheitum að hann sé nú bara rétt ókominn til þeirra. Hann hafi bara aðeins tafist og því þurft að hlaupa til þeirra.

Eða Jesú að klára að lækna Lasarus og um leið og hann stendur upp grípur Jesú símann og hringir eitthvað og segir: Jú búinn að lækna strákinn, hann skýst bara til ykkar.

Eða eitthvað. Guð er nefnilega góður og hefur húmor fyrir þessu. En ég er ekki alveg jafn viss um að hann hafi endilega húmor fyrir fólki sem sver af sér samþykki fyrir svona auglýsingum og segist ekki hafa vitað hvernig útkoman yrði þó svo búið væri að segja þeim hugmyndina.

Samt sér Guð kannski líka í gegnum fingur með það.


mbl.is Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn á körlum og konum

man-and-woman


Helvítis grauturinn - saga um morgunverkin

BangsafjölskyldanÞað var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju
einn daginn.

Bangsi litli tölti inn í eldhús, settist við morgunverðarborðið, leit ofaní
litlu skálina sína og sá að hún var tóm. "Hver hefur borðað grautinn minn?"
spurði hann, ámátlegum rómi.
Bangsapabbi leit ofan í stóru skálina sína og sá að hún var líka tóm.
"Hver hefur borðað grautinn minn?" urraði hann.
Bangsamamma leit upp frá eldhúsbekknum og sagði:
"Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegnum þetta?
Bangsamamma vaknaði fyrst allra.
Bangsamamma vakti ykkur hina.
Bangsamamma hitaði kaffið.
Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa. Bangsamamma lagði
á borðið. Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkann og gaf kisu
að éta og drekka.
Bangsamamma fór út og sótti blaðið.
Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru trýnum við
morgunverðarborðið...
hlustið vel, þetta segi ég bara eitt skipti í viðbót:
""ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!""


Ótti

Það er auðvitað deginum ljósara að menn eru ekki handteknir og hnepptir í gæsluvarðhald að ósekju í tengslum við hryðjuverkamál. Að baki er löng og ítarleg rannsókn sem leitt hefur til þeirrar stöðu sem nú er komin upp.

Þegar svona atburðir verða í næsta nágrenni, eins og í okkar gömlu höfuðborg, spyr maður sig er hætta á að staða sem þessi komi upp á Íslandi? Auðvitað vonar maður ekki og því má ekki gleyma að Danmörk er virkari þátttakandi í hernaði eða friðargæslu víða um heim, en við Íslendingar. Heldur má ekki gleyma skopmyndunum sem fór svo mjög fyrir brjóstið á sómakærum áhangendum íslams.

Óneitanlega fer um mann óhugur samt að fá svona tíðindi.


mbl.is Átta handteknir í lögregluaðgerðunum í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði ekki mátt lauma karlinum eitthvað annað?

Til dæmis á afskekkta eyðieyju í norður íshafi og skilja hann þar eftir. Bara pæling.
mbl.is Bush laumað út úr Hvíta húsinu í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinheppinn alltaf

Mér tekst alltaf að klúðra því að skunda á völlinn þegar Valsmenn sýna stórleik eins og þeir óhikað gerðu í kvöld. Ja, segi nú kannski ekki alltaf, en alltof oft.

Nú getum við átt von á gríðarlega spennandi lokaumferðum Íslandsmótsins og allt getur gerst. Fimleikafélag Hafnarfjarðar náði reyndar góðum sigri í bikarkeppninni fyrr í dag þegar þeir sigruðu baráttuglaða Blika. Nú er spurning hvernig Hafnfirðingarnir mæta til næstu leikja, bandbrjálaðir með sigurviljann að vopni eða þreyttir eftir slaginn við Blikana.

Við vitum allavega að Valsmenn hafa tvíeflst eftir gott gengi að undanförnu og mæta bandbrjálaðir í næstu leiki.

Að minnsta kosti er ekkert öruggt ennþá í Íslandsmótinu, hvorki hverjir falla, né hverjir verða Íslandsmeistarar. Það eru spennandi vikur framundan fyrir fótboltaáhugamenn!


mbl.is Valsmenn unnu stórsigur á Víkingi, 5:1, og metið féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkennum það bara...

...óhugnanleg hugmynd en í undirmeðvitundinni kviknaði samt sú hugsun að það gæti verið áhugavert að lesa þessa bók. Held ég geri það samt ekki.
mbl.is Ósmekklegasta bók síðustu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphitun

Sennilega voru mótmælendur gærdagsins að hita upp fyrir daginn í dag með látunum í gær!
mbl.is Orrustan um Kaupmannahöfn háð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En

Fyrir utan það ættum við að taka dani okkur til fyrirmyndar og mótmæla öllu ruglinu og bullinu, kröftuglega og þannig að tekið sé eftir! Og mark tekið á!

Auðveldara

Loksins komin hin fullkomna aðferð við handtökur! Það hlýtur að auðvelda störf lögreglunnar að handtaka marga í einu og nota til þess nót. Æ ég bara varð.

Sextíu og þrír voru handteknir í nót í Kaupmannahöfn eftir að mótmælum til minningar um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn lauk með ólátum.


mbl.is Tugir handteknir í óeirðum í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband