Ljóð dagsins
2.9.2008 | 22:11
Ljóð dagsins á ljóð.is er eftir karl föður minn, Þórhall Eiríksson. Mér datt í hug að smella því hér inn svo þið gætuð notið þess með mér.
Regnið bunar fossar fellur
fyrn af vætu komin er.
Upp um ræsin vatnið vellur
voði á ferðum sýnist mér
http://www.ljod.is/firstpage.php
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins
Athugasemdir
Eru þetta ekki kallaðar vísur eða stökur?
Eiríkur Harðarson, 2.9.2008 kl. 22:17
Jú sennilega - en þetta er nú samt ljóð dagsins inni á ljóð punktur is.
Markús frá Djúpalæk, 2.9.2008 kl. 22:24
Góð þessi hjá honum pabba þínum.
Marta B Helgadóttir, 2.9.2008 kl. 23:06
Kíkti á fleiri vísur og ljóð eftir karl föður þinn.
Gaman að þeim. Kannski ég noti þær í ljóðakennslunni, þær eru í öllu falli rétt ortar.
Sigþrúður Harðardóttir, 3.9.2008 kl. 22:30
Þið eruð smekkkonur, Marta og Sigþrúður. Það held ég að honum þætti vænt um að vera notaður við kennslu.
Markús frá Djúpalæk, 3.9.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.