Að eiga fyrir salti í grautinn

Það er ábygglega fínt að hafa um tvær milljónir fyrir utan skatta hvern einasta dag ársins. Hér er listi yfir 10 tekjuhæstu bankamenn landsins.

Hafa skal í huga að tekjur þessara manna eru ekki eingöngu launagreiðslur heldur einnig skattskyldur hagnaður af kaupréttum sem þeir hafa fengið hjá sínum bönkum.

1. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings 741,6 milljónir
2. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis 516 milljónir
3. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss 373,2 milljónir
4. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans 354 milljónir
5. Lárus Welding, forstjóri Glitnis 318 milljónir
6. Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis á Íslandi 296,4 milljónir
7. Baldvin Valtýsson, Landsbanknum í London
8. Guðmundur Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Property Group í Danmörku 268,8 milljónir
9. Jón Kristinn Oddleifsson, Landsbankanum 258 milljónir
10. Tómas Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis 256,8 milljónir

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.



mbl.is Með 62 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sveiattann, stalst til að tenglazt á þessa færslu frá minni, forláttu mér.

Steingrímur Helgason, 1.8.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Linda litla

Hugsið ykkur.... ég næ ekki einu sinni 2 millum á ári, samt eru barnabætur og meðlag inni í þeirri upphæð. Þetta er alveg útí hött að þetta skuli vera svona.

Linda litla, 1.8.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hva mönnum veitir nú ekki af þessu smælki  Steingrímur, Minn er heiðurinn.

Markús frá Djúpalæk, 1.8.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Heill og sæll Markús!

Innilegar þakkir fyrir samveruna  á dögunum!

Gerum þetta aftur!

Kær kveðja   Halldóra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 1.8.2008 kl. 18:19

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mér finnst að ekki sé við hæfi að gera lítið úr Excel-peningum með því að benda á tekjur þeirra sem hafa það gott. Þetta eru peningar eins og hverjir aðrir Monopoly peningar. Excel-peningar eru jafngóðir og Monopoly peningar. Þessir gaurar þurfa líka salt - kannski ekki í grautinn - en sennilega eitthvað annað sem þeir eru að borða. Í versta falli í augu þeirra sem fylgjast með þeim.

Sumarliði Einar Daðason, 1.8.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Markús...Er einhver ofantalinna á lausu?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 1.8.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Halldóra, takk sömuleiðis, þetta var ánægjulegt. Sumarliði það á aldrei að gera lítið úr peningum. Guðrún Magnea, það er ekki gott að segja. Ætli þeir séu ekki allir meira og minna á lausu, ég get ekki ímyndað mér að menn með þessar tekjur hafi tíma til að rækta ástarsambönd við annað en gengisþróun og verga þjóðarframleiðslu.

Markús frá Djúpalæk, 2.8.2008 kl. 03:53

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Þórhallur!Þakka þér fyrir alla skemmunina á"Sögu"þótt við Vestmannaeyingar höfum verið"hlunnfarnir"mikið undanfarið.Ég er elilifeyrisþegi og hafði 1.471.153 á síðasta ári.Þetta þótti Tryggingarstofnun of mikið og ætlar að taka 26.522 af janúar greiðslunni.Svona er nú að vera gamall á Íslandi eftir töluvert mikið svall en sjómennsku sem stóð í 52 ár.Kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 2.8.2008 kl. 11:55

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sæll Ólafur, og þakka þér góð orð í mín garð. Ég varð einmitt vitni að gæsku kerfisins á Íslandi í gær þegar foreldrar mínir sögðu mér svipaða sögu og þú segir hér. Í stað endurgreiðslu sem þau áttu von á skulda þau Tryggingastofnun einhver ósköp. Gamla fólkið á Íslandi þykir greinilega ofhaldið og augljós að það skal brotið niður sem mest má. Manni blöskrar!

Markús frá Djúpalæk, 2.8.2008 kl. 12:11

10 Smámynd: Gunnar Ásgeir Ásgeirsson

Af hverju má ekki bara fólk vera ríkt sem hefur unnið til þess?
Það er alveg defenetly öfundsjúka fólkið  sem segir að þetta séu of miklir peningar.. hahaha ég er bara glaður fyrir hönd þessara manna að þeir hafa náð langt í lífinu... En flumbra ekki með það að þetta sé allt of miklir peningar. Þeir náðu langt þannig gott hjá þeim og ég hef ekkert að segja meira.

Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 9.8.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já Gunnar minn, ég er alveg sammála með þá sem hafa auðgast með því að vinna fyrir því. Sem hefur byggt upp sín eigin fyrirtæki og náð að búa til mikið úr kannski nánast engu í upphafi með vinnusemi og ráðdeild. Það á því miður ekki við um þá sem á þessum lista eru.

Markús frá Djúpalæk, 9.8.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband