Yrsa hafði rétt fyrir sér
20.6.2008 | 17:46
Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur var í stuttu spjalli hjá mér í Síðdegisútvarpi Sögu í dag og reyndist sannspá þegar hún veðjaði á Harðskafa Arnaldar sem sigurvegara í keppninni um Blóðdropann þetta árið.
Harðskafi er fín bók og Arnaldur ágætlega að þessu kominn. Nú verð ég bara að fara að grípa þær sem ég á ólesnar af hinum tilnefndu bókum og bera þetta allt saman. Ég hef lengi haft gaman að bókum Ævars Arnar Jósepssonar, sem ekki átti bók á þessum lista og ef ég man rétt á að fara að gera sjónvarpsþætti eftir þeim. Það er spennandi tilhugsun.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Arnaldur hlaut Blóðdropann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér fannst reyndar bara ekkert varið í Harðskafa frekar en Konungsbók. Hef heyrt marga segja svipaða sögu. Arnaldur er ágætur en hampað óþarflega mikið.
Brynja Hjaltadóttir, 21.6.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.