Afmæliskveðja

Hún mamma mín, Þórdís Þórarinsdóttir á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn mamma.

Ég man þá vögguvísu,
er söngstu mér í sál.
Hún býr í brjósti mínu,
sem heilagt huldumál;
hún er það eina í heimi,
sem aldrei reynist tál.

Með barnslegt bros á vörum
þá hjá þér hvíldi ég. –
Ég man, hvað móðurhöndin
var næm og notaleg,
og brennheit bænarorðin,
sem bentu á lífsins veg.

,,Ó, Jesú, bróðir bezti,”
var aðstoð okkar þá.
Og kærleik hans svo hreinan
í svip þínum ég sá,
er heitan lófann lagðir þú
litla vangann á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með hana móður þína..... hvað er hún svo gömul (ung) ??

Linda litla, 21.4.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Bráðung - nú er að reikna...aðeins eldri en ég. Hún er orðin 74 vetra.

Markús frá Djúpalæk, 21.4.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happy Birthday

Til hamingju með daginn, mamma (Markúsar)!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Tómas Þráinsson

Sendu mömmu þinni hjartanlegar hamingjuóskir frá mér Krúsi. Bið líka að heilsa hinum á heimilinu :)

Tómas Þráinsson, 21.4.2008 kl. 19:12

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Skila því Tommi minn.

Markús frá Djúpalæk, 21.4.2008 kl. 19:24

6 Smámynd: Beturvitringur

Loksins var ég sátt, og meira en það. Hef engan áhuga á þessum langdregnu textaskrifum þínum, - - en Þetta er yndislegt. Fékk tár bakvið augun. Stel þessu, OK?  Hjartans þakkir, það er svo sjaldan að maður lesi hreint mannbætandi orð.

Beturvitringur, 22.4.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Beturvitringur

Abbababb, SYSTIR mín er 78 ára!!! me me

Beturvitringur, 22.4.2008 kl. 00:17

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Iss addna besservisser, ég á barnabörn sem eru eldri!! me2 me3..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju með mömmu þína, Markús, og með vísurnar strangstuðlaðar!

Jón Valur Jensson, 22.4.2008 kl. 00:38

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Afmælis kveðja til mömmu þinnar Markús

Sporðdrekinn, 22.4.2008 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband