Varla...
19.4.2008 | 17:30
...skreið hann út um bréfalúguna með ránsfenginn. Annað er þó ekki að skilja af fréttinni. Snillingar eru blaðamenn Moggans. Ég held að þó glæpamenn almennt hljóti nú að vera frekar tregir hefði verið skynsamlegra að fara út um dyr með dótið, minni troðningur í því fólginn einhvern veginn.
Smeygði sér inn um 35x35 bréfalúgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Athugasemdir
elskan mín, það er nú líklega hægt að skrúfa þetta dót í sundur.
Beturvitringur, 19.4.2008 kl. 17:34
elskan mín, ég er fiskur og kæmist léttilega þarna í gegn... með allt mögulegt
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 17:41
Og lítið dót...
Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 20:50
hva! Þær elska þig báðar og þú gerir enga athugasemd.....
Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:18
Vertu ekki að dissa blaðamenn morgunblaðsins Markús. Þá verð ég að flengja þig með mogganum.
Brynja Hjaltadóttir, 19.4.2008 kl. 23:09
Hrönn - ég varð svo upp með mér að ég varð orðlaus og missti bara einhverja vitleysu út úr mér. Hver svarar svona huggulegu orðum með "...og lítið dót". Bara kjánar. Brynja - þú verður þá að flengja mig með að minnsta kosti vikuskammti af Mogganum ef það á hafa einhver áhrif, hann er orðinn svo voðalega þunnur eitthvað ... (úbs... móðgun og bann)
Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.