Snobb

Afsakið meðan ég æli. Kúgast allavega. Þessi yfirlýsing hljómar eins hún komi frá heimili þar sem allt er í tómu tjóni, en þarf samt að líta vel út, út á við. Við megum ekki láta það spyrjast út um okkur að við ætlum að fara að taka upp einhver annan gjaldmiðil. God forbid að það komist upp að hér sé eitthvað að!
mbl.is Ein ríkasta þjóð í heimi tekur ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Vel mælt. Alveg bráðundarleg rök hjá hr Haarde. Við erum rík, já, en örsmá og því veikburða. Það er ekki það sama að vera ríkur og vera af praktískri stærð fyrir gjaldmiðil. Danir bundu sína mynt við evruna -eru þeir þá eitthvað ómerkilegri fyrir vikið í augum ráðherra?

Svo hef ég ekki enn heyrt beinlínis nein rök fyrir því að við meigum ekki taka upp evru einhliða, eða binda okkur við myntina. Það eru helst "af því bara"-rök (og alltaf frá ESB-sinnum), sem krefjast þess þá að við göngum í ESB, og í myntbandalagið, ef við viljum tengja okkur Evrunni.

Þetta fólk er með svo þröngt sjónsvið, eitthvað...

Promotor Fidei, 18.4.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað er að? Hér eru allir á flottum launum með fullt af vinnu.

Ættir að kynna þér þetta í öðrum löngum.

Hann mælir þetta í máli hagfræðinga og það er GDP, eða veginlandsframleiðsla á  hvern íbúa á ári, þar erum við í 4 sæti og tekið er tillit til kaupgetu (PPP) þá erum við í 5 sæti af umb. 200 löndum

http://en.wikipedia.org/wiki/Iceland  Það er listi til hægri.



Svo það er rétt, við erum næstum ríkasta þjóð í heimi á eftir USA og Luxemburg, en USA telur íbúa eflaust ekki alveg rétt, stærri tala til að deila með minn framleiðsla á hvern. Luxemburg hænir að sér ríkt fólk og gefur því lága skatta og svo er þetta fólk eitthverstaðar annarstaðar að leika sér.

Fasteignir eru miklu minna skuldsettar hér en í öðrum vestrænum ríkjum.

Við erum best......

Johnny Bravo, 18.4.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Húrra!

Markús frá Djúpalæk, 18.4.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband