Af hverju fer fólk svona illa með börn?
25.2.2008 | 12:26
Hvernig stendur á því að fólk sem er ráðið til að annast minnstu og hjálparlausustu þegna þessa og annarra landa getur fengið af sér að koma svona hræðilega fram við þá?
Hérna er ein skelfileg frétt af ruv.is
Grunur leikur á að 7 börn hafi verið myrt á bresku upptökuheimili fyrir nokkrum áratugum síðan. Líkamsleifar eins þeirra fundust um helgina en rannsókn á illri meðferð barna sem þar voru vistuð hefur staðið yfir í hálft annað ár.
Í nóvember síðastliðnum höfðu 140 gefið sig fram og lýst hvernig þau voru misnotuð á kerfisbundinn hátt af starfsmönnum. Fyrir um mánuði var svo karlmaður ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur barnungum stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu á árunum 1969-1979.
Eyjan Jersey á Ermarsundi er vettvangur þessara óhugnanlegu atburða en á þessu upptökuheimili voru börn með félagslega erfiðleika vistuð allt til ársins 1986.
Síðan þá hefur farfuglaheimili verið starfrækt á staðnum. Haustið 2006 vaknaði grunur um að ekki hefði verið allt með felldu á heimilinu og hófst þá rannsókn á hvort börnin hefðu sætt illri meðferð. Í nóvember síðastliðnum höfðu 140 gefið sig fram og lýst hvernig þau voru misnotuð á kerfisbundinn hátt af starfsmönnum.
Fyrir um mánuði var svo karlmaður ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur barnungum stúlkum sem vistaðar voru á heimilinu á árunum 1969-1979. Um helgina komst hins vegar rannsóknin á nýtt stig þegar sporhundur fann hauskúpu af barni undir steinsteyptu gólfi í aðalbyggingu heimilisins. Aldur og nafn barnsins er ennþá óþekkt en talið er að það hafi látist snemma á níunda áratugnum.
Þá hefur sporhundurinn sýnt 6 öðrum stöðum á lóð heimilisins mikinn áhuga og óttast lögregla að þar séu líkamsleifar fleiri barna að finna. Yfirmaður rannsóknarinnar sagði í samtali við fjölmiðla í gær að á næstu dögum verði grafið á þessum stöðum og allt svæðið fínkembt að öðru leyti í leit að vísbendingum. Erfitt gæti hins vegar reynst að bera kennsl á beinin þar sem upplýsingar um börnin sem hafi verið vistuð á heimilinu séu oft ófullkomnar. Á annan tug manna er grunaður um aðild að málinu og verða þeir yfirheyrðir eins fljótt og kostur er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veistu...... mér finnst svo skelfilegt hvernig fólk getur hagað sér að ég forðast að hugsa um það!
Bara svona til að viðhalda almennri geðheilsu minni
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 19:38
Þá beitum við sömu aðferð. En maður getur ekki alltaf horft í hina áttina.
Markús frá Djúpalæk, 25.2.2008 kl. 20:04
Það er hættulegt þegar fólki verður sama um aðra...
The Jackal, 26.2.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.