Sigrún Vala

sigrúnvala...söngkonan unga var gestur í Síðdegisútvarpinu. Hún er bara 18 ára en hefur verið að syngja frá því hún man eftir sér. Vilmundur Sigurðsson uppeldisfaðir hennar og umboðsmaður kom með henni og sagði frá hvernig hún væri raunverulega aðal hobbý fjölskyldunnar sem hefur gert sitt ýtrasta til að koma henni á framfæri. Sennilega er verið að uppskera laun erfiðisins um þessar mundir.

Við heyrðum upptöku með Sigrúnu síðan hún var 11 ára og söng "Á kránni" gamla sorglega lagið um hann Villa litla. Dapurlegt og krúttlegt í senn að heyra þessa litlu rödd syngja. Við frumfluttum nýjasta lagið hennar "Til í hvað sem er", Íslandsfrumflutningur á fínu lagi.

Sigrún Vala er söngkona sem við eigum eftir að heyra mikið meira í á komandi árum. Hlustið!

http://www.youtube.com/watch?v=7s0CCoBfjgk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband