Ljósálfar...

magnus_skarphedinsson...draugar, álfar, huldufólk, hafmeyjar og tímaferðalög voru meðal þess sem Magnús Skarphéðinsson ræddi um í síðdegisútvarpinu í dag. Hann kom í öllu sínu veldi ásamt ungum manni Guðna Þorbjörnssyni. Ástæða heimsóknarinnar var m.a. umfjöllun í Kastljósinu í gær um myndir af dularfullum fyrirbærum. Guðni sagði okkur frá hvernig myndirnar af ljósálfunum í Grímsnesinu urðu til og frá mögnuðum draumum sem hann dreymdi. Það var ekki laust við að ég fengi gæsahúð á stundum við að hlusta á frásagnir þeirra félaga.

Þátturinn hófst á símaviðtali við hana Selmu á Gauknum sem var á fullu að undirbúa stuðið í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem Á móti sól, Toby Rand og fleiri ástralskir vinir stíga á rokkstokk á Gauknum. Miðað við bramboltið sem heyrðist í bakgrunninum vorum við Selma sammála um að sennilega væru þessir ónefndu áströlsku vinir hljómsveitin Men at Work.

Um miðbik þáttar heyrðum við þjóðhátíðarlagið í ár sem heitir "Stund með þér" og smelltum í viðtal við söngvara hljómsveitarinnar Dans á rósum sem flytur lagið. Sá heitir Þórarinn Ólason og er þrælsprækur eyjamaður sem hlakkaði greinilega mikið til verzlunarmannahelgarinnar.

Þátturinn verður svo endurtekinn í kvöld kl. 23 og svo aftur síðar.  Hellið ykkur kaffi í bolla, fáið ykkur snúð og hlustið; sérstaklega held ég að verði gaman að heyra dularfullu sögurnar hans Magnúsar þegar rökkva fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég horfði á Magnús í Kastljósinu í gær. Það var gaman að þessu. Bara hægt að ákveða sjálfur hvort maður kaus að trúa Magnúsi eða ljósmyndaranum sem hrakti alla drauga og ljósálfa á brott með lógík.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Svo sannarlega, en ég neita því ekki að það hríslaðist um mig gæsahúð við sumar sögurnar.

Markús frá Djúpalæk, 1.8.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Er búin að kveikja á útvarpinu og setja mig í stellingar til að hlusta á þáttinn

Brynja Hjaltadóttir, 1.8.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: halkatla

æ ég missti af þessu.... svekkelsi!

halkatla, 2.8.2007 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband