Himinlifandi...
9.7.2008 | 18:06
...það er svo æðislegt að eitthvað almennilegt fólk skuli vera að koma sér fyrir á Þingvöllum. Fólk með þyrlur, fjórhjól og glæsijeppa. Og fólk sem getur byggt sér almennileg hús í þjóðgarðinum í staðinn fyrir þessa endemiskofa sem þarna hefur verið dritað út um allt. Ég er loksins orðinn stoltur af því að vera Íslendingur.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Þyrlur sveima yfir þjóðgarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Abu Dhabi
9.7.2008 | 17:51
Er höfuðborg Sameinuðu Arabísku furstadæmanna og er á eyju í Persaflóa. Þar búa um milljón manns og lifa á olíuauði landsins og borgarinna þó borgarbúar hafi á síðustu árum byggt afkomu sína æ meira á ferðamannaiðnaði og svo auðvitað fjárfestingum um víða veröld.
Borgin er ævagömul en auðvitað orðin einhver sú nýtízkulegasta í heiminum eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Chrysler byggingin seld á 60,7 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta gerist stundum hjá mér...
9.7.2008 | 13:56
Sporðdreki: Þú munt eiga í hrókasamræðum, m.a. við fólk sem þú þekkir ekki neitt. Þú beislar þinn persónulega styrk með því að pæla í hvað þú vilt fá út úr samtölunum.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.
9.7.2008 | 11:28
Þessi athugasemd er fyrir neðan síðustu færslu.
Einhverjir hafa ekki haft húmor fyrir því að blanda saman frétt um uppgerð á gamalli brú og brandara um uppgerð á konu. Nema að þeim hafi mislíkað að Guði almáttugum væri blandað í skensið. Ég skal svosem ekkert um það segja og get alveg þolað hvað sem er í því efni. Það væri aftur á móti rosalega gaman að vita hversu margir þurfa að benda á óviðeigandi tengingu við frétt, til að mbl.is loki á tenginguna og líka hvort lokunin verði sjálfkrafa eftir ákveðinn fjölda fýlubomba eða hvort mbl.is skoði hverju sinni, hvort réttlætanlegt sé að loka á tenginguna. Það væri líka forvitnilegt að vita hvort hægt sé að fýlupokast oft úr sömu tölvu eða hvort menn hafi bara tækifæri til að vera fúlir einu sinni, hver úr sinni vél.
Annars er ég bara kátur, enda skín sólin og andvarinn leikur um það sem eftir er af hárinu...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)