Ljósálfar...

magnus_skarphedinsson...draugar, álfar, huldufólk, hafmeyjar og tímaferðalög voru meðal þess sem Magnús Skarphéðinsson ræddi um í síðdegisútvarpinu í dag. Hann kom í öllu sínu veldi ásamt ungum manni Guðna Þorbjörnssyni. Ástæða heimsóknarinnar var m.a. umfjöllun í Kastljósinu í gær um myndir af dularfullum fyrirbærum. Guðni sagði okkur frá hvernig myndirnar af ljósálfunum í Grímsnesinu urðu til og frá mögnuðum draumum sem hann dreymdi. Það var ekki laust við að ég fengi gæsahúð á stundum við að hlusta á frásagnir þeirra félaga.

Þátturinn hófst á símaviðtali við hana Selmu á Gauknum sem var á fullu að undirbúa stuðið í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem Á móti sól, Toby Rand og fleiri ástralskir vinir stíga á rokkstokk á Gauknum. Miðað við bramboltið sem heyrðist í bakgrunninum vorum við Selma sammála um að sennilega væru þessir ónefndu áströlsku vinir hljómsveitin Men at Work.

Um miðbik þáttar heyrðum við þjóðhátíðarlagið í ár sem heitir "Stund með þér" og smelltum í viðtal við söngvara hljómsveitarinnar Dans á rósum sem flytur lagið. Sá heitir Þórarinn Ólason og er þrælsprækur eyjamaður sem hlakkaði greinilega mikið til verzlunarmannahelgarinnar.

Þátturinn verður svo endurtekinn í kvöld kl. 23 og svo aftur síðar.  Hellið ykkur kaffi í bolla, fáið ykkur snúð og hlustið; sérstaklega held ég að verði gaman að heyra dularfullu sögurnar hans Magnúsar þegar rökkva fer.


Obbosí

...smá klúður.

Eða er Edwin Blackadder varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík? Svona hegðun er eiginlega með þeim ólíkindum að sá kostulegi karakter hefði varla getað látið sér detta þetta í hug, og reyndi hann þó allt til að sveigja reglur allar að eigin þörfum. Og hvað með lögreglumanninn eða -mennina sem hlýddu þessum fyrirmælum? Þeir virðast ekki mikið skárri í heilabúinu en þeir undirsátar Blackadders, Baldrick og George, sem eru satt að segja með vitgrennstu persónum gervallrar sjónvarpssögunnar. Eða er það barasta þannig að lögreglumenn verða að hlýða skipunum varðstjóra síns, jafnvel þó hann sé kominn í ferðagallann og augsýnilega í fríi?

Ég vona bara að þetta eigi sér ofureðlilegar skýringar, eins og t.d. að varðstjórinn hafi verið í leyniferð til Interpol eða FBI sem hann mátti alls ekki missa af og ekki nokkur sála vita af!

Svona í lokin, fyrir þá sem ekki vita hver Blackadder og co eru: http://en.wikipedia.org/wiki/Blackadder


mbl.is Varðstjóri ákærður fyrir brot í opinberu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrjillón Kazilljarðar

..ég ætla ekki að reyna að skilja þessar tölur og hvað þær gera fyrir eigendur bankanna. Vona bara að þeim líði betur í dag en í gær og betur á morgun en í dag.
mbl.is Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 89,6 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband