Treystið þið þessum manni?

BingiEkki geri ég það.


Blessuð sé minning hans

Magnað í kosmísku samhengi að Sri Cinmoy skyldi látast daginn áður en fékk ekki Friðarverðlaun Nóbels. Sennilega leið æðri máttarvalda til að vernda hann vonbrigðunum frá. Vonandi eru þeir sem hlutu vel að þeim komnir og vonandi koma verðlaunin sér vel fyrir þá.
mbl.is Sri Chinmoy látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti?

Eins og gerist stundum fylgdi ég Heiðdísi í skólann morgun, svosem engin tíðindi. Það er leikfimi hjá henni í dag þannig að hún arkaði með bláa Latabæjarpokann sinn glöð í bragði. Þegar að skólanum kom tóku tveir strákar á hennar reki á móti henni og það fyrsta sem þeir sögðu var: "Hey, þú ert með vitlausan poka!" "Nauts" var auðvitað svarið frá henni. "Jú, þú ert með bláan poka, en þú átt að vera með bleikan. Strákar eiga að vera með bláan poka og stelpur með bleikan." Ég leyfði mér að reyna að halda uppi einhverjum vörnum fyrir það að það skipti engu máli hvort strákar væru í bláu eða stelpur í bleiku en sex ára peyjunum varð ekki haggað og stóðu fastir á sinni skoðun. Sem betur fer var Heiðdísi alveg sama um tuðið í þeim en mér varð nú ekki um sel.

Stelpur í bleiku og strákar í bláu. Árið 2007.


Bloggfærslur 12. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband