Færsluflokkur: Kvikmyndir

Hvaða hópur getur það verið?

Bondar 

Sporðdreki: Þátttaka þín í vissum hóp hefur verið lítil hingað til, en það mun breytast til muna - ef þú vilt. Ein manneskja mun veita þér aðgang. Ertu tilbúinn?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Fiskurinn Wanda

 

Myndin um Wöndu og demantaránið var frumsýnd árið 1988. Aðalhlutverkin voru í höndum John Cleese, Jamie Lee Curtis, Michaels Palin og svo þessa manns sem er hér að sýna listir sínar, Kevin Kline. Hann lék hinn djúpt þenkjandi heimspeking Ottó sem hélt að The London Underground væri stjórnmálahreyfing og að Aristóteles væri belgízkur.  Fylgist líka sérstaklega með svipnum á Archie sem Cleese leikur, þegar Otto lýgur til um að hann sé CIA maður. Hvað um það, Kline og allir aðrir leikarar þessarar myndar voru magnaðir, og ég ætla að viðurkenna það hér og nú að ég horfi á hana einu sinni til tvisvar á ári. Jebb æm a nörd.

Njótið.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Pierce Brosnan þykir enginn stórsöngvari

Mammamia2 

Reyndar þykir Brosnan svo lítill söngvari að salurinn skellti upp úr um leið og hann hóf upp raust sína til söngs í laginu SOS. Kannski var ástæðan í og með sú að við erum vanari þessum heillandi írska leikara í hlutverki njósnara hennar hátignar eða hörkutóla af öðrum uppruna sem dytti ekki til hugar að syngja í sturtu, hvað þá við önnur tækifæri.

Mammamia1 

Ég hafði ljómandi gaman af Mamma Mia, hún er þeirrar náttúru að kalla fram hlátur og grátur á sama tíma. Enda hefur mig langað lengi að sjá söngleikinn. Söguþráðurinn er í sjálfu sér ekki merkilegur, sagan er um tvítuga stúlku sem býr ásamt einstæðri móður sinni, hótelrekanda, á grískri eyju. Meðan verið er að undirbúa brúðkaup stúlkunnar kemst hún yfir rúmlega tuttugu ára gamla dagbók móður sinnar sem leiðir í ljós að þrír menn gætu hugsanlega verið faðir hennar. Hún grípur til sinna ráða og ákveður að bjóða þeim öllum til brúðkaupsins, sem þeir þiggja.

Glens og gleði ræður ríkjum í myndinni borið uppi af hinni frábæru tónlist ABBA flokksins. Allir leikarar myndarinnar skila sínu með prýði, ungir sem aldnir. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað Meryl Streep sem verður sextug á næsta ári lítur vel út. En tónlistin er auðvitað snilldin sem límir myndina saman.

Mammamia3 

Eitt stakk svolítið í augun, myndin gerist greinilega í nútímanum en þegar gamlar myndir birtast af hinum hugsanlegu feðrum eru tveir þeirra hippar og sá þriðji pönkari. Fyrir rúmum tuttugu árum voru flestir almennilegir töffarar með blásið hár og sítt að aftan í snjóþvegnum gallabuxum, reyndar var kannski einn og einn pönkari eftir. Hippar voru aflóga grín á seinni hluta níunda áratugarins, þannig að vonbiðlarnir hefðu verið óttalegir lúðar á þeim tíma. Mig grunar að ástæðan fyrir þessu sé sú að söngleikurinn var frumsýndur á sviði 1999 sem gerir síðhærða hippa og leðurklædda pönkara örlítið eðlilegri tuttugu árum fyrr. En þetta er nú bara smámunasemi og tuð.

Ég mæli eindregið með að fólk flykkist á myndina Mamma Mia sér til yndis og ánægju!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Mamma mía! Íslendingar flykkjast á ABBA-mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndagagnrýni

Rétt fyrir klukkan fimm í dag datt ég inn á einhverja útvarpsstöð þar sem var á lærðan máta verið að fjalla um bíómynd. Þarna sátu þrjár manneskjur, þáttastjórnendur tveir og gagnrýnandinn. Hann talaði fram og til baka um kvikmyndina, myndina, þessa mynd og ég veit ekki hvaða orð hann notaði til að komast hjá að nefna þá mynd sem til umfjöllunar var á nafn. Auðvitað hefur það verið nefnt í upphafi spjallsins en ég hlustaði í rúmar þrjár mínútur, allt til enda og aldrei, ALDREI datt neinu af þessu fólki sem þarna sat að segja mér sem missti af innkynningunni um hvaða mynd var að ræða. Það var meira að segja látið hjá líða meðan verið var að stjörnumerkja myndina og í útkynningu var nafn hennar ekki nefnt heldur. Þetta pirraði mig rosalega þó mig hafi, af mínu alkunna hyggjuviti farið að renna í grun að um væri að ræða Beðmál í borginni. Ég er þó auðvitað ekkert alveg viss, enda sagði enginn mér það.

Garg!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Hættiði nú alveg!

 sherlock

Ég er greinilega eitthvað pirraður í dag, þessi arfavitlausa hugmynd um skylmandi, boxandi ofur Sherlock fer hrikalega í taugarnar á mér.

Sennilega verður Jackie Chan fenginn til að leika Holmes svo hann verði nú örugglega nógu liðugur og fyndinn.

Guð hjálpi mér.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Nýr Sherlock Holmes fyrir nýja kynslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg frétt... undarlega orðuð

Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar vegna umferðarslyss.

Svona hófst frétt á visi.is.


Jahérna..

..sú verður fyndin!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Evróvisjón grínmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymingja Lindsay

Margan hendir manninn hér,

meðan lífs er taflið þreytt,

að hampa því sem ekkert er

og aldrei hefur verið neitt. (Þorsteinn Magnússon)

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lohan rekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Twin Peaks?

twinpeaks 

Margir muna eftir hinum mögnuðu þáttum David Lynch, Twin Peaks sem gerðir voru í lok 9. áratugarins. Sá hluti heimsbyggðarinnar sem átti sjónvarp sat sem límdur yfir þeim mjög svo sérstöku þáttum sem fjölluðu um rannsókn á morði á framhaldsskólastúlku. Inn í rannsóknina blönduðust dulræn fyrirbrigði og fleira dularfullt og skrýtið sem gerði það að verkum að í lokin voru margir endar hálf- eða alveg lausir. Það, auk smá skammts af græðgi, varð svo til þess að ákveðið var að fara af stað með framhald...sem varð algert fíaskó. Hræðileg endileysa sem gerði ekkert nema eyðileggja sjónvarpsseríuna. Ég man að ég skildi hvorki upp né niður, eftir að hafa hlakkað lengi til að horfa. Meira að segja þátttaka erkitöffarans David Bowie varð ekki til bjargar....

Nú sit ég með krosslagða fingur og vona að önnur þáttaröð Glæpsins verði ekki til að rústa þessarri frábæru hugmynd; mér finnst til dæmis að fjölskylda fórnarlambsins og ráðhúsfólkið sé nauðsynlegur hluti af fléttunni, en ef marka má fréttina verður það fólk ekki með.

En sjáum hvað setur. Kannski verður þetta bara frábært!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Framhald á Forbrydelsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjákátlegt

Var aðeins búinn að skrifa um þetta þannig að þið fáið bara skemmtisögu úr kvikmyndaheiminum í staðinn:

Helen Hunt og Colin Firth lentu í ansi skoplega atviki þegar þau voru að leika í kynlífssenu í myndinni Then She Found Me.

Þarna lágu þau nakin í faðmi hvors annars þegar einn myndatökumaðurinn prumpaði.

Helen stoppaði og sagði:„Hver var þetta eiginlega“ og þá rétti einn myndatökumaðurinn vandræðilega upp hendina og allir sprungu úr hlátri.

Colin sagði:„Það var ómögulegt að halda áfram eftir þetta, það var algjörlega búið að drepa stemminguna. Þetta var ekkert smá prump, heldur gríðarlega hátt og fnykurinn lagðist yfir allt. Við neyddumst til að hætta tökum á atriðinu og taka það aftur upp seinna.“

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband