Twin Peaks?

twinpeaks 

Margir muna eftir hinum mögnuðu þáttum David Lynch, Twin Peaks sem gerðir voru í lok 9. áratugarins. Sá hluti heimsbyggðarinnar sem átti sjónvarp sat sem límdur yfir þeim mjög svo sérstöku þáttum sem fjölluðu um rannsókn á morði á framhaldsskólastúlku. Inn í rannsóknina blönduðust dulræn fyrirbrigði og fleira dularfullt og skrýtið sem gerði það að verkum að í lokin voru margir endar hálf- eða alveg lausir. Það, auk smá skammts af græðgi, varð svo til þess að ákveðið var að fara af stað með framhald...sem varð algert fíaskó. Hræðileg endileysa sem gerði ekkert nema eyðileggja sjónvarpsseríuna. Ég man að ég skildi hvorki upp né niður, eftir að hafa hlakkað lengi til að horfa. Meira að segja þátttaka erkitöffarans David Bowie varð ekki til bjargar....

Nú sit ég með krosslagða fingur og vona að önnur þáttaröð Glæpsins verði ekki til að rústa þessarri frábæru hugmynd; mér finnst til dæmis að fjölskylda fórnarlambsins og ráðhúsfólkið sé nauðsynlegur hluti af fléttunni, en ef marka má fréttina verður það fólk ekki með.

En sjáum hvað setur. Kannski verður þetta bara frábært!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Framhald á Forbrydelsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband