Færsluflokkur: Íþróttir

Mikið væri gaman...

..ef stjórnvöld um víða veröld notuðu jafnmikla orku og notuð er við öryggisgæslu um þennan kyndil, til að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda í Tíbet.
mbl.is Kyndilhlaupi lokið án áfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppruni eldsins

0olympiaHinir samtvinnuðu hringir og kyndillinn sem borinn er milli landa, eru einhverjar sterkustu táknmyndir Ólympíuleikanna. Uppruna ólympíueldsins má rekja aftur til hinna fornu Ólympíuleika í Aþenu þar sem heilagur eldur var kveiktur með sólarljósinu og látinn brenna við altari Seifs á meðan á leikunum stóð.

Það var svo fyrir Ólympíuleikana í Amsterdam árið 1928 sem eldurinn var kveiktur á ný, þrátt fyrir að fyrstu leikar nútímans hafi verið haldnir í Grikklandi árið 1896. Fyrir leikana í Berlín árið 1936 var svo tekin sú ákvörðun að hlaupa með eldinn um víða veröld eins og gert er í dag. Sagan segir að þessi siður að hlaupa með eldinn um borgir hinna ýmsu landa hafi verið fundinn upp af nasistum í áróðursskyni. Eldurinn er kveiktur með aðstoð spegils og sólar, við hátíðlega athöfn í Olympíu og þaðan er hlaupið með hann vítt og breytt um heiminn þar til hann nær landi í þeirri borg sem heldur leikana það árið. Loginn fær svo að brenna uns Olympíuleikunum lýkur.

Núna, árið 2008 gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að eldurinn var slökktur á leið sinni frá Olympíu vegna mótmæla gegn gestgjafanum þetta árið, Kína. Í kjölfarið er tekin sú ákvörðun að því er virðist, að gera þetta sameiningartákn leikanna ósýnilegt almenningi.


mbl.is Ólympíueldurinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir láta ekki að sér hæða - embættismennirnir

...og þetta er ábyggilega ekki fyrsti kyndillinn sem þeim hefur tekist að slökkva í. Og sennilega ekki sá síðasti. Þó þeir hafi oftar beitt málþófi, töfum og málalengingum frekar en kertaslökkvara...
mbl.is Slökkt á ólympíueldi í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valur - handbolti

Laugardaginn 5.apríl leikur meistaraflokkur Vals gegn Stjörnunni í N1 deild karla í Vodafone höllinni, Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður sýndur í sjónvarpinu. Það er okkar von að sem flestir Valsmenn mæti og sýni stuðning í verki og að margir verði rauðklæddir á pöllunum.

Í dag, föstudag, verða meistaraflokksleikmenn á N1 bensínstöðinni við BSÍ frá kl 16.30-17.30 og hjálpa þar til, afgreiða, ræða málin og gefa miða. Valsarar, við skulum endilega mæta á þessum tíma, þetta er skemmtilegt framtak hjá N1 og strákunum okkar!

Áfram Valur!


Nylon...

...er ljómandi fínt efni. Að öllu leyti.
mbl.is Nylon eykur sölu á sokkabuxum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti apríl

Þessi frétt var á heimasíðu Vals í gær:

Patrekur Jóhannesson (35) hefur ákveðið að ganga til liðs við Knattspyrnufélagið Val, Patrek þarf ekki að kynna fyrir handknattleiksáhugamönnum enda átt hann glæstan feril með íslenska landsliðinu. Patrekur gerir 4 ára samning við Hlíðarendaliðið og verður kynntur til leiks á Hlíðarenda á opnum blaðamannafundi klukkan 11:30. Patrekur mun spila með liðinu ásamt því að þjálfa kvennalið Vals. Patrekur vakti athygli á dögunum þegar hann bauð fram krafta sýna ásamt Bogdan Kowalczyk til að taka við Íslenska landsliðinu. Patrekur hefur verið mikið meiddur þetta tímabilið en telur að hann geti komið sterkur inn í boltann næstu 4-5 árin. Óhætt er að segja að Patrekur sé sannkallaður hvalreki á fjöru okkar Valsmanna, bjóðum við hann svo sannarlega velkominn í félagið....


mbl.is Patrekur tekur við þjálfun Stjörnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valur - 30. marz 2008 - mikilvægur dagur!

ValurNú er mikið um að vera bæði í handbolta og körfubolta.

Valsmenn gerðu góða ferð á Selfoss á föstudagskvöldið. Þar vannst 89-83 sigur gegn FSu eftir gríðarlega háspennu og framlengdan leik. Leikurinn var frábær skemmtun enda fjölmenntu Valsmenn og studdu strákana af krafti og með mikilli stemmningu. Valur leiðir þar með einvígið um að komast upp í Iceland Express deildina 1-0 en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst upp. Næsti leikur er er í kvöld í Vodafonehöllinni klukkan 19.15 og ef einhvern tíma var þörf á að mæta og hvetja strákana þá er það í kvöld.

Svo mætir handboltaliðið efsta liði deildarinnar, Haukum á Ásvöllum kl. 16 í dag. Það er gríðarlega mikilvægt að Valsmenn mæti og styðji drengina enda ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá Val. Haukar eru með gott forskot í deildinni og hafa 7 stig á Valsmenn sem nú eru í þriðja sæti deildarinnar. Með sigri kemst Valur í 2. sæti deildarinnar, uppfyrir Fram og nær að saxa aðeins á forskot Hauka. Með sigri minnkar munurinn í 5 stig, það er slatti af stigum eftir í pottinum og eins og við vitum er ótrúlega margt sem getur gerst í lokaumferðunum, eins og sannaðist í fótboltanum í fyrrasumar!

Valsmenn mætum og styðjum drengina til sigurs en það er ekkert skemmtilegra en að vinna Hauka á Ásvöllum!


Til hamingju Óskar Bjarni

...vonandi heldurðu samt áfram að þjálfa Val!
mbl.is Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt úthald!

Ég vil óska mínum mönnum til hamingju með sigurinn og Víkingum fyrir glæsilega baráttu. Svona eiga undanúrslitaleikir að vera. Að ég tali ekki um úrslitaleiki.
mbl.is Valsmenn mæta Fram í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt annað líf...

..ég held að sú taktík sem íslenska landsliðið í handbolta verður að fara að tileinka sér sé sú að ímynda sér að það sé ekkert í húfi í leikjunum. Telja sér trú um að þetta séu bara vináttuleikir eða að þeir séu ekki mjög mikilvægir af einhverjum öðrum ástæðum. Þegar svo hagar til spila þeir best eins og sannaðist í kvöld og í leikjunum gegn tékkum á dögunum.

Það er samt gaman að vera íslendingur á svona dögum. Ég sá ekki betur en tveir frændur mínir sætu á áhorfendapöllunum, skeggjaðir með hjálma. Þeir voru allavega voða líkir mér.


mbl.is Stórsigur gegn Ungverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband