Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Geir Haarde er grænastur leiðtoga í Newsweek
4.5.2008 | 01:38
Þessi fyrirsögn var á visi.is lýsir mjög vel ástandinu á stjórnarheimilinu, sem virðist ekki hafa grænan grun um hvernig á leysa vandamálin sem steðja að íslensku þjóðfélagi. Það má með sanni segja að forsætisráðherra vor sé sannkallaður græningi þegar kemur að því að leysa alvarlegan vanda - hann bara veit ekkert hvernig hann á að fara að því.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
P.s. reyndar er meginefni greinarinnar á vísi um þróun orkumála og framtíðarhorfur á því sviði á Íslandi. En það má ekki skemma góða fyrirsögn með leiðinda staðreyndum.
![]() |
Þarf að breyta stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir eru víðar, ódæðismennirnir
30.4.2008 | 16:49
Rúmlega fimmtugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu er grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum, á löngu tímabili. Maðurinn var úrskurðaður i gæsluvarðhald fyrir nokkru vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur ungum dætrum sínum og rennur gæsluvarðhaldstíminn út í dag.
Nú hafa lögreglu borist fleiri kærur á manninn; hann er jafnframt sakaður um að hafa brotið gegn fósturdóttur sinni og vinkonu dóttur sinnar. Stúlkurnar eru nú á aldrinum 10 til 14 ára. Þá hefur sonur mannsins frá fyrra hjónabandi og yngri systir mannsins gefið sig fram við lögreglu og kært manninn fyrir kynferðisbrot gegn sér þegar þau voru börn.
Lögregla handtók manninn eftir ábendingu frá barnaverndaryfirvöldum. Lögreglan fer fram á við héraðsdóm að maðurinn verði áfram í gæsluvarðhaldi.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Josef Fritzl grunaður um morð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einu sinni var ríkisstjórn..
30.4.2008 | 14:03
..sem bjó í fílabeinsturni.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ekki þörf á að endurskoða grunn fjárlaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fylgst með göngunni á Sögu
27.4.2008 | 14:49
Sverrir Júlíusson er á vaktinni á Útvarpi Sögu og fylgist með því sem fram fer hjá Sturlu á göngu hans með skiltið.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Mótmælaganga Sturlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gengur brennuvargur laus?
27.4.2008 | 10:01
Það er ótrúlega mikið um bruna eins og lýst er í þessari frétt í jafn lítilli borg og Reykjavík. Hér er annað og meira en tilviljun á ferð. Þarf fólk ekki að hafa vara á sér og fylgjast með undarlegum mannaferðum - hvað svosem undarlegar mannaferðir eru. Það væri líka ágætt ef lögregla myndi upplýsa almenning um ef hún telur að hér sé alltaf sami einstaklingurinn eða einstaklingarnir að verki. Auðvitað er engin ástæða til að valda óþarfa ótta hjá fólki en eitthvað þarf að gera ef brennuvargur gengur laus.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Íkveikjur í höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eat your heart out...
25.4.2008 | 15:24
...politicians!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitt sem slær mann
25.4.2008 | 13:28
Í morgunfréttum Bylgjunnar var árásarmaðurinn nafngreindur. Þó brotið geti talist alvarlegt út frá skilgreiningu hegningarlaga eru mjög mörg alvarleg brot framin gagnvart þegnum landsins, starfsfólki í verslunum, söluturnum og bensínstöðvum án þess að árásarmennirnir í þeim glæpum séu sérstaklega nafngreindir. Þó eru þeir sennilega hættulegri almenningi en sá sem hér braut af sér.
Hvað finnst fólki um það?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Líklega ákærður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skemmtileg skilaboð
25.4.2008 | 10:02
Ég ók á eftir stórum flutningabíl frá Flytjanda sem bar svolítið merkilega áletrun á skutnum, hún var eitthvað á þessa leið: Þeir sem aka á löglegum hraða eru einfaldlega greindari en aðrir.
Á það ekki líka við þá sem stunda það að gefa stefnuljós? Og jafnvel þá sem kunna að stilla skap sitt?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Sleppt úr haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá vangavelta
24.4.2008 | 08:31
Margir hafa orðið til þess í ræðu og riti að gagnrýna frammistöðu Sturlu Jónssonar í Kastljósi gærkvöldsins, og stór hópur fólks virðast finna ástæðu til að gera grín að honum, eða gera lítið úr því sem hann hafði að segja. Greinilega var honum heitt í hamsi og hann vandaði ráðamönnum og löggæslu ekki kveðjurnar.
Það óð svolítið á honum og hann stjórnaði svolítið samtalinu þó Jóhanna Vilhjálmsdóttir stæði sig ágætlega við að reyna að hafa örlítinn hemil á honum. Þó að sumt sem Sturla sagði geti svo sem orkað tvímælis, og verður ábyggilega síðar metið sem orð sögð í hita leiksins má ekki gleymi því að hann talaði af fullri sannfæringu þess manns sem talar fyrir málstað sem hann trúir á. Því miður var fulltrúi löggæslunnar, Hörður Jóhannesson, sá annars mæti maður, ekki jafn sannfærandi og talaði eins og sá embættismaður sem hann er og svaraði í véfréttastíl.
Þar liggur einmitt munurinn á mönnum eins og Sturlu sem er vörubílstjóri, rauðhærður strákur úr Breiðholtinu, sem er að stíga sín fyrstu skref í því að svara fyrir málstað sinn í fjölmiðlum, og hinum þrautþjálfuðu embættis- og stjórnmálamönnum sem oftast setjast fyrir framan spyrilinn og svara nánast engu af því sem þeir eru spurðir um. Það er svolítið langt síðan atvinnupólitíkus hefur fyllt þjóðina eldmóði er ég hræddur um.
Einhverjir hafa orðið til þess að stinga upp á að vörubílstjórar hættu þessum látum og fulltrúar þeirra byðu sig fram til þings í næstu kosningum. Þetta kann mörgum að þykja heillaráð.
En því miður er það nú þannig að mjög stór íslensku þjóðarinnar virðist ósáttur við megnið af því sem gert er á Alþingi, fyrir utan að mikið er talað er um að þar komist aldrei neitt í framkvæmd, allavega ekki margt sem skiptir þjóðina raunverulega máli. Um leið og fram koma einstaklingar sem hafa hærra en við hin og virðast ætla að láta verkin tala, eru þeir hinir sömu vinsamlegast beðnir að hætta framtaksseminni og koma sér á þing, og þar með falla inn í hóp hinna framtakslausu. Við íslendingar, og ég er engin undantekning þar á, erum alltof hlýðin við stjórnvöld, sem ganga þá auðvitað á lagið og hegða sér eins og þau lystir eins og dæmin sanna. Við höldum áfram að tuða hvert í sínu horni, jafnt út í stjórnvöld og hina sem vilja koma á einhverjum breytingum. Ég held að íslendingum sé ekki viðbjargandi.
Eða eigum við bara að vera bjartsýn á nýju sumri og vænta þess að allt verði orðið mikið betra í haust?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Óeirðir ekki einsdæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef bara eitt um þetta að segja!
23.4.2008 | 19:04