Færsluflokkur: Bloggar
Hvenær...
1.11.2007 | 10:32
...ákveður þessi þjóð að hætta að nöldra hver í sínu horni og krefjast þess að mál verði tekin föstum tökum og eitthvað gert til þess að það verði búandi hér fyrir venjulegt fólk?
Eða munum við öll flytja til Jótlands? Það hefur verið viðrað áður.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Who cares...
1.11.2007 | 10:29
...skil samt ekki smekkinn hjá þessarri ungu stúlku - Lance Armstrong finnst mér ekkert sérlega fallegur - en hann er pottþétt í góðu formi. Og kannski skemmtilegur, hver veit? Hann er samt nógu gamall til að geta verið föðurbróðir hennar.
Svona þegar betur er að gáð finnst mér hún ekkert sérlega sæt heldur.
En ég skil ekki hvernig það getur læðst inn á forsíður dagblaða á Íslandi þó eitthvað fólk í útlöndum daðri hvort við annað á bar. Það er bara engin frétt, fólk gerir þetta allan sólarhringinn.
Dunduðu sér við daður á bar í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinna eða fangelsi...spurning
1.11.2007 | 09:46
Hér er smá yfirlit yfir muninn á fangelsi og vinnustað. Bara til að vera viss...
Í fangelsi ... eyðir þú mestum tíma þínum í klefa
sem er 10x10 fet
Í vinnunni ... eyðir þú mestum tíma þínum í bás
sem er 8x8 fet
Í fangelsi ... færðu þrjár máltíðir á dag frítt
Í vinnunni ...færð þú pásu fyrir eina máltíð og þú verður að borga fyrir
hana
sjálf(ur)
Í fangelsi ... færðu að sleppa fyrr út ef þú ert dugleg(ur) og
þæg(ur)
Í vinnunni ... færðu meiri vinnu ef þú ert dugleg(ur) og þæg(ur)
Í fangelsi ... opna og loka verðirnir öllum dyrum fyrir þig
Í vinnunni ... þarftu að ganga um með lykla og opna allt
sjálf(ur)
Í fangelsi ... geturðu horft á sjónvarpið og spilað leiki eftir
eigin hentisemi
Í vinnunni ... ertu rekin(n) fyrir að horfa á sjónvarpið og
spila leiki
Í fangelsi ...færðu þitt eigið klósett
Í vinnunni ...þarftu að deila klósetti með samstarfsfólki sem
mígur á setuna
Í fangelsi ...mega fjölskyldan og vinir koma í heimsókn
Í vinnunni ...máttu ekki einu sinni tala við fjölskylduna né
vinina
Í fangelsi ... splæsa skattgreiðendur öllu fyrir þig og þú þarft
ekkert að gera í staðinn
Í vinnunni ... þarftu að borga fyrir allan kostnað og þeir draga
skatt af laununum þínum til að borga undir fangana
Í fangelsi ...verðurðu að þola sadista verði
Í vinnunni ...eru þeir kallaðir yfirmenn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dr. Jekyll og Mr. Hyde?
30.10.2007 | 12:48
Eða hvað? Kannski ekki alveg, en...
Svona sýndarmennska hefur tíðkast frá aldaöðli og til margar frægar sögur af slíku. Það er samt grátbroslegt að hugsa til þess að til skuli vera menn sem hegða sér eins og milljarðamæringar, ganga í flottum fötum, virðast berast mikið á og umgangast fræga fólkið eftir megni. Þegar þeir yfirgefa hina dýrðlegu fagnaði fara þeir svo einir og yfirgefnir heim í saggafyllta kjallaraholu sem geymir ekkert nema vonbrigði og depurð.
Svo reyna þeir að grípa gæsir sem gefast og beita öllum brögðum í bókinni til að ná sér í smá aur.
Meintur fjárkúgari af íslenskum ættum lifði tvöföldu lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vá hvað ég er feginn
29.10.2007 | 12:14
Á laugardaginn fór ég á lítið dekkjaverkstæði og beið í tuttugu mínútur meðan forkarnir þar skiptu snarlega um hjólbarða undir bifreiðinni, var gert bæði hratt og vel. Fyrir utan að það kostaði ekkert skelfilega mikið.
Veturinn byrjar snemma þannig að það er gott að vera viðbúinn honum snemma. Auk þess sem það er ekkert sérstakt að lenda í slagsmálum við þá leiðinlegu athöfn að skipta um hjólbarða.
Morgunninn byrjaði næstum því með slagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilboð frá Iceland Express
25.10.2007 | 15:11
Nú er mikið auglýst sérfargjald með Iceland Express til útlanda í nóvember. Óneitanlega lítur þetta rosalega vel út þangað til við bætast skattar og önnur gjöld. Hver svosem þau eru. Dæmið hérna sýnir fargjald fyrir tvo til Lundúna. Ofan á þetta eiga svo eftir að bætast 1900 kr. á mann í forfallagjald ef fólk vill. Reyndar er heildarverið alls ekki hátt, reyndar mjög lágt, en það væri enn hagstæðara ef þessir dularfullu skattar og gjöld væru ekki að þvælast þarna. | ||
Farmiði fyrir fullorðinn út 2 x 2.895,00 ISK | 5.790,00 ISK | |
Farmiði fyrir fullorðinn heim 2 x 3.990,00 ISK | 7.980,00 ISK | |
Skattar og aðrar greiðslur | 19.180,00 ISK | |
Samtals | 32.950,00 ISK | |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Leyfum honum að drepast...
24.10.2007 | 16:36
Drifið í aftöku áður en fangi deyr úr krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rokkarabærinn Hveragerði
24.10.2007 | 10:46
Það má ekki gleyma því að sá mikli stórsjarmör og höfundur annars þjóðsöngs íslendinga, Magnús Þór Sigmundsson býr í Hveragerði og hefur gert um árabil. Hann sagði einmitt skemmtilega sögu af því hvernig það kom til, í Síðdegisþættinum á Útvarpi Sögu í gær. Sonur hans var í skólaferðalagi í téðum bæ, leist svo ljómandi vel á gangstéttirnar þar og suðaði í fjölskyldunni að flytja þangað. Af hverju höfðu gangstéttirnar úrslitaáhrif? Jú, stráksi var með hjólabrettaáráttu og gangstéttir þar voru svona ljómandi fínar hjólabrettastéttir.
Segiði svo að ekkert gott komi út úr hjólabrettanotkun ungmenna. Magnús Þór segist kunna alveg ljómandi vel við sig í garðyrkjubænum, því þar líði tíminn með öðrum hætti en hinum megin Hellisheiðar, hægar og hljóðar.
Kannski við ættum bara öll að flytja þangað?
Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rasistinn ég!
24.10.2007 | 10:36
- Name?
- Abu Dalah Sarafi.
- Sex?
- Four times a week.
- No, no, no..... male or female?
- Male, female.. sometimes camel..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spennandi
23.10.2007 | 21:03
Þó ég sé stundum flughræddur finnst mér flug og flugvélar voða spennandi. Þetta glæsilega farartæki sem er næstum eins og risafarþegaskip með vængjum, ef marka má myndir slær nýjan takt í farþegaflugi... allt innanrými þessarar ofurþotu virðist vera vandað og fallega gengið frá öllu og myndin sem fylgdi fréttinni kveikir gamaldags rómantískar tilfinningar frá árdögum ferðalaga.
Það verður líka gaman þegar Dreamlinerinn fer að fljúga um loftin blá, sú þota er nú öllu snoppufríðari en Airbussinn. Heimildir herma líka að Icelandair sé búið að panta slíkt apparat. Spennandi.
A380 í fyrsta farþegaflugið á fimmtudaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)