Veiran sem smýgur um þjóðarlíkamann - grein Njarðar P. Njarðvík
7.1.2009 | 15:55
Markaðshyggjan hefur margs konar ásýnd. Skrifar Njörður P. Njarðvík í Fréttablaðið í dag. Hann bætir svo við: Og sumar sjást ekki, því að hún á til að bregða fyrir sig ýmsum grímum til að dylja eðli sitt. Ekki einasta hefur hún kollsteypt öllu efnahagslífi á Íslandi. Hún hefur einnig reynst eins konar veira sem smýgur um allan þjóðarlíkamann og lamar nánast ónæmiskerfið. Til að mynda hefur henni tekist að eitra íþróttir og menningarlíf. Sjúkdómseinkennin sjáum við dag hvern í öllum fjölmiðlum landsins, enda heldur hún áfram að grafa um sig.
Um þessa veiru og margt fleira áhugavert ætlum við Njörður að ræða í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu næstkomandi föstudag, 9.janúar. Njörður er margfróður maður, vel lesinn og ekki síst á hann mikla lífsreynslu að baki. Það verður áhugavert að setjast niður með Nirði og spjalla, og ekki síður verður gaman fyrir hlustendur að heyra hvað hann hefur að segja.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hagræðing um 1,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Guðmundur verður gestur minn
6.1.2009 | 15:09
Guðmundur Steingrímsson verður gestur minn í morgunútvarpinu á Útvarpi Sögu í fyrramálið milli kl. 8 og 9.
Ég ætla að reyna að komast að því hvort hann gangi með forsætisráðherra í maganum og hvernig honum lítist á lífvænleika núverandi ríkisstjórnar. Það verður líka að ræða efnahagsmálin, ástandið á Gaza svæðinu og hvernig honum líst á hið nýhafna ár.
Margt fleira ber ábyggilega á góma, enda Guðmundur með eindæmum skemmtilegur maður.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifara en endurspeglar ekki á neinn hátt afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er maðurinn...?
25.12.2008 | 13:25
Skemmtileg smágetraun í tilefni jólanna. Hver er þessi maður sem hér skartar ljósbláum sólgleraugum?
Kannski kem ég með smá vísbendingar ef enginn kemur með rétta svarið tiltölulega fljótt... Og byrja svo!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Gleðileg Jól
23.12.2008 | 09:24
Mig langar að óska þér og þínum gleðilegra jóla með óskum um að árið 2009 verði stútfullt af gleði og hamingju.
Jólaklukkur klingja, kalda vetrarnótt. Börnin sálma syngja sætt og ofurhljótt. Englaraddir óma yfir freðna jörð. Jólaljósin ljóma lýsa upp myrkan svörð. ...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mein gott!
16.12.2008 | 17:17
Hvað ég nenni ómögulega að blogga, en ákvað samt að láta vita að ég væri á lífi og við sæmilega heilsu. Takk fyrir innlitið. Góðar stundir.
Bloggfærslan og allt sem í henni stendur er á ábyrgð þess sem skrifaði hana. Það var hvorki Björgólfur yngri né eldri sem stýrði fingrunum yfir lyklaborðið, hvað þá Jón Ásgeir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Veldur Pepsi Max ofskynjunum?
29.11.2008 | 21:16
Ég hef séð nokkrar sjónvarpsauglýsingar um ropvatnið Pepsi Max, þar sem ungir menn eru í þann mund að framkvæma fífldirfskulegar æfingar sem ég mæli ekki með að nokkur maður reyni heima hjá sér. Rétt í þann mund sem ofurhugarnir eru að guggna á öllu hafaríinu heimta þeir Pepsi Max að drekka, þamba úr dósinni sem þeim er rétt og verða samstundis fyrir ótrúlegum ofskynjunum; sjá rómverska riddara, hnefaleikakappa og ég veit ekki hvað. Það er ekki nóg með að þeir sjái, heldur tala ofskynjanirnar til þeirra, sem er auðvitað háalvarlegt mál. Ofskynjanir þessar valda því að ofurhuginn lætur skeika að sköpuðu og lætur vaða. Með ófyrirséðum afleiðingum.
Það er næsta víst að Pepsi Max er stórhættulegt ofskynjunarlyf sem enginn ætti að neyta. Ef marka má auglýsingarnar um það að minnsta kosti.
Bloggfærslan er alfarið ábyrgð þess sem hana skrifar og það eru ofskynjanir af þinni hálfu ef þú heldur að einhver annar eigi að bera ábyrgð á henni. Allra síst ber Mogginn eða Moggabloggið ábyrgð á þessu bulli.
Bankarnir eru reknir á viðskiptalegum forsendum - gömul sannindi og ný
29.11.2008 | 10:41
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins
Stórviðskipti borin undir bankaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið gleðiefni
27.11.2008 | 18:37
Og hláturinn lengir lífið - njótið vel og lengi!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Helgi komst áfram í Wales | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Code name Sleeping beauty
26.11.2008 | 17:38
Enn ein nefndin, sem á að gera hvað? Jú fjalla á sinn hátt um ástæður bankahrunsins. Má ekki alveg búast við að þetta verði til þess að málið sofni endanlega svefni hinna ranglátu? Að nefndin sjái til þess að þvæla og þvarga það lengi um málið að það gleymist, týnist eða hverfi?
Hver er REI málið, hvar er olíusamráðsmálið, hvar eru öll hin skítamálin sem við vitum um en munum ekki hvað heita? Sofnuð ... horfin... dáin.
Ráðherraræðið á Íslandi gat ekki brugðist okkur, auðvitað var stofnuð enn ein svefnnefndin...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Víðtækar rannsóknarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hollinn skollinn
25.11.2008 | 18:46
Maður er bara orðinn eins og bundið hafi verið fyrir augun á manni, manni snúið hring eftir hring síðan dulan tekin frá augunum á manni og ætlast til að maður gangi beint ...
Ég bara skil ekki neitt...
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Mótmælin vekja athygli utan landsteinanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)