Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008
Ađvörun - kannski ađeins of seint. Gćti bjargađ lífi ţínu samt!
3.7.2008 | 16:18
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Eigum viđ ađ brjálast?
3.7.2008 | 13:42
Mikiđ er langlundargeđ ţessarar ţjóđar! Ćđstu ráđamenn hennar, fólkiđ sem viđ veljum yfir okkur til ađ halda hér öllu í lagi gerist uppvíst ađ mannréttindabrotum, óráđsíu, valdhroka, vingulshćtti og kunnáttuleysi í stjórnun svo eitthvađ sé nefnt. Og hvađ gerum viđ? Tuđum á blogginu, í kaffistofunum og í heitu pottunum. En ekkert breytist. Hvers vegna? Jú, viđ sem réđum ţetta fólk til starfa ţorum ekki ađ segja ţví upp. Er ekki kominn tími til ađ senda öllum ćđstu ráđamönnum ţjóđarinnar uppsagnarbréf, rétt eins og gert vćri viđ vanhćfa starfsmenn og stjórnendur í hvađa fyrirtćki sem er. Viđ getum ekki horft upp á ţetta lengur.
Fjandakorniđ!
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Stýrivaxtalćkkun frestast | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stórhćttulegir glćpamenn?
3.7.2008 | 11:05
...en íslenzk stjórnvöld eru eina ferđina enn ađ skíta langt upp fyrir haus.
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flóttamađurinn
3.7.2008 | 09:03
Hann var örlítiđ kvíđinn. En samt svo hamingjusamur. Ţriggja vikna gamall drengurinn hjalađi í fangi móđur sinnar, honum fannst ţau svo lík mćđginin, dásamleg guđsgjöf sem ţau voru. Hann vonađi svo sannarlega ađ ţau gćtu eignast nýtt líf í ţessu góđa landi. Ţađ var alkunna ađ fólkiđ og stjórnvöld ţessa lands létu mannúđ og manngćsku ráđa ákvörđunum sínum, ţannig ađ kvíđinn hefđi í raun ekki átt ađ vera mikill, honum fannst hann í sjálfu sér ekki ţurfa ađ óttast neitt. Óttinn elti hann ţó eins og skuggi. Hann vissi sem var ađ líf hans var í hćttu. Erfiđur flóttinn frá heimalandinu ţar sem allt hafđi snúist gegn honum á örskömmum tíma eftir tapiđ í kosningunum, hvíldi enn á honum sem mara og hann skildi ekki alveg af hverju umsóknin hans hafđi ekki veriđ tekin fyrir en ţađ hlaut ađ eiga sínar eđlilegu skýringar. Hann hafđi jú starfađ viđ hliđ ţessa fólks viđ hjálparstörf í gamla landinu, ţađ hlyti ađ verđa tekiđ tillit til ţess.
Óttinn um ađ eitthvađ fćri úrskeiđis lét helst á sér krćla á nóttunni, međan hann lá andvaka og hlustađi á hćgan andardrátt eiginkonunnar og litla prinsins. Samt trúđi hann statt og stöđugt á gćsku íslendinga og hann vissi ađ lögfrćđingurinn vann hörđum höndum ađ ţví ađ fá dvalarleyfiđ hans samţykkt, hún hafđi reyndar sagt honum ađ ţađ gćti hugsanlega sett strik í reikninginn hvađa leiđ hann kom til landsins. Hann trúđi samt á manngćskuna og mildina, kćrleikann frekar en kerfiđ.
Í sama mund og hann tók son sinn í fangiđ var bariđ harkalega ađ dyrum. Hver getur ţetta veriđ? spurđi hann konuna sína, angistin greip um sig. Konan hans horfđi óttaslegin til dyra. Hann opnađi dyrnar, međ drenginn sinn í fanginu. Fyrir utan stóđu ţrír dökkklćddir menn sem sögđu honum á sinni harđmćltu ensku ađ hann ćtti ađ koma međ ţeim. Ţeir vćru frá lögreglunni og sú ákvörđun hefđi veriđ tekin ađ hann skyldi sitja í varđhaldi til morguns uns hann yrđi sendur til Ítalíu, ţađan sem hann kom. Ţarlend stjórnvöld ćttu ađ fjalla um máliđ hans. Hann reyndi ađ tala um fyrir ţeim, sagđi ađ máliđ hans vćri í kerfinu á Íslandi og ţetta hlyti ađ vera misskilningur. En allt kom fyrir ekki, ţeim varđ ekki haggađ, hann var dreginn frá ástvinum sínum sem stóđu eftir, konan međ tárvot augun og litli drengurinn teygđi hendur sínar í átt til föđur síns.
Paul Ramses sat heila nótt í fangaklefa í lögreglustöđ á Íslandi eftir ađ vera sendur út í óvissuna...
Bloggfćrslan er skáldskapur byggđur á raunverulegum atburđum og er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Njósnari hafđi upp á Betancourt | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Dönsum ţá bara....
1.7.2008 | 13:17
Sporđdreki: Sannfćringarkraftur ţinn getur fengiđ hlédrćgasta fólk til ađ taka áhćttu. Notađu ţennan hćfileika ţinn til ađ draga lífsförunaut ţinn út á dansgólf lífsins.
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Umferđ dregst saman | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Paul Simon
1.7.2008 | 12:38
Paul Frederic Simon er fćddur 13 október 1941 sonur gyđingahjóna af ungverskum ćttum, Bellu og Lúđvíks sem bćđi eru látin. Hann byrjađi snemma ađ glingra viđ tónlist en hann og vinur hans Art Garfunkel tróđu upp á skólaböllum í Forest Hill skólanum. Ţeir kölluđu sig Tomma og Jenna ţegar ţeir gáfu út fyrstu smásmáskífuna sína Hey Schoolgirl áriđ 1957. Ţeir héldu báđir áfram námi og Paul er međ gráđu í enskum bókmenntum.
Hann er ţríkvćntur ţessi 155 cm hái tónlistarmađur, núverandi eiginkona hans er Edie Brickel sem er fćdd um ţađ leyti sem Simon og Garfunkel voru ađ slá í gegn. Áđur var hann kvćntur Lilju prinsessu, leikkonunni Carrie Fisher.
Rokk og ról, ţér gefiđ hef ég öll mín bestu ár
Hann hóf nám í lögfrćđi en rokkiđ og róliđ átti samt hug hans allan og á árunum milli 1957 og 1964 gaf hann út slćđing af lögum ýmist međ Garfunkel eđa án. Hann kom fram undir ýmsum dulnefnum, eins og Jerry Landis, Paul Kane og í hljómsveitinn Tico & the Triumphs.
Á ţessum tíma kynntist hann Carole King og tók upp nokkur lög međ henni, sem ekki hafa veriđ gefin út, einnig fór hann ađ hafa áhuga á ţjóđlagatónlist sem hefur litađ feril hans talsvert síđan, og gaf út nokkur lög af ţeim toga ţar á međal He was my brother tileinkađ skólabróđur hans sem hafđi veriđ myrtur í Mississippi áriđ 1964. Snemma ţađ ár fengu ţeir skólabrćđur og vinir, Simon og Garfunkel samning viđ Columbia hljómplöturisann sem ákvađ ađ nota ćttarnöfn félagana sem nafn á bandiđ, nokkuđ sem aldrei hafđi veriđ reynt áđur, eftir ţví sem Paul hélt fram í viđtali áriđ 2003. Fyrsta platan ţeirra, Wednesday morning, 3.a.m. kom út í október 1964 og innihélt 12 lög, ţar af fimm eftir Paul Simon. Platan seldist ekki vel í upphafi en útvarpsstöđvar á austurströnd Bandaríkjanna féllu ţó fyrir einu lagi sem var mikiđ spilađ. Ţađ heitir The sound of silence. Ađ endingu komst ţađ á topp Bandaríska popplistans .
Ađ slá í gegn
Eftir ađ ţađ leit út fyrir ađ fyrstu plötunnar biđi ekkert nema hrakfarir hélt Simon til Englands ţar sem hann hélt sólóferli sínum áfram, og gaf út The Paul Simon Song Book í Bretlandi áriđ 1965. Ţegar hann frétti af velgengni lagsins the sound of silence sigldi hann vestur á ný og ţeir félagar Art Garfunkel og hann hófu glćstan feril, gáfu út margar merkilegar plötur ţar á međal Sounds of silence áriđ 1966, Bookends, 1968 og Bridge over troubled water.Söngur ţeirra félega setti líka sterkan svip á kvikmyndina The Graduate sem Mike Nicols leikstýrđi áriđ 1967, um eldri konu sem táldregur ungan háskólastúdent. Paul Simon hafđi hugsađ sér ađ láta lagiđ heita Mrs Roosevelt en ţegar leikstjórinn frétti ţađ sagđi hann: Láttu ekki eins og bjáni, viđ erum ađ búa til bíómynd hérna, konan heitir Mrs. Robinson! Eftir útgáfu hinnar ofurvinsćlu Bridge over Troubled Water lauk samstarfi ţeirra félaga, og Paul hóf sólóferil en ţeir félagar komu alloft saman, gáfu út My little town á smáskífu 1975, sem einnig kom út á sólplötunum ţeirra Still Crazy after all those years og Breakaway. Áriđ 1981 héldu Simon og Garfunkel eftirminnilega tónleika í Miđgarđi í New York, sem var upphafiđ ađ heimsreisu ţeirra sem vakti gífurlega athygli. Í kjölfariđ kom út tónleikaplata sem margir eiga á vinyl í plötuskápnum sínum. Ţeir félagar voru teknir inn í Rock´n´Roll Hall of fame áriđ 1990 og komu svo saman aftur áriđ 2003 til ađ taka viđ Grammy verđlaunum fyrir frábćrt ćvistarf. Í framhaldinu brugđu ţeir undir sig betri fćtinum og fóru á túr sem átti hámark sitt í 600.000 manna konsert í Kolosseum í Róm.
Sólóferill
Á 8. áratugnum hófst farsćll sólóferill Paul Simon fyrir alvöru, hann gaf út plötuna Paul Simon ţar sem hann gćldi í fyrsta skipti viđ heimstónlist. Lögin frá ţessum tíma eru mörg og margvísleg en mörg ţeirra mjög kunnugleg, Kodacrome, American Tune og Loves me like a rock, svo einhver séu nefnd. Ţau tvö síđarnefndu beindu sjónum hlustenda ađ Watergate hneykslinu. Áriđ 1975 gaf hann út hina frábćru plötu Still Crazy after all those years, sem er álitin eitt af hans bestu verkum. Nćstu árin dundađi hann sér viđ eitt og annađ, samdi kvikmyndatónlist og lék meira ađ segja í bíómyndum. Hann gaf út nokkrar plötur međ fínu efni sem ţrátt fyrir ágćta sölu náđi ekki sömu hćđum í vinsćldum og útgáfur áranna á undan.
Graceland til nútímans
Áriđ 1986 gaf Paul Simon út ţá gríđarvinsćlu plötu Graceland ţar sem hann fékk til liđs viđ sig Afríska rythmasveit og hljóđfćraleikara ţar á međal Ladysmith Black Mambazo. Platan seldist rosalega vel og skaut Paul Simon beinustu leiđ upp á stjörnuhimininn á ný. Fjórum árum síđar leitađi hann til Brasilíu, gaf út The rhythm of the saints sem fólki fannst ofuređlilegt framhald af Graceland plötunni. Paul Simon hafđi tekist ađ koma heimstónlistinni á kortiđ.Tćpum tíu árum eftir konsertinn frćga í Central Park mćtti Paul Simon ţangađ aftur međ hóp afrískra og suđur Amerískra tónlistarmanna sér til fulltingis. Enn varđ til glćsileg hljómleikaplata og sjónvarpsţáttur sem sópađi ađ sér verđlaunum. Nýjasta plata Pauls Simon kom út áriđ 2006, unnin af honum og Brian Eno undir áhrifum af hćkkandi aldri tónlistarmannsins og atburđum ţeim sem urđu 11. september 2001, og eins ţví sem gerst hefur í kjölfar árásanna. Platan ţykir fín, örlítiđ tormeltari en eldri verk meistarans. Menn mega nú ţroskast.
Nú er ţessi snillingur staddur á Íslandi og ćtlar ađ halda stórtónleika sem hefjast eftir örfáa klukkutíma í Laugardalshöll. Ég hlakka óskaplega til ađ heyra hvađ hann hefur upp á ađ bjóđa ţar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)