Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fréttaskýring; hvers vegna þetta gerðist
31.7.2008 | 18:20
Kory McFarren kemur inn á bar í heimabæ sínum í Kansas og pantar einn tvöfaldan Viskí. Hann klárar hann, kíkir í vasann og pantar annan. Hann drekkur hann í einum teig og lítur í vasann aftur, og svona heldur þetta áfram. Þegar hann er búinn með 6 drykki spyr barþjónninn hvað hann sé eiginlega að gera. "Ég er með mynd af eiginkonunni í vasanum, þegar mér finnst hún vera orðin sæt er kominn tími til að hætta að drekka og fara heim."
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Vanrækti konuna á klósettinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætti maður ekki bara að fara í bíó?
31.7.2008 | 17:00
Fíll og mús fóru í bíó. Fíllinn sat beint fyrir framan músina.
Í hléinu spurði músin fílinn: "Gætirðu nokkuð fært þig um eitt sæti svo ég sjái myndina líka?" En fíllinn svaraði neitaði. Þá settist músin fyrir framan fílinnog sagði: "Nú sérðu hvað þetta er pirrandi."
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hélt að það væri jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Banvænn brandari
31.7.2008 | 15:27
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
4000 ára gamall brandari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jens Guð er bjargvættur bloggara!
30.7.2008 | 14:33
Eftirfarandi stal ég af Jens og vona að hann fyrirgefi mér það:
Margur góður bloggarinn er miður sín þessa stundina. Bloggið datt út í gær. Í dag fór það að tínast inn aftur. En án tónspilarans, bloggvinalistans, innlitsteljarans og svo framvegis. Nokkrir hafa haft samband við mig í kvöld til að spyrja hvernig ég endurheimti allt inn á mína bloggsíðu aftur.
Það var/er einfalt mál. Fylgið þessu:
- Fara í stjórnborð
- Stillingar
- Útlit
- Síðueiningar
Þið dragið bara tónspilarann, bloggvinalistann og það allt úr hólfinu sem er lengst til vinstri á síðunni í hólfið hægra megin við það.
Muna svo að smella á "Vista breytingar".
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt 31.7.2008 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mazda 929
30.7.2008 | 13:49
Í gamla daga, fyrir ekkert svo ofsalega löngu átti ég svona bíl. Hann var reyndar appelsínugulsanseraður. Hrikalega flottur og töff. Einhvern daginn þegar ég verð ríkur ætla ég að endurlifa æsku mína og finna gott eintak af svona bíl og flytja hann heim. Ekki spurning.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrímslið
30.7.2008 | 12:34
Á milli Laugavegar og Hverfisgötu stendur til að reisa skrímsli. Skrímslið á að heita Listaháskóli Íslands. Vinningstillaga að skóla þessum var kynnt fyrir nokkrum dögum. Margir hafa stigið fram og lýst gleði sinni með afstyrmi þetta sem á að gleypa Laugaveg, Frakkastíg og Hverfisgötu, og aðrir hafa komið fram með öndverðar skoðanir. Mér finnst að við verðum að muna að ef svona hús rís þarna er það komið til að standa um aldur og ævi, til minningar um smekkleysi 21.aldar manna. Það þrengir að því úr öllum áttum auk þess sem húsið sjálft er alltof stórt fyrir umhverfi sitt.
Mér finnst þetta ekki góð byggingarlist. Þetta minnir mig á eitthvað frá 1960 sem er jafnvel verið að rífa úti í Evrópu í dag. Mér finnst þetta ekki vera í réttum mælikvarða við þá byggð sem fyrir er og að það þurfi að endurskoða þetta verkefni, segir Magnús Skúlason arkitekt um vinningstillögu að nýbyggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg.
Svona risavaxin bygging held ég að nyti sín mun betur á bersvæði einhvers staðar þar sem andar um hana úr öllum áttum. Mér dettur í hug hvort ekki væri meiri prýði af því t.d. við Kirkjusand, þar sem mér skilst að Listaháskólinn hafi aðsetur nú um stundir. Þar gæti byggingin horfst í augu við Atlantshafið og Esjuna, Snæfellsjökul og Hrafn Gunnlaugsson. Standandi þar gæti það verið hluti af röð nútímahalla meðfram ströndinni, ásamt Tónlistarhúsinu við höfnina og hugsanlega fleiri byggingum í framtíðinni.
Hugsum stórt, en við skulum ekki drepa Laugaveginn og miðbæinn þar með, endanlega, með einhverjum vanhugsuðum stórborgardraumum.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt hækkar og hækkar
30.7.2008 | 11:52
Nema launin. Er nema von að fólk sé kvíðið og skelfingu lostið yfir veröldinni. Meðfylgjandi mynd tók ég af vinnufélaga mínum þegar hann opnaði umslag sem innihélt nýjasta Vísareikninginn hans. Í þessu tilfelli er góð vísa alltof oft kveðin.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Evrópskar væntingar í sjö ára lægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fáum við lækkun?
30.7.2008 | 11:39
Eða stendur eitthvað voðalega illa á þessa dagana?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Olíuverð komið undir 122 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Béin þrjú
30.7.2008 | 11:35
Nú er komið að því að finna aðferð sem útheimtir ekki kvalavist á pínubekkjum líkamsræktarstöðva til að losna við Béin þrjú. Bumbu, bakverk og brjóst. Uppástungur að aðferðum eru vinsamlega þakkaðar. Blóm og kransar ekki.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ætli bloggið sé dáið?
30.7.2008 | 10:28
Eins og bloggarar vita hrundi Moggabloggið fyrir nokkrum dögum og hefur ekki orðið samt síðan. Síðan mín er komin með appelsínuhúð og bloggvinir smáir, horfnir. Kannski er þetta allt í vinnslu og vonandi verður bloggið orðið með eðlilegum hætti innan skamms. Þetta truflar mig samt.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)