Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Valur - handbolti
4.4.2008 | 14:22
Laugardaginn 5.apríl leikur meistaraflokkur Vals gegn Stjörnunni í N1 deild karla í Vodafone höllinni, Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður sýndur í sjónvarpinu. Það er okkar von að sem flestir Valsmenn mæti og sýni stuðning í verki og að margir verði rauðklæddir á pöllunum.
Í dag, föstudag, verða meistaraflokksleikmenn á N1 bensínstöðinni við BSÍ frá kl 16.30-17.30 og hjálpa þar til, afgreiða, ræða málin og gefa miða. Valsarar, við skulum endilega mæta á þessum tíma, þetta er skemmtilegt framtak hjá N1 og strákunum okkar!
Áfram Valur!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rosalega er gott...
4.4.2008 | 13:27
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Milljónamæringurinn
4.4.2008 | 13:02
Ég sem hélt ég hefði unnið fleiri milljónir króna þegar ég fékk svona póst um daginn. Vonbrigðin eru ólýsanleg.
En ég á þó alltaf inni milljónirnar sem ég fær fyrir að aðstoða heiðarlegan bankastarfsmann Robert LeBlanc við að losa stórfé út úr Credit Suisse Bank, það getur bara ekki verið lygi. Enda greinilegt að bankinn á ekkert að lúra á þessum peningum, arfi eftir moldríkan kall. Robert getur ekki verið annað en gæðasál og strangheiðarlegur, maðurinn er búinn að segja mér hvað konan hans er gömul og börnin hans tvö, þetta hlýtur að vera hinn vænsti maður. Eins og hann orðaði það sjálfur: All I need from you is your most honest, sincere and understanding co-operation. Maður sem kemst svona að orði hlýtur að vera heiðarleikinn uppmálaður. Nú. Til enn frekara marks um hve heiðarlegur Robert LeBlanc er, má ekki gleyma einu; hann er búinn að gefa mér símanúmerið sitt.
Ég ætla að hringja í hann á næstunni. Reyndar í beinni útsendingu. Fylgist með.
![]() |
Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ljóð dagsins
4.4.2008 | 11:49
Friday on my mind
Monday morning feels so bad,
Ev'rybody seems to nag me
Coming tuesday I feel better,
Even my old man looks good,
Wednesday just don't go,
Thursday goes too slow,
I've got Friday on my mind
Gonna have fun in the city,
Be with my girl she's so pretty,
She looks fine tonight,
She is out of sight to me,
Tonight....I spend my bread,
Tonight...I lose my head,
Tonight...I got to get tonight
Monday I have Friday on my mind.
Do the five day drag once more,
Know of nothing else that bugs me
More than working for the rich man,
Hey I'll change that scene one day,
Today I might be mad,
Tomorrow I'll be glad,
I've got Friday on my mind,
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nylon...
4.4.2008 | 11:35
![]() |
Nylon eykur sölu á sokkabuxum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heitt á Útvarpi Sögu
4.4.2008 | 08:53
Í morgunútvarpi Sögu var Arnþrúður Karlsdóttir með Guðna Ágústsson formann Framsóknarflokkinn í mjög heitu viðtali. Svo heitu að skyndilega heyrðist í bakgrunni viðtalsins hávært bjölluhljóð - brunaboði. Eftir að hljóðið hafði heyrst í nokkrar mínútur kom inn ókunn rödd sem sagði að allir ættu að yfirgefa húsið og Arnþrúður tilkynnti að Gunnar Ásgeir tæknimaður myndi setja á eitt lag. Að laginu loknu komu Arnþrúður og Guðni inn aftur eins og ekkert hefði í skorist og útvarpsstjórinn tilkynnti að þrátt fyrir að allir væru að hlaupa úr húsinu myndu þau sitja þarna áfram og gera eins og góðum skipstjórum sæmir, að yfirgefa skipið síðust allra. Þau kláruðu viðtalið fram að fréttum, alveg sallaróleg.
Svona lagað getur bara gerst í útvarpi held ég.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýr formaður Landssambands lögreglumanna
3.4.2008 | 21:37
Mig langar að segja frá því að æskuvinur minn og bloggvinur einnig, Snorri Magnússon var nýverið kjörinn formaður Landssamband Lögreglumanna. Það er ábyrgðarstarf en ég veit að Snorri á eftir að sinna því af alúð og trúmennsku, og óefað að miklum krafti.
Atkvæði í kjörinu féllu þannig:
Listi með Gils Jóhannssyni sem formanni fékk 151 atkvæði eða 30 % atkvæða
Listi með Snorra Magnússyni sem formanni fékk 358 atkvæði eða 70 % atkvæða.
Auðir og ógildir seðlar voru 14.
Innilega til hamingju gamli vinur.
Vinir og fjölskylda | Breytt 4.4.2008 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Rosalega er gott...
3.4.2008 | 16:45
Munið þið eftir Lech Walesa?
3.4.2008 | 13:09
Nú hefur sá orðrómur komist á kreik að verið sé að hóta atvinnubílstjórunum eða forvígismönnum aðgerða þeirra með fangelsisvist, allt að sex árum fyrir hin alvarlegu brot þeirra gegn almannahagsmunum og allmennri reglu í landinu. Slíkt hefur gerst áður út um allan heim og ekki alltaf dugað til.
Eitt gott dæmi um mótmælaaðgerðir sem breyttu heilu landi eru aðgerðir Lech Walesa og hans manna í Póllandi.
Lech Walesa starfaði í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi og var leiðtogi Solidarnosk, eða Samstöðu, ólöglegu verkalýðsfélagi. Lech var dæmdur fyrir andfélagslega hegðun, vegna verkfalls sem hann efndi til árið 1970 og sat í eitt ár í fangelsi. Lech var handsamaður nokkrum sinnum 1979 fyrir að skipuleggja samtök fjandsamleg ríkinu. Í águst 1980 gerðist Lech leiðtoga verkfallsmanna í Gdansk og fylgdu verkamenn víðar um Pólland í kjölfar verkfallsmanna í Gdansk með ólöglegum verkföllum. Í september heimilaði stjórn komúnista lögleg félagssamtök. Verkfallsmenn gerðu Samstöðu að löglegum samtökum og var Lech kjörinn formaður Samstöðu. Þann 11.desember 1981 var Lech auk ríflega 1.000 félagsmanna í Samstöðu handsamaður. Þremur dögum síðar lýsti Jarúselskí forseti því yfir að herlög giltu í landinu. Lech losnaði ekki úr haldi fyrr en í nóvember 1982. Þó hann væri formlega titlaður verkamaður í skipasmíðastöðinni var hann í raun í stofufangelsi til 1987. Danuta kona Lechs tók við Friðarverðlaunum Nóbels að honum fjarstöddum, andvirði verðlaunanna ánafnaði hann Samstöðu.Árið 1988 efndi Lech enn á ný til verkfalls, að þessu sinni með það fyrir augum að Samstaða yrði viðurkennd á ný og fengi á ný sinn áður unna lögmæta sess sem verkalýðsfélag. Að átta dögum liðnum féllust stjórnvöld á að ræða við Samstöðu, viðræðurnar leiddu til þess að Samstaða varð viðurkennd sem verkalýðsfélag og efnt yrði til hálffrjálsra þingkosninga. Samstaða var sigurvegari þingkosninganna 1989. Fyrir árslok 1989 hafði Lech náð að mynda fyrstu ríkisstjórn í Varsjárbandalagslandi án þátttöku kommúnista. Í desember 1990 sigraði Lech í pólsku forsetakosningunum. Hann var gagnrýndur í forsetatíð sinni og tapaði forsetakosningunum árið 1995. Þrátt fyrir að hafa breytt Póllandi úr kommúnísku ríki með þvingandi stjórn og veikan efnahag í sjálfstætt lýðræðisríki með hagvexti. Í forsetakosningunum árið 2000 hlaut Lech um 1% atkvæða. Alþjóðlegi flugvöllurinn í Gdańsk er nefndur eftir Lech Walesa; Gdańsk Lech Wałęsa flugvöllur.
Svona getur sá sem ógnar valdstjórn og góðu meðalhófi náð að breyta miklu, ef málstaðurinn er nógu góður.
![]() |
Mikill hiti í bílstjórum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ástæða heimkomu dómsmálaráðherra
3.4.2008 | 12:26
Fyrir skömmu velti ég fyrir mér hvers vegna í ósköpunum Björn Bjarnason væri yfirhöfuð að koma heim frá Chile. Nú veit ég ástæðuna.
Dómsmálaráðherra hefur nefnilega lagt fram frumvarp um að trúfélögum verði veitt heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra. Í athugasemdum þess segir að þetta sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Á kirkjuþingi 2007 var samþykkt ályktun þess efnis að yrði lögum um staðfesta samvist breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi kirkjuþing það að prestum þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, yrði það heimilt.
Samkvæmt frumvarpinu er vígslumönnum sem hafa heimild til hjónavígslu fengin heimild til að staðfesta samvist tveggja einstaklinga af sama kyni. Þarna er einkum um að ræða presta þjóðkirkjunnar og presta og forstöðumenn skráðra trúfélaga. Ekki sé hins vegar verið að skylda menn til athafnanna heldur verði að virða frelsi presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga til að ákveða hvort þeir staðfesti samvist samkynhneigðra
Lagt er til að lögin taki gildi 27. júní. Sá dagur er alþjóðlegur mannréttindabaráttudagur samkynhneigðra.
Og hana nú.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)